Heiðra Hjalta og vekja athygli á úrræðaleysi fyrir ungt fólk með geðrænan vanda

Viðburður til heiðurs Hjalta Snæ Árnasyni verður í Freyvangi í kvöld, föstudagskvöldið 9. maí og hefst hann kl. 20. Hjalti Snær hefði orðið 23 ára í dag. Hann fór í sína daglegu morgungöngu frá Laugarási í Reykjavík fyrir 7 vikum síðan, gekk þar í sjóinn og hefur enn ekki fundist.

Lesa meira

Enduruppbygging fram undan í Fálkafelli

Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að stækka lóðina við Fálkafell til samræmis við óskir Skátafélagsins Klakks en með því skilyrði að aðgengi almennings að lóðinni verði tryggt.

Lesa meira

Sammála um að þetta er græjan sem breytir lífinu

„Við höfum prófað alls konar græjur og erum sammála um að þetta er tækið sem breytir lífi okkar til batnaðar,“ segir Jón Gunnar Benjamínsson sem hóf fyrir skemmstu að flytja inn rafmagnsfjórhjól sem nýtast fötluðum og þeim sem ekki eiga gott með gang sérlega vel til að njóta útivistar og náttúru. Hann vísar í Jón Heiðar Jónsson sem var fyrsti Akureyringurinn til að kaupa slíkt hjól en þau nefnast Exoquad.

Lesa meira

Norðurorka heiðrar starfsfólk

Starfsmannavelta er lítil hjá Norðurorku og starfsreynsla mikil og góð. Erla Björg Guðmundsdóttir Valgerðardóttir mannauðsstjóri kallaði upp á svið á aðalfundi Norðurorku á dögunum, það starfsfólk sem lætur af störfum hjá fyrirtækinu fyrir aldurs sakir og þakkaði fyrir gifturík störf í þágu þess.

Lesa meira

Listnáms- og hönnunarbraut VMA Lokaverkefni sýnd í Hofi

Sýningar á lokaverkefnum nemenda á listnáms- og hönnunarbraut Verkmenntaskólans á Akureyri verður opin í Hofi fram á sunnudag, 11 maí. Þetta er í fyrsta sinn sem lokaverkefnin eru sýnd í Menningarhúsinu Hofi.

Lesa meira

Súpufundur atvinnulífsins – Hvernig er hagsmuna okkar gætt?

Akureyrarbær og Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) standa fyrir Súpufundi atvinnulífsins miðvikudaginn 14. maí kl. 11:30 á Múlabergi, Hótel KEA. Á fundinum verður sjónum beint að hagsmunagæslu atvinnulífsins og mikilvægi hennar fyrir stöðu og þróun svæðisins.

Lesa meira

Íslandsmet tryggði Alex silfur á EM í kraftlyftingum

,,EM í kraftlyftingum er lokið og er ég virkilega ánægður međ árangurinn og fullur jákvæðni eftir mótiđ.  Ég varđ í öđru sæti í hnébeygju međ 357.5kg, sem var 10kg bæting á mínu eigin Íslandsmeti. Þetta var í fyrsta skiptið sem ég hef staðið á verđlaunapalli á alþjóđlegu stórmóti, sem fyllti mig stolti varðandi þá vinnu sem ég hef lagt í sportið og þann árangur sem náðist"

Lesa meira

Forustugimbur fædd

Sauðburður er að hefjast þessa dagana í sveitum landsins og í mörg horn að líta. Þannig er það í Höfða í Grýtubakkahreppi þar sem eru tæplega 600 fjár. 

Lesa meira

Jaðarsvöllur að verða tilbúinn

Það styttist í að kylfingar taki gleði sína því hagstæð tíð gerir það að stefnt er að þvi að opna Jaðarsvöll fyrir spilamennsku n.k. mánudag 12 maí.

