Sparisjóður Suður-Þingeyinga styrkir björgunarsveitir í Þingeyjarsýslum um fjórar milljónir króna.

Frá afhendingu     Myndir  Aðsendar
Frá afhendingu Myndir Aðsendar

Aðalfundur Sparisjóðs Suður-Þingeyinga var haldinn 28. apríl s.l. í Skjólbrekku í Mývatnssveit.  Rekstur sparisjóðsins gekk vel á síðasta ári, hagnaður af starfseminni var rúmar 76 milljónir króna eftir skatta.  Um síðustu áramót voru heildareignir sparisjóðsins um 12,3 milljarðar króna og hafa aukist um 1,3 milljarða á milli ára.  Innlán voru á sama tíma um 11 milljarðar og jukust þau um 1,1 milljarð á milli ára.  Eigið fé sparisjóðsins var 1,1milljarður í árslok og lausafjárstaða er sterk.

Aðalfundurinn samþykkti heimild til stjórnar til að selja nýtt stofnfé að fjárhæð 50 milljónir króna og eiga núverandi stofnfjáreigendur forkaupsrétt til 1. september 2023.

Á aðalfundinum afhenti Örn Arnar Óskarsson sparisjóðsstjóri fulltrúum átta björgunarsveita í Þingeyjarsýslum, styrki samtals að fjárhæð fjórar milljónir króna.

Í stjórn sparisjóðsins voru kjörin Andri B. Arnþórsson, Elísabet Gunnarsdóttir, Eiríkur H. Hauksson, Gerður Sigtryggsdóttir og Pétur Snæbjörnsson.  Varamenn, Helga Sveinbjörnsdóttir og Pétur B. Árnason.

 Frá þessu segir á heimasíðu Sparisjóðs Suður Þingeyinga.

Frá aðalfundinum.


Athugasemdir

Nýjast