
Heiðra Hjalta og vekja athygli á úrræðaleysi fyrir ungt fólk með geðrænan vanda
Viðburður til heiðurs Hjalta Snæ Árnasyni verður í Freyvangi í kvöld, föstudagskvöldið 9. maí og hefst hann kl. 20. Hjalti Snær hefði orðið 23 ára í dag. Hann fór í sína daglegu morgungöngu frá Laugarási í Reykjavík fyrir 7 vikum síðan, gekk þar í sjóinn og hefur enn ekki fundist.