Líkan af Húna afhent - Líf og fjör í Sandgerðisbót

Húni ll             Mynd Þorgeir
Húni ll Mynd Þorgeir

Sjómannadagurinn verður haldin hátíðlegur á Akureyri með fjölbreyttri dagskrá sem hefst við Iðnaðarsafnið í dag föstudag kl. 15. Þar verður nýtt líkan af Húna II afhent og afhjúpað og boðið upp á veitingar í tilefni dagsins en þennan dag eru 60 ár liðin frá því eikarbáturinn Húni var smíðaður í Skipasmíðastöð KEA á Akureyri.

Sigfús Ólafur Helgason einn þeirra sem skipulagt hafa dagskrá í tengslum við sjómannadaginn segir að undanfarin ár hafi hátíðahöld verið lágstemmd í höfuðstað Norðurlands. „Nú ætlum við að blása í lúðra og skapa fallega hátíð þar sem sjómenn geta komið saman og spjallað,“ segir hann og bendir á að enginn staður henti betur en Sandgerðisbótin. Þar mun allt iða af lífi á laugardagsmorgun þegar trillukarlar sem þar hafa aðstöðu bjóða gestum og gangandi að rölta um og kynna sér starfsemina. Sjómenn verða heiðraðir og tónlist mun óma um Bótina en einnig eru veitingar í boði.  Síðar um daginn verður gestum boðið að skoða Húni II, afmælisbarn dagsins sem liggur í  Fiskihöfninni en báturinn verður opin gestum frá kl. 14 til 16.

Sjómannaball með DJ Lilju og DJ verður á Verkstæðinu á lagardagskvöldið milli kl 23-02.

Sjómannamessa verður í Glerárkirkju kl. 11 á sunnudag og blómsveigur lagður að minnisvarða um drukknaða og horfna sjómenn.

Aðstaða Siglingaklúbbsins Nökkva verður opin frá 11 til 14 á sunnudag. Þann dag kl. 13.15 verður hópsigling smábáta, seglskúta og sjóbretta og eins býðst bæjarbúum að fara í siglingu með Húna í boði Sjómannafélags Eyjafjarðar. Þrjár siglingar eru í boði eftir hádegi og bætt við aukasiglingu ef þarf.


Athugasemdir

Nýjast