Sjómenn fá mottumarssokka

Þessi skemmtilega mynd var tekin í vikunni um borð í einu skipa félaganna, sokkarnir góðu njóta sí…
Þessi skemmtilega mynd var tekin í vikunni um borð í einu skipa félaganna, sokkarnir góðu njóta sín vel í veðurblíðunni og morgunsólinni á miðunum. Mynd Samherji

 Samherji og Útgerðarfélag Akureyringa sendu öllum sjómönnum sem starfa hjá félögunum sokka sem Krabbameinsfélagið selur í tengslum við Mottumars. Þannig vilja félögin vekja athygli á skilaboðum átaksins um að þekkja og bregðast við einkennum sem gætu orsakast af krabbameini.

Mottumars er árlegt átak Krabbameinsfélags Íslands í baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum. Staðreyndin er að þriðji hver karlmaður greinist með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni.

 

Fjárhagslegur stuðningur almennings og fyrirtækja er grundvöllur þess að Krabbameinsfélagið geti starfað og unnið að því að ná enn betri árangri varðandi það að draga úr fjölda krabbameinstilvika, fækka dauðsföllum af völdum krabbameina og bæta lífsgæði þeirra sem greinast með krabbamein og aðstandenda þeirra.


Athugasemdir

Nýjast