Fréttir

Viðræður eru hafnar um hugsanlegan samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar

Frá þessu segir í tilkynningu frá Samkaupum en þar sem kemur fram að s.l.  mánuði hafi Samkaup hf. og Skel fjárfestingarfélag rætt um kosti og galla hugsanlegan samruna fyrirtækjanna.

Lesa meira

Félagslegt húsnæði í Grímsey Ekkert til fyrirstöðu að selja

Velferðarráð Akureyrarbæjar sér ekkert því til fyrirstöðu að húsnæði í eigu bæjarins verði selt.

Lesa meira

25 ár frá sameiningu Einingar og Iðju

Í dag, 15. maí, eru liðin 25 ár síðan formlega var gengið frá samruna Verkalýðsfélagsins Einingar og Iðju, félags verksmiðjufólks á Akureyri. Þótt þetta sameinaða félag eigi sér þannig séð ekki langa sögu stendur það á gömlum merg því félögin eiga sér hvort um sig langa og merka sögu í baráttu verkafólks fyrir réttindum sínum. Sögu Iðju má rekja allt aftur til ársins 1936 og er stofndagur félagsins talinn 29. mars það ár. Verkalýðsfélagið Eining varð til 10. febrúar 1963 með sameiningu Verkakvennafélagsins Einingar og Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar. Rætur Einingar ná þó mun lengra aftur og má segja að fyrsta fræinu hafi verið sáð árið 1894 þegar Verkamannafélag Akureyrarkaupstaðar, hið eldra, var stofnað.

Lesa meira

Buðu upp á bakkelsi frá Suður-Ameríku

Andressa Andrade E. Andrade, Celimar Yerlin Gamboa Maturet, Feiruz Nasser Morabito, Haysmar Ledosvkaya Rangel Blanco og Fiora Alessa Pacini Barragán eru í hópi nemenda af erlendum uppruna sem hafa stundað nám í VMA í vetur, m.a. lagt stund á nám í íslensku sem öðru máli.

Lesa meira

Knattsp.deild KA dæmd til að greiða fyrrverandi þjálfara sínum tæpar ellefu milljónir

Knattspyrnudeild KA var í dag dæmd í Héraðsdómi Norðurlands eystra  til að greiða fyrrum þjálfara sínum 8,8 milljónir króna auk dráttarvaxta frá 5 nóvember 2023 vegna ágreinings aðila um túlkun á bónusgreiðslum til handa þjálfarans.  KA er einning gert að greiða málskostnað þjálfarans fyrrverandi. 

Aðspurður sagði Hjörvar Maronsson formaður knd KA að verið væri að fara yfir dóminn og vildi að öðru leyti ekki tjá sig um næstu skref.

Lesa meira

Almenn bjartsýni í ferðaþjónustu á Húsavík

Vikan fór af stað með brakandi blíðu á Húsavík og við það vaknaði ferðaþjónustan til lífsins en þrátt fyrir áskoranir sem blasa við vegna jarðhræringa á Reykjanesi, verðbólgu og hárra vaxta er jákvæðni og bjartsýn ríkjandi í greininni.

Lesa meira

Nýsköpun: Tækifæri og áskoranir þema Sjónaukans í ár

Það má búast við lífi og fjöri í Háskólanum á Akureyri í næstu viku þegar Sjónaukinn, árleg ráðstefna Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviðs HA fer fram dagana 15. og 16. maí. Ráðstefnan hefst klukkan 9 báða dagana og fer fram bæði á íslensku og ensku. Öll eru velkomin til þess að taka þátt á staðnum eða í streymi. Venju samkvæmt er dagskráin metnaðarfull og fjölbreytt með fjölda málstofa auk pallborðsumræðna sem endurspegla þema ráðstefnunnar í ár sem er Nýsköpun: Tækifæri og áskoranir.

Lesa meira

Hagnaður af rekstri Sparisjóðs Suður-Þingeyinga 205 milljónir króna

Aðalfundur Sparisjóðs Suður-Þingeyinga var haldinn 8. maí s.l. í félagsheimilinu Breiðumýri í Reykjadal.  Rekstur sparisjóðsins gekk vel á síðasta ári, hagnaður af starfseminni var 204,7 milljónir króna eftir skatta.  Um síðustu áramót voru heildareignir sparisjóðsins 13,1 milljarðar króna og hafa aukist um 840 milljónir á milli ára.  Innlán voru á sama tíma um 11,5 milljarðar. 

Eigið fé sparisjóðsins var 1,3 milljarður í árslok og lausafjárstaða er sterk.

 Í stjórn sparisjóðsins voru kjörin Andri Björgvin Arnþórsson, Elísabet Gunnarsdóttir, Eiríkur H. Hauksson, Margrét Hólm Valsdóttir og Sigríður Jóhannesdóttir. Varamenn, Bergþór Bjarnason og Pétur B. Árnason.

Stuðningur við íþróttastarf barna og ungmenna HSÞ

Á aðalfundinum var tilkynnt að Sparisjóðurinn muni styrkja íþróttastarf barna og ungmenna hjá aðildarfélögum Héraðssambands Þingeyinga (HSÞ) um samtals 11 milljónir króna á árinu. 

Nánari útfærsla verður kynnt aðildarfélögunum á næstunni.

 

Lesa meira

Samkomulag um eins árs framlengingu á samstarfsamningi bæjarins og ríkisins um menningarmál undirritaður

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, undirrituðu í gær samkomulag um eins árs framlengingu á samstarfsamningi bæjarins og ríkisins um menningarmál og gildir hún út árið 2024.

Lesa meira

Líforkuver leitar eftir búnaði til að hreinsa metan

Félagið Líforkuver ehf. var stofnað í lok síðasta árs, til að fylgja eftir áformum um uppbyggingu líforkuvers á Dysnesi.

Líforkuver ehf. hefur leitað  eftir vilja stjórnar Norðurorku til að fá að nota, þegar fram í sækir, þann búnað sem nú er nýttur til hreinsunar á metangasi, til hreinsunar á metani í fyrirhuguðu metanveri.

Ef vilji til samstarfs um þetta mál er fyrir hendi, myndi stjórn Líforkuvers ehf. bjóða Norðurorku að leggja búnaðinn inn í óstofnað félag sem hlutafé. Stjórn Norðurorku hefur tekið jákvætt í erindið að því gefnu að notkun búnaðarins verði hætt hjá Norðurorku.

Lesa meira