Fyrir marga snúast hátíðirnar um samveru ástvina, þar sem tímanum er varið saman í miðdegislúra eða púsluspil og borðaður er góður matur við hlátrasköll og gantaskap. En það komast ekki allir heim um jólin. Hvort sem það er vegna fjarlægðar, vinnu, ferðalaga eða bara óútreiknanleika lífsins, þá getur reynst einmanalegt að vera fjarri sínum nánustu á þessum tíma árs.
Björn Gíslason hefur verið ráðinn í starf verkefnastjóra atvinnuuppbygginar á Bakka við Húsavík. Hlutverk verkefnastjóra er að ýta úr vör nýjum verkefnum á Bakka við Húsavík, styðja fjárfesta með greinargóðum upplýsingum og samhæfa vinnu lykilaðila að stórum fjárfestingum á svæðinu. Björn mun hefja störf í janúar.
Hluti starfsfólks í vinnsluhúsum Samherja á Akureyri og Dalvík sótti í gær skyndihjálparnámskeið með áherslu á rétt viðbrögð í neyð og fyrstu aðstoð í skyndihjálp.