Eins og mörg undanfarin ár taka fyrrum formenn Íþróttafélagsins Þórs sig til og standa vaktina við vöfflujárnin í desember og nú eru það þrír föstudagar 5. 12. og 19 desember sem Þórsarar bjóða heim í Hamar.
Nýsköpunarsjóðurinn Kría (NSK) hefur tilkynnt niðurstöðu í fjárfestingátaki þar sem sjónum var beint að ungum sprotafyrirtækjum. Sjóðurinn auglýsti átakið í september og október síðastliðnum. Alls sóttu 88 félög um fjárfestingu sem er rúmlega 20% aukning frá fyrra átaki árið 2023. Eftir ítarlegt valferli voru ellefu félög valin úr hópi umsækjenda og mun NSK fjárfesta í þeim fyrir samtals um 300 milljónir króna. Eitt af skilyrðum átaksins er að félögin tryggi sér a.m.k. sömu upphæð frá einkafjárfestum. Samanlagt mun fjárfesting NSK og einkafjárfesta því verða að minnsta kosti 600 m.kr. í þessum ellefu félögum.
Föstudagskvöldið 5. desember næstkomandi munu Umskiptingar í samstarfi við Leikfélag Akureyrar frumsýna JÓLAGLÖGG í Samkomuhúsinu á Akureyri. Um er að ræða glænýja grínsýningu um jólin og allt ruglið sem getur fylgt þeim. Þetta er jólasýning fyrir fullorðna sem enginn má missa af.
Listdansskólinn Steps Dancecenter býður bæjarbúum á Akureyri og nágrenni til stórbrotinnar dans- og leikhússýningar sunnudaginn 7. desember þegar nemendur skólans stíga á svið í sýningunni „Þegar Trölli stal jólunum“. Sýningin er fjölskylduvæn og sameinar dans, leikræna tjáningu og heillandi jólastemningu í einu heildstæðu sviðsverki sem höfðar jafnt til barna og fullorðinna.
Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og annað starfsfólk lyflækningadeildar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna lokunar á sjö daga plássi á Kristnesspítala um áramótin. Nú þegar hefur um helmingi plássa verið lokað og finnum við strax fyrir auknu álagi vegna þessa.