Alls fengu foreldrar 81 barns heimgreiðslur frá Akureyrarbæ árið 2024. Greiðslur námu tæplega 38,6 milljónum króna. Á tímabilinu janúar til maí á þessu ári hafa foreldrar 61 barns fengið heimgreiðslur að upphæð 15,5 milljónir króna.
Skrifað hefur verið undir samninga um sameiningu á Ferro Zink og Metal með fyrirvara um samþykki hluthafafunda og Samkeppniseftirlitsins. Með sameiningu þessara tveggja rótgrónu fyrirtækja verður til eitt öflugasta þjónustufyrirtæki á sviði iðnaðar á landinu með yfir 70 starfsmenn og starfsstöðvar á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu en ársvelta þessara félaga var samtals tæpir 5 milljarðar í fyrra.
Tilboð bárust frá tveimur lögaðilum í lóðirnar við Hofsbót 1 og 3, en frestur til að sækja um rann út í gær. Þeir sem buðu voru annars vegar SS Byggir sem bauð 251 milljón króna í lóðirnar og Sigtún Þróunarfélag bauð 235 milljónir.