Sögufrægt skip í viðgerð

Frá komu Þórs með Maríu júlíu i morgun.       Mynd  Vb.
Frá komu Þórs með Maríu júlíu i morgun. Mynd Vb.

Varðskipið Þór kom til Akureyrar  í morgun með hið sögufræga  skip Maríu Júlíu í í togi en ætlunin er að María Júli sem varð- og björgunarskip í eigu Landhelgisgæslunnar frá árinu 1950 til 1969. María Júlía var eitt að varðskipum okkar sem mættu Breska sjóhernum í fyrsta Þorskastríðinu 1958 1961. 

Hér fer fram frumathugun á skipinu , hreinsun og lagfæringa. Eftir það fer María til Húsavíkur í slipp Norðursiglingar sem mun fóstra hana á meðan frekari skrokkviðgerð fer fram

,,Skipið var smíðað úr eik í Frederikssund í Danmörku og var heildarkostnaður 1,5 milljónir króna en um 300.000 af þeirri upphæð voru framlög frá slysavarnardeildum á Vestfjörðum. Skipið var nefnt í höfuðið á Maríu Júlíu Gísladóttur frá Ísafirði sem gaf árið 1937 verulegt fjármagn til smíði björgunarskips. Í skipinu var sérútbúin rannsóknarstofa fyrir fiskifræðinga og fyrir sjómælingar. Skipið var því fyrsti vísir að hafrannsóknarskipi á Íslandi."*

 *Heimild Wikipedia síða Maríu Júlíu.

 


Athugasemdir

Nýjast