03. mars - 10. mars 2021
-
miðvikudagur, 03. mars
Um 400 manns eldri en 80 ára bólusett á Akureyri
„Þetta hefur allt gengið mjög vel, gott aðgengi og skipulagið er alveg til fyrirmyndar,” segir Inga Berglind Birgisdótir yfirhjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Alls bárust 720 skammtar af Pfizer bóluefni á Norðurlandið í upphafi vik... -
miðvikudagur, 03. mars
Ráðin forvarnarfulltrúi hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra
Silja Rún Reynisdóttir hefur verið ráðin sem forvarnarfulltrúi hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Lögreglan greinir frá því á Facebooksíðu sinni að forvarnarfulltrúi hafi ekki verið starfandi hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra um nokkurra ára sk...- 03.03
-
miðvikudagur, 03. mars
Bæjarstjórn samþykkir breytingu á miðbæjarskipulagi Akureyrarbæjar
Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti í gær að auglýsa endurskoðaða tillögu að breytingu á miðbæjarskipulagi. Gerðar hafa verið breytingar til að koma til móts við athugasemdir og umsagnir, auk þess sem brugðist hefur verið við niðurstöðu vindgreiningar, s...- 03.03
-
þriðjudagur, 02. mars
Vetrarhátíð við Mývatn
Vetrarhátíðin við Mývatn hefur skipað sér sess sem einn skemmtilegasti vetrarviðburður Norðurlands þar sem bæði hefðbundnar og óhefðbundnar vetraríþróttir eru stundaðar í stórbrotinni náttúrufegurð Mývatnssveitar. Hátíðin í ár fer fram þann 5.-14. Ma...- 02.03
-
þriðjudagur, 02. mars
Vilja listnámsdeild í Háskólann á Akureyri
Stjórn SSNE ákvað nýverið að listnám á háskólastigi á Akureyri yrði eitt af áhersluverkefnum samtakanna árið 2021 og samþykkti 3,7 milljóna króna fjárveitingu til að undirbúa fýsileikakönnun og málþing sem stefnt er að því að halda á vordögum. Hilda ...- 02.03
-
mánudagur, 01. mars
Leikfélag Akureyrar frumsýnir Benedikt búálf
Fjölskyldusöngleikurinn Benedikt búálfur eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson og tónlist eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson verður frumsýndur í Samkomuhúsinu laugardaginn 6. mars. Það er Leikfélag Akureyrar og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands sem standa að upps...- 01.03
-
mánudagur, 01. mars
Covid-ferðaárið
Þó svo að allir séu komnir með upp í kok á Covid-umræðu langar að rifja upp Covid ferðaárið og vangaveltur mínar sem framkvæmdastjóra lítillar ferðaskrifstofu norður í landi sem selur farmiða til fyrirtækja og einstaklinga. Fyrir rétt um ári síðan, þ...- 01.03
-
mánudagur, 01. mars
Norðlendingur vikunnar: Samlestur á Litlu Hryllingsbúðinni að hefjast
Guðrún Einarsdóttir, ólst upp á Húsavík og er menntaður íþróttafræðingur, búin með grunnnám í sjúkraflutningum og er núna að læra hjúkrunarfærði við Háskólann á Akureyri. „Ég kenndi íþróttir við Borgarhólsskóla í nokkur ár en hætti því þegar ég byrjaði í HA, samhliða náminu er ég að vinna á Dvalarheimilinu Hvammi og í sjúkraflutningum fyrir Slökkvilið Norðurþings. Síðast liðið haust tók ég við sem formaður Leikfélags Húsavíkur en var áður í stjórn leikfélagsins,“ segir hún. Í fyrra setti Leikfélag Húsavíkur upp Litlu Hryllingsbúðina sem fékk frábærar viðtökur en þá gerðist svolítið sem heitir Covid-19. Sýningarnar urðu því ekki eins margar og eftirspurnin kallaði eftir og því hefur verið ákveðið að halda áfram með sömu sýningu á þessu leikári og eru æfingar að hefjast á ný þessa dagana. Að sögn Guðrúnar er stefnt á aðra frumsýningu laugardaginn 20. mars. Guðrún er Norðlendingur vikunnar.- 01.03
