Jólahlaðborð eru gríðarlega vinsæl meðal landsmanna í aðdraganda jóla. Múlaberg á langa hefð að baki og er sennilega stærsti aðilinn á Norðurlandi á því sviði. -segir Ingibjörg Bergmann Bragadóttir, einn af eigendum og veitingastjóri á Múlabergi
Þröstur Ernir Viðarsson fjölmiðlafræðingur ólst upp í Bolungarvík en hefur verið búsettur á Akureyri síðan 2007. Hann er giftur Hrafnhildi Jónsdóttir hjúkrunarfræðingi og eiga þau þrjá syni og eitt barnabarn. Þröstur hefur mikinn áhuga á tónlist og kvikmyndum. Við ákváðum því að slá á þráðinn til hans og spyrja út í jólalög og jólamyndir. Hver eru fimm uppáhalds jólalögin hans og hvaða kvikmyndir finnst honum ómissandi í desember?
Áramót eru tími uppgjörs og nýrra væntinga. Þegar við kveðjum árið sem er að líða og horfum fram á árið 2026 gefst okkur tækifæri til að staldra við, líta yfir farinn veg og velta fyrir okkur framtíðinni í Hörgársveit.
Jón Helgi Björnsson, forstjóri HSN tók saman það helsta sem einkenndi starfsemi HSN á árinu sem er að líða.
Það er engum blöðum um það að fletta að rekstur heilbrigðisþjónustu er afar krefjandi og er rekstur HSN á liðnu ári þar engin undantekning. Rekstrarlega stóðum við frammi fyrir áskorunum, þar á meðal verulegan halla bæði á síðasta ári og líðandi ári, sem stafaði að stórum hluta af ófjármögnuðum kjara- og stofnanasamningum. Þrátt fyrir það tókst okkur að viðhalda og styðja við áframhaldandi uppbyggingu á þjónustu. Við höfum unnið markvisst að því að tryggja stöðugleika í rekstri með breytingum á skipulagi og öflugri teymisvinnu, með aukinni áherslu á stafræna ferla með það að markmiði að bæði lækka kostnað en samtímis efla þjónustu.
Ég vaknaði snemma í morgun, á Þorláksmessu, það var í raun ennþá nótt og Eyfirska lognið á duglegri hreyfingu. Það var samt ákveðin kyrrð í vindinum og enginn annar farinn á ról þegar ég rölti mér í vinnuna. Það voru allir sofandi heima, komnir í frí svo það var gott að taka daginn snemma. Eyjafjarðará liðaðist á móti mér niður dalinn eins og hún hefur gert frá örófi alda; hún nærir jörðina, gefur landbúnaðarhéraðinu líf og flytur með sér efnivið sem skapað hefur grunn að traustu samfélagi við Eyjafjörð.