,,Unglingavinnan" mætt til starfa

„Ég var nú bara rétt svo nýsestur“ sagði Ólafur     Mynd Skógræktarfélagið
„Ég var nú bara rétt svo nýsestur“ sagði Ólafur Mynd Skógræktarfélagið

Þessi gaur Ólafur B. Thoroddsen starfaði í Stjórn Skógræktarfélagsins um árabil og gegndi þar ma hlutverki formanns og gjaldkera ásamt öðrum trúnaðarstörfum. Nú hefur hann lokið stjórnarsetu en mætir til okkar í Kjarna hvern dag til hádegis og sinnir tilfallandi störfum í sjálfboðavinnu fyrir sitt gamla félag. Þessa dagana vinnur hann að smíði á trégirðingu úr eyfirsku lerki á ungbarnaleiksvæði sem nú rís á Kjarnavelli.

Ólafur er hamhleypa til verka en eins og við öll sem höfum unnið í unglingavinnunni reyndum á eigin skinni, lenti hann hér í því að flokkstjórinn gómaði hann í pásu.

„Ég var nú bara rétt svo nýsestur“ sagði Óli „langaði bara að prufukeyra þessa forláta flugvél“, og bræddi þar með flokkstjórann sem ætlaði að fara að ýfa sig yfir „pásunni“

Mannauður er hverjum félagsskap afar dýrmætur og þar erum við hjá Skógræktarfélagi Eyfirðinga svo sannarlega ekki á flæðiskeri stödd

Frá þessu er sagt á Facebooksíðu Skógræktarfélags Eyjafjarðar


Athugasemdir

Nýjast