Norðurorka vekur athygli á svikapósti með fyrirsögninni Val á raforkusala, þar sem tilkynnt er um ógreiddan rafmagnsreikning. Í framhaldinu er viðtakanda boðið að smella á greiðslusíðu og slá inn kóða sem fylgir póstinum til að ganga frá greiðslu.
„Akureyrarflugvöllur er mikilvæg innviða- og atvinnuuppbygging fyrir allt Norðurland eystra og raunar fyrir landið í heild. „Með eflingu flugs um Akureyri skapast ný tækifæri fyrir ferðaþjónustu, útflutning, erlendar fjárfestingar og tengsl við alþjóðamarkaði sem nýtast landinu öllu,“ segir í ályktun sem Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, SSNE samþykktu á haustþingi sínu.
Sigurður Eyjólfur er stúdent við Sálfræðideild Háskólans á Akureyri og gaf út sína fyrstu bók á árinu sem ber heitið „Ég er ekki fullkominn“. Bókin fjallar um hamlandi kvíða sem Sigurður hefur tekist á við í gegnum árin.Hann kynnti bókina í Pennanum Eymundssyni á Akureyri síðasta fimmtudag, þar sem viðtökur voru afar hlýjar.
Sýndarveruleikasýningunni Femina Fabula, sem stendur nú yfir í sal 08 í Listasafninu á Akureyri, lýkur næstkomandi sunnudag. Sýningin hefur hlotið mikil og góð viðbrögð gesta safnsins og hafa yfir sjöhundruð manns borið hana augum á síðustu sex vikum. Sýningin byggir á hugmyndum sex sviðslistakvenna sem tjá kvenlega næmni og krafta með aðstoð sýndarveruleikagleraugna. Verkin urðu til í samvinnu þeirra við myndlistarkonuna Kirsty Whiten og leikstjórann Kristján Ingimarsson, sem er listrænn stjórnandi verksins.
„Staðan er bara hreint út sagt ömurleg. Með þessari samvinnu erum við að bregðast við aukinni ásókn í aðstoð úr samfélaginu um þessar mundir og vonum svo sannarlega að við komust í gegnum þá þungu mánuði sem fram undan eru,“ segir Sigrún Steinarsdóttir hjá Matargjöfum á Norðurlandi. Tvö mannúðarfélög sem starfa á Akureyri og sinna Norðurlandi öllu hafa tekið ákvörðun um að láta reyna á samstarf sín á milli, en þetta eru félögin Matargjafir og NorðurHjálp.
Eitt af meginhlutverkum bæjarstjórnar er að byggja upp stöðugt, öflugt og framsækið samfélag þar sem íbúar og fyrirtæki dafna í góðu umhverfi til búsetu og rekstrar.