Mig langar að þakka ykkur öllum sem hafa lesið lokaorðin mín á undanförnum vikum. Það er mér sérstaklega ánægjulegt að einhverjum skuli þykja skemmtilegt að lesa það sem ég hef skrifað. En í þetta sinn ætla ég að vera bæði leiðinlegur og skrítinn. Það er mér hvort sem er tamara.
„Við höfum lengi horft til Akureyrarvallar með hátíðahöld verslunarmannahelgarinnar og nú prófum við það. segir Davíð Rúnar Gunnarsson hjá Viðburðarstofu Norðurlands sem sér um hátíðin Ein með öllu um verslunarmannahelgi á Akureyri. Samkomuhald sem var á flötinni við Leikhúsið verður fært á Akureyrarvöll. Margt sé spennandi og jákvætt við flutninginn.
Heilsueflandi heimsóknir til aldraðra á Akureyri sem Heilbrigðisstofnun Norðurlands hefur haft á sinni könnu verða lagðar niður 1. ágúst næstkomandi. HSN er með breyttu fyrirkomulagi að forgangsraða sínum verkefnum með því að beina kröftum sínum enn frekar til aldraðra einstaklinga sem í auknum mæli þurfa sérhæfða heilbrigðisþjónustu hvort sem er á heilsugæslu eða í heimahjúkrun. Velferðarráð Akureyrarbæjar hefur lýst yfir vonbrigðum með fyrirhugaða breytingu.
Bergur Elías Ágústsson, rekstrarstjóri Hafna Norðurþings segir mikla áherslu hafa verið lagða á að bæta ásýnd og að efla ímynd og gæði þjónustu hafnanna síðasta árið
Þrjár konur á besta aldri tóku sig til á dögunum og hófu að rífa upp illgresi og snyrta til við annars fallegan göngustíg sem tengir Höfðaveg og Héðinsbraut og liggur meðfram veitingastaðnum Hlöðufelli.