Afkoma Kjarnafæðis Norðlenska jákvæð á liðnu ári

Yfirlit yfir Svalbarðseyri þar sem hluti af starfsemi Kjarnafæðis Norðlenska fer fram
Yfirlit yfir Svalbarðseyri þar sem hluti af starfsemi Kjarnafæðis Norðlenska fer fram

Tekjur af rekstri sameinaðs félag Kjarnafæðis Norðlenska jukust um 15% á milli áranna 2021 og 2022 og batnaði afkoma samstæðunnar sem auk móðurfélagsins inniheldur dótturfélögin Norðlenska matborðið og SAH Afurðir.

 Hagnaður af rekstri var 178 milljónir króna eftir skatta samanborið við 152 milljóna króna tap árið 2021. Aðalfundur Kjarnafæðis Norðlenska var haldinn nýverið þar sem þetta kom fram. Rekstrarafkoma fyrir afskriftir og fjármagnsliði var jákvæð um 699 milljónir króna samanborið við 123 milljónir króna árið 2021.  Ársverk 2022 voru 302.

Nánar i Vikublaðinu sem kemur út n.k. fimmtudag

Áskriftarsíminn er  860 6751


Athugasemdir

Nýjast