Skólahald hefur verið samfleytt á Laugum í Reykjadal allt frá árinu 1925 er Alþýðuskóli Þingeyinga hóf göngu sína. Á Laugum er því löng og rík menntahefð og í raun og veru er saga Laugaskóla menningarsaga Þingeyinga drjúgan hluta 20. aldar. Síðan þá er mikið vatn til sjávar runnið og miklar og margvíslegar breytingar hafa orðið á skólakerfinu í landinu og þá um leið skólanum á Laugum.
Kuldi og trekkur en konur og kvár létu sig ekki vanta á Ráðhústorgið á Akureyri í morgun og svöruðu með því kalli Samtaka launafólks og fjölmörgum öðrum samtökum launafólks kvenna og kvára sem höfðu kvatt til góðrar mætingar.
Stjórnvöld tala oft um mikilvægi fyrirsjáanleika í rekstrarumhverfi. Því miður stendur íslensk ferðaþjónusta frammi fyrir röð ákvarðana stjórnvalda sem ganga gegn þessari umræðu. Greinin stendur á krossgötum: annað hvort sækjum við fram, bætum gæði vöru og þjónustu, styrkjum upplifun gesta og afkomu greinarinnar – eða við förum leið aukinnar skattlagningar sem dregur úr umsvifum og skaðar íslenskt efnahagslíf. Sú leið virðist nú hafa verið valin og að sjálfsögðu fyrirvaralítið. Einnig má minna á að aukin skattprósenta skilar ekki alltaf auknum tekjum, það munu stjórnvöld því miður reka sig á.
Eftir þrjátíu ár í Bandaríkjunum ákvað Áslaug Ásgeirsdóttir að flytja heim til Íslands þar sem hún tók við embætti rektors Háskólans á Akureyri. Við settumst niður með henni til að ræða heimkomuna, nýtt hlutverk, leiðtogahlutverk kvenna í háskólasamfélaginu og framtíðarsýn HA.
Laugardaginn 25. október kl. 15-15.30 verður boðið upp á almenna leiðsögn í Listasafninu á Akureyri um sýningar Bergþórs Morthens, Öguð óreiða, og Barbara Long, Himnastigi, auk veruleikasýningarinnar Femina Fabula. Jafnframt verður fjölskylduleiðsögn um tvær fyrstnefndu sýningarnar í boði daginn eftir, sunnudaginn 26. október kl. 11-12. Aðgangur að almennu leiðsögninni er innifalinn í aðgöngumiða á safnið, en aðgangur að fjölskylduleiðsögninni er ókeypis í boði Norðurorku og að henni lokinni er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum sýninganna.