Aðsend grein Eyjafjörður má ekki verða að næsta tilraunasvæði sjókvíaeldis
Undanfarin misseri hafa áform um sjókvíaeldi í Eyjafirði verið rædd af auknum þunga. Oft er bent á mögulega atvinnusköpun, en mun minna rætt um þá áhættu sem fylgir – sérstaklega fyrir náttúruna, villta fiskistofna og samfélagið sem lifir með firðinum.