4. sept - 11. sept - Tbl 36
Veðurlagsins blíða eykur yndishag
Steingrímur Thorsteinsson var ekki í vandræðum með að koma orðum að hlutunum og hann á þessa hendingu i fyrirsögn hér að ofan sem reyndar má mæta vel yfirfæra á okkur hér á Norðurlandi i dag. Síðasti dagur vetrar og sólin leikur svo sannarlega við okkur. Lögmannshlíðin er algjör sælureitur og skelltu íbúar og starfsfólk sér út í sólina, byrjuðu að huga að beðum og tóku leikfimina úti í góða veðrinu
Í morgun komu þeir bræður Luddi og Dúlli heim eftir vetrardvöl í Hörgársveitinni, þeir voru ekki lengi að koma sér fyrir í garðinum og var vel tekið á móti þeim af öllum, mönnum sem dýrum.
Athugasemdir