„Þegar við horfum á þetta glæsilega mannvirki skulum við minnast þess að Krummakot er áþreifanleg sönnun þess sem við getum áorkað þegar við vinnum saman að sameiginlegu markmiði. Hann er fjárfesting í framtíð barnanna okkar og þar með framtíð samfélagsins alls,“ sagði Erna Káradóttir leikskólastjóri á Krummakoti í Eyjafjarðarsveit sem tekin var formlega í notkun á dögunum. Krummakot varð 38 ára í liðnum mánuði.
Hjálmar Bogi Hafliðason, forseti sveitarstjórnar og málshefjandi sagði í samtali við vikublaðið að næturhiminninn væri náttúruleg, menningarleg og söguleg auðlind sem þurfi að vernda og nýta.
„Okkur fannst vinnan við ferðaskrifstofuna skemmtilegt og áhugavert verkefni,“ skrifa þeir Johan Jörundur Rask í 6. bekk og Patrekur Ingólfsson, 9. bekk Hríseyjarskóla, en nemendur í 6.-9. bekk skólans bjuggu til ferðaskrifstofu á dögunum í tengslum við þema sem var sjálfbærni og landafræði. Einnig héldu þeir nafna- og merkjasamkeppni.
Í vikunni eftir að Hringborð Norðurslóða (e. Arctic Circle Assembly) fer fram í Reykjavík dagana 16.–18. október verður 18. málþingið um heimskautarétt haldið í Nuuk á Grænlandi 22.–24. október. Málþingið er skipulagt af Háskólanum á Akureyri og Ilisimatusarfik (Háskólanum á Grænlandi).
„Þetta hefur verið allra stærsta árið okkar hjá Golfklúbbi Akureyrar hingað til. Félagsmönnum hefur fjölgað umtalsvert og aðsókn var mjög góð, mikil aukning á milli ára,“ segir Steindór Ragnarsson framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar. Haustið hefur verið milt og gott og margir kylfingar hafa nýtt sér veðurblíðuna og eru enn að. Mikið líf er á Jaðarsvelli allt árið um kring.
Þriðjudaginn 21. október kl. 16.15 heldur Jón Haukur Unnarsson, tónlistarmaður, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Mannfólkið breytist í slím. Aðgangur er ókeypis.