Lesa meira

Ný verslun Ormsson og HTH opnar á Norðurtorgi

,,Ný og glæsileg verslun Ormsson og HTH opnar á Norðurtorgi, Akureyri, í dag 8. maí. Hágæða innréttingar frá HTH ásamt fjölbreyttu úrvali raftækja frá fjölda þekktra framleiðenda fá nú að njóta sín í nýju og betra rými."  Frá þessu segir í fréttatilkynningu.  

Lesa meira

All over - á laugardag

Lokaáfanga útskriftarnema á meistarastigi í sviðslistum innan LHÍ er að ljúka og dvelur hópurinn þessa dagana í Leifshúsum og munu þau sýna fjölbreytt sviðsverk verk næsta laugardag, 10. maí, frá kl 17-19:30 í Leifshúsum og svo munu þau halda í Kaktus Gallerí. 

Lesa meira

Sýningin: Þú veist hvað þau segja um…

Föstudagskvöldið 9. maí kl. 20-22 opnar Fríða Karlsdóttir sýninguna Þú veist hvað þau segja um…Föstudagskvöldið 9. maí kl. 20-22 opnar Fríða Karlsdóttir sýninguna Þú veist hvað þau segja um… í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri.

Lesa meira

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu eldri borgara í Víðilundi

„Aldur er bara tala“ – ætti sannarlega að vera viðhorf hverrar manneskju í dag, enda viljum við búa þannig um hnútana að allir geti verið virkir og hraustir í sínu lífi, eins og framast er unnt. Aftur á móti, þegar kemur að ýmsum lykilþáttum í uppbyggingu samfélagsins, þá á sama viðhorf kannski ekki alveg við. Jú, aldur er ekkert annað en tala (sem breytist einu sinni á ári, og ekkert við það að athuga), en hópur eldri borgara á Akureyri er hins vegar ört stækkandi og það er tölfræði sem má ekki hundsa!

Lesa meira

„Vantar þig heimildir?“

Starfsfólk og stúdentar með aðgang að Scite – leiðandi rannsóknartóli með innbyggðum stuðningi við fræðslu og gervigreind.

Lesa meira

PCC BakkaSilicon hf. í óglusjó

Mbl. greinir frá þvi í morgun að útlitið með rekstur verksmiðju PCC á Bakka sé dökkt, í viðtali við blaðið segir Kári Marís Guðmunds­son, for­stjóri  PCC BakkaSilicon hf., 

Lesa meira

Samherji og Ice Fresh Seafood áberandi á Seafood Expo Global. „Allur fiskiheimurinn hittist á sama punktinum.“

Alþjóðlega sjávarútvegssýningin Seafood Expo Global í Barcelona á Spáni stendur yfir dagana 6.- 8. maí. Sýningin er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum á sviði veiða, vinnslu og sölu sjávarafurða.

Lesa meira

Vegleg gjöf Oddfellowstúkanna styrkir líknarþjónustu SAk

Þann 30. apríl sl. komu fulltrúar allra fimm Oddfellowstúkanna á Akureyri saman og færðu Sjúkrahúsinu á Akureyri rausnarlega gjöf til stuðnings við líknarþjónustu sjúkrahússins. Heildarfjárhæð peningagjafarinnar nam 1.245.000 krónum og er hún ætluð til að bæta aðstöðu í nýju aðstandendaherbergi á lyflækningadeildinni.

Lesa meira

Líflínan

Í þessari viku legg ég fram þingsályktunartillögu sem snýr að því að tryggja áframhaldandi starfsemi Janusar endurhæfingar eða tryggja sambærilega geðendurhæfingu fyrir ungmenni með fjölþættan vanda.

Lesa meira

Eyjafjarðarsveit - Katta- og hundahald

Nú er varptíminn í algleymingi og vert að minna á 15. gr. samþykktar um hunda og kattahald, en þar segir: „Eigendum og forráðamönnum katta ber að taka tillit til fuglalífs á varptíma, t.d. með því að takmarka útiveru þeirra og eftir atvikum hengja á þá bjöllu.”

