Umgengni afleit og ásýnd verulegt lýti í umhverfinu
„Það er búið að ganga frá deiliskipulagi og framkvæmdaleyfi vegna geymslusvæðis liggur sömuleiðis fyrir. Því ætti ekkert að vera því að vanbúnaði hefja framkvæmdir við geymslusvæði og flytja þá hluti sem hafa varðveislugildi inn á svæðið í framhaldi af því,“ segir Leifur Þorkelsson framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands um ástand mála hjá fyrirtækinu Skútabergi á Moldhaugnahálsi.