Sláttur hafinn á Ytri-Tjörnum í Eyjafjarðarsveit

Sláttur er hafinn í Eyjafjarðarsveit          Mynd  Fb síða  Benjamíns Baldurssonar
Sláttur er hafinn í Eyjafjarðarsveit Mynd Fb síða Benjamíns Baldurssonar

Sláttur er hafinn í Eyjafirði en í dag  hóf  Baldur Benjamínsson bóndi á Ytri-Tjörnum í Eyjafjarðarsveit, skammt sunnan Akureyrar að slá.  ,,Þetta er með fyrra fallinu, aðeins  seinna en í fyrra, en metið hér á bæ er 30 maí 2003 það vor var engu líkt “ sagði Benjamín Baldursson faðir Baldurs  í samtali við vefinn.  ,,Þetta er fljótsprottið gras, háliðagras sem slá þarf snemma  svo það spretti ekki úr sér þannig  vekur það  ekki lukku hjá kúnum“ bætti  Benjamín við.

Grasspretta hefur verið mjög góð í hlýindunum að undanförnu og styttist í að sláttur hefjist almennt í Eyjafjarðarsveit.


Athugasemdir

Nýjast