Landsvirkjun og gagnaver atNorth á Akureyri hafa samið um kaup gagnaversins á allt að 12 MW forgangsorku frá og með síðari hluta næsta árs. Samningurinn er til fimm ára og þar sem atNorth kaupir einnig upprunaábyrgðir flokkast samningurinn sem grænn raforkusamningur.
Vinkonurnar Arnheiður Lilja, Júlía Dögg og Karítas Katla gengu í hús á efri brekkunni og söfnuðu dóti sem þær seldu svo fyrir framan Nettó Hrísalundi til styrktar Rauða krossinum.
Norðurorka hf., hefur tekið ákvörðun um að setja 4,54% eignarhlut sinn í Skógarböðum ehf. í opið söluferli og býður áhugasömum fjárfestum að gera tilboð í hlutinn.
Umræða um menntakerfið hefur verið hávær undanfarið og ekki síst um námsmat. Margir hafa t.d. gagnrýnt skort á samræmdu mati og notkun bókstafa í matskerfinu. Þetta er mikilvæg umræða, sem á sannarlega rétt á sér, en er þetta einföldun á flóknari vanda?
Eins og fram hefur komið þá eru nú um þessar mundir liðin 20 ár síðan Hollvinir Húna byrjuðu að bjóða nemendur sjöttu bekkjar grunnskóla Akureyrar í siglingu og fræðslu á haustinn, og síðan komu grunnskólarnir í Eyjafirði með og sannarlega má segja að þeir nemendur sem hafa farið í siglingu með Húna á haustin s.l 20. ár skipta orðið þúsundum.
Samþykkt hefur verið að ganga til samninga við Verk lausn ehf um byggingu smáíbúða fyrir Akureyrarbæ. Dómnefnd sem fór yfir málið í kjölfar útboðs lagði til að tilboði fyrirtækisins yrði fyrir valinu og samþykkti umhverfis- og mannvirkjaráð þá niðurstöðu dómnefndar.