Fréttir

Kattafláning og kirkjuganga.

Það hendir mig stundum í hugsunarleysi að fara að hugsa um eitthvað sem dettur upp í hugann. Og þetta henti einmitt í dag.

Lesa meira

Að leggja grunninn að framtíðinni Upplifun úr nútímafræði

Í ár eru 20 ár síðan fyrsti árgangurinn útskrifaðist úr nútímafræði frá Háskólanum á Akureyri. Í tilefni þess var rætt við Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur sem var í þeim útskriftarárgangi. Hún sá tækifæri sem fólust í að vera hluti af fyrsta hópnum sem stundaði þetta áhugaverða nám.

Lesa meira

Fjölmörg verkefni fram undan að takast á við

„Það er mikið verk að vinna og fjölmörg verkefni fram undan sem takast þar á við,“ segir Björn Snæbjörnsson sem kjörinn var formaður Landssambands eldri borgara á landsfundi þess sem haldinn var í Reykjanesbæ. Helgi Pétursson lauk fjórða ári sínu í formannsstóli en formaður situr mest í fjögur ár. Björn var sá eini sem bauð sig fram og því sjálfkjörinn í embætti.

Lesa meira

Þakklátur fyrir heiðurinn og er mjög gíraður

„Ég er virkilega þakklátur fyrir þennan heiður og ætli ég orðið það ekki sem svo; mjög gíraður,“ segir Egill Logi Jónasson nýr bæjarlistamaður á Akureyri. Egill er framsækinn myndlistar- og tónlistarmaður segir í umsögn frá Akureyrarbæ, „sem hefur vakið athygli fyrir frumleg verk og ögrandi sýningar.“ Egill Logi gegnir lykilhlutverki í starfsemi Listagilsins og rekur m.a. tvær vinnustofur í húsnæði Kaktus, fyrir myndlist annars vegar og tónlist hins vegar. Hann hefur verið iðinn við að skapa vettvang fyrir unga og óháða listamenn, m.a. í gegnum tónlistarhátíðina Mysing.

Lesa meira

Tveir fengu gullmerki Einingar-Iðju

Tveir félagar i Einingu-Iðju voru sæmdir gullmerki félagsins á aðalfundi nýverið, þau Gunnar Berg Haraldsson og Laufey Bragadóttir.

Lesa meira

Fiðringur á Norðurlandi fer fram í Hofi í fjórða sinn

Fiðringur fer fram í Menningarhúsinu Hofi næsta miðvikudag, 7. maí og er þetta í fjórða sinn sem keppnin er haldin. Í ár munu tíu skólar af Norðurlandi mætast. Grunnskóli Húnaþings vestra tekur þátt í fyrsta sinn og vonandi taka fleiri skólar frá Norðurlandi vestra þátt á næsta ári því markmiðið er að sinna öllu Norðurlandi frá Borðeyri til Bakkafjarðar!

Lesa meira

,,Ég kveð sátt og held glöð út í lífið"

Þórunn Ingólfsdóttir hefur starfað hjá fyrirtækjum við Fiskitanga á Akureyri stærstan hluta starfsævinnar, lengst af hjá Útgerðarfélagi Akureyringa og Samherja. Hún lét af störfum í fiskvinnsluhúsi ÚA um mánaðamótin og segist kveðja afskaplega sátt. Nú taki við nýr kafli í lífinu.

Lesa meira

Aðalfundur Framsýnar karlmenn 62% félagsmanna

Karlmönnum hefur fjölgað í Framsýn, stéttarfélagi undanfarin ár. Þar hefur líkast til mest áhrif að meirihluti starfsfólks PCC á Bakka eru  karlmenn. Verksmiðjan hóf starfsemi árið 2018.

Lesa meira

Rúm milljón til Krafts frá MA-ingum

Ár hvert heldur skólafélagið Huginn góðgerðaviku í þeim tilgangi að styrkja gott málefni. Að þessu sinni var valið að styrkja Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur og söfnuðust alls 1.086.000 kr.

Lesa meira

April metmánuður í farþegaflutningum á Akureyrarflugvelli

Frá þvi segir á Facebook vegg Akureyrarflugvallar að nýliðinn mánuður hafi verið sá metmánuður  í farþegaflutningum  um völlinn.

Lesa meira