Skátar í heimsókn á Húsavík

Hjálmar Bogi forseti sveitarstjórnar, Helena Eydís formaður fjölskylduráðs og Jón fræðslufulltrúi tó…
Hjálmar Bogi forseti sveitarstjórnar, Helena Eydís formaður fjölskylduráðs og Jón fræðslufulltrúi tóku á móti fulltrúum BÍS þeim Þórhalli aðstoðarskátahöfðingja, Guðrúnu verkefnastjóra og Hörpu Ósk Valgeirsdóttur skátahöfðingja. Mynd/Norðurþing.

Í síðustu viku komu fulltrúar Bandalags íslenskra skáta í heimsókn í Norðurþing. Greint er frá þessu á heimasíðu sveitarfélagsins.

Tilefni heimsóknarinnar var að kynna nýjan starfsgrunn BÍS og viðra hugmyndir um uppbyggingu æskulýðsstarfs á Norðurlandi. 

Skátarnir eru alþjóðleg æskulýðshreyfing sem vinnur að valdeflingu ungmenna í þeim tilgangi að virkja þau til jákvæðra áhrifa í sínu samfélagi og til þátttöku í að bæta þann heim sem við búum í.

Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar um skátahreyfinguna á Íslandi: https://skatarnir.is/

Ef einhver hér í Norðurþingi hefur áhuga á að endurvekja starfsemi skáta er viðkomandi bent á að hafa samband við Hörpu Ósk Valgeirsdóttur, skátahöfðingja, harpa@skatarnir.is

Þess má geta til gamans að á árum áður var mjög öflugt skátastarf hjá Skátafélaginu Víkingi á Húsavík en það fagnaði 60 ára afmæli sínu þann 12. mars árið 2000, sjá nánar hér 


Athugasemdir

Nýjast