Lesa meira

Akureyrarbær óskar eftir þátttakendum á Stórþing eldri borgara

Stórþing eldri borgara verður haldið í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri föstudaginn 30. maí. Markmið þingsins er að kanna viðhorf einstaklinga 60 ára og eldri til þjónustu Akureyrarbæjar og safna hugmyndum að áframhaldandi þróun þjónustunnar.

Lesa meira

Húsfriðunarsjóður Akureyrar Aðalstræti 54 og 54a fá viðurkenningu

Húsin við Aðalstræti 54 og 54a, og eigendur þeirra, hlutu viðurkenningu Húsverndarsjóðs Akureyrar árið 2025 fyrir viðgerðir á síðustu árum sem gerðar hafa verið í góðu samræmi við aldur og gerð húsanna.

Lesa meira

Bærinn getur ekki aðstoðað

Bæjarráð Akureyrar getur ekki orðið við erindi frá gönguhópnum Club 1010. Hópurinn skoraði á Akureyrarbæ að aðstoða Félag eldri borgara á Akureyri um kaup á húsnæði við Hólabraut þar sem áður var ÁTVR fyrir starfsemi félagsins.

Húsnæðið er við Hólabraut. Starfsemi Vínbúðarinnar var flutt á Norðurtorg en til stendur að selja húsið við Hólabraut.

Lesa meira

Hagnaður af rekstri Sparisjóðs Þingeyinga 179 milljónir króna

Aðalfundur Sparisjóðs Þingeyinga var haldinn 28. apríl s.l. á Fosshótel Húsavík. Rekstur Sparisjóðsins gekk vel á síðasta ári, hagnaður af starfseminni var 226 milljónir króna fyrir skatta og hagnaður eftir skatta var 179 milljónir króna. Um síðustu áramót voru heildareignir sparisjóðsins 14,7 milljarðar króna og hafa aukist um 1.553 milljónir á milli ára. Innlán voru á sama tíma um 12,8 milljarðar. Eigið fé sparisjóðsins var 1,5 milljarður í árslok og lausafjárstaða er sterk.

Lesa meira

Langþráður skeljasandur skilar sér til hafnar.

Skollans langri bið eftir skeljasandi lokið. 1250 tonnum landað í s.l. viku á Dalvík og Krossanesi og farmi ekið til 24 bænda til kölkunar við jarðvinnslu eða á tún.

Auk þess fengu bændur í S-Þing. rúm 900 tonn og 340 tonn eru á leið til Reyðarfjarðar sem fer upp á Hérað.  Mikilvægt er til að tryggja góð vaxtarskilyrði plantna með réttu sýrustigi jarðvegs þar sem ódýrasta leiðin er að nota skeljasand til kölkunar.

Lesa meira

Heitaloftsþurrkun fiskafurða á Laugum Starfsleyfi framlengt til 15. nóvember

Starfsleyfi Samherja fyrir heitaloftsþurrkun fiskafurða á Laugum í Reykjadal verður framlengt um 6 mánuði og gildir til 15. nóvember næstkomandi. Heilbrigðisnefnd Norðurlands hefur samþykkt framlengt starfsleyfi.

Lesa meira

Grófin fær styrk

Grófin Geðrækt á Akureyri hefur fengið styrk frá Rafiðnaðarsambandi Íslands upp á 500 þúsund krónur.

Lesa meira

Umgengni afleit og ásýnd verulegt lýti í umhverfinu

„Það er búið að ganga frá deiliskipulagi og framkvæmdaleyfi vegna geymslusvæðis liggur sömuleiðis fyrir. Því ætti ekkert að vera því að vanbúnaði hefja framkvæmdir við geymslusvæði og flytja þá hluti sem hafa varðveislugildi inn á svæðið í framhaldi af því,“ segir Leifur Þorkelsson framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands um ástand mála hjá fyrirtækinu Skútabergi á Moldhaugnahálsi.

Lesa meira