Þurfa að komast í tafarlausa viðgerð til að eyðileggingin verði ekki algjör
Eitt af mikilvægum verkefnum á árinu hjá nýjum safnstjóra Listasafnsins á Akureyri, Sigríði Örvarsdóttur, hefur verið að efla viðhald og forvörslu útilistaverka bæjarins. Í sumar var gerð heildstæð, fagleg úttekt á 43 verkum í bæjarlandiu, í samstarfi við franska listaverkaforvörðinn Camille Amoros, sem starfar við forvörslu útilistaverka við hina frægu kirkju Notre Dame í París, með aðstoð frá myndlistarforverðinum Kristínu Gísladóttur sem starfar hér á landi. Þetta var í fyrsta sinn sem heildstætt mat á ástandi útilistaverka bæjarins var framkvæmt, með skráningu og ljósmyndun, sem gerir Listasafninu kleift að forgangsraða í viðhaldi þeirra og vernd í framtíðinni.