
Landsvirkjun og Landsnet styrkja Brunavarnir Þingeyjarsveitar
Landsvirkjun og Landsnet hafa veitt Brunavörnum Þingeyjarsveitar styrk til kaupa á One-7 slökkvikerfi í tvær bifreiðar í eigu slökkviliðsins. Slökkvikerfið sjöfaldar slökkvimátt þess vatns sem er notað auk þess sem það dregur verulega úr mengun vegna slökkvistarfa frá því sem áður var.