Sparisjóðirnir og Símenntun Háskólans á Akureyri (SMAHA) sameinast um fræðslu fyrir eldri borgara í upplýsingaöryggi
Sparisjóðirnir og Símenntun Háskólans á Akureyri hafa tekið höndum saman um samfélagsverkefni sem miðar að því að fræða eldri borgara um upplýsingaöryggi. Markmiðið er að fræða um helstu hættur sem fylgja netinu og notkun snjalltækja á einfaldan og aðgengilegan hátt.