-
mánudagur, 01. mars
Tjaldsvæðið við Þórunnarstræti líklega opið í sumar
Viðræður eru í gangi um að tjaldsvæðið við Þórunnarstræti á Akureyri verði opið í sumar. „Eins og staðan er núna gerum við ráð fyrir því,“ segir Tryggvi Marinósson, forstöðumaður tjaldsvæðanna á Akureyri, í svari við fyrirspurn blaðsins. Eins og fra...- 01.03
-
sunnudagur, 28. febrúar
Þjóð öfganna
Ég vil meina að við íslendingar berum að einhverjum hluta eiginleika landsins í okkur sjálfum. Kannski að hluta til arfur forfeðranna sem áttu allt sitt undir nátturunni. Þannig erum við svolítil öfgakennd. Ekki bara búum við á landi elds og ísa, hel...- 28.02
-
laugardagur, 27. febrúar
Einfaldleikinn á virkum dögum en matarstúss um helgar
Ingibjörg Isaksen, bæjarfulltrúi á Akureyri og framkvæmdastjóri Læknastofa Akureyrar, tók áskorun Helga Héðinssonar og sér um matarhornið þessa vikuna. „Ég var lengi vel kennari í Brekkuskóla og sundþjálfari en sundið hefur leikið stóran part í mínu lífi frá unga aldri. Ég var í unglingalandsliðinu og landsliðinu í sundi, þjálfaði og kenndi sund, m.a. skriðsundsnámskeið sem eru afar vinsæl hér á Akureyri. Þegar pólitíkin fór svo að taka meiri tíma varð eitthvað undan að láta og tóku þá aðrir við sundkennslunni. Dagskrá vikunnar er yfirleitt þétt skipuð hjá okkur og matseldin því oftast einföld á virkum dögum en um helgar bjóðum við oftar en ekki fjölskyldu eða vinum í mat,“ segir Ingibjörg. „Ég er þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga stóra fjölskyldu en samtals eigum við hjónin sex börn og eitt barnabarn. Á borði fjölskyldunnar er reglulega kjöt og má segja að lambalærið klikki aldrei. Því bregður því oft við um helgar að lambalæri sé skellt á grillið og stórfjölskyldunni boðið í mat. Okkur finnst afar gaman að elda góðan mat og eins að bjóða fólki í mat. Við reynum eftir fremsta megni að kaupa hráefnin úr héraði þar sem því verður við komið en við kaupum t.d. kartöflurnar okkar ýmist frá Þórustöðum eða Lómatjörn, kjöt úr héraði og veljum íslenskt grænmeti þegar það er í boði. Ég ætla að deila með ykkur uppskrift af einföldum en afar góðum réttum.- 27.02
-
föstudagur, 26. febrúar
Böðin flýta fyrir framkvæmd á göngu-og hjólastíg
Fyrirhugaðar áætlanir um byggingu baða á Ytri Varðgjá í Vaðlaheiði flýtir fyrir framkvæmdum á nýjum göngu-og hjólastíg milli Svalbarðsstrandarhrepps og Akureyrar. Þetta kemur fram í pistli Bjargar Erlingsdóttir sveitastjóra í Svalbarðsstrandarhreppi....- 26.02
-
föstudagur, 26. febrúar
Bjartsýnni eftir fund með SÍ
Tveir aðilar hafa líst yfir áhuga á að taka við rekstri ÖA- 26.02
Aðsendar greinar
-
Ragnheiður Jakobsdóttir skrifar
Covid-ferðaárið
Þó svo að allir séu komnir með upp í kok á Covid-umræðu langar að rifja upp Covid ferðaárið og vangaveltur mínar sem framkvæmdastjóra lítillar ferðaskrifstofu norður í landi sem selur farmiða til fyrirtækja og einstaklinga. Fyrir rétt um ári síðan, þ... -
Huld Hafliðadóttir skrifar
Þjóð öfganna
Ég vil meina að við íslendingar berum að einhverjum hluta eiginleika landsins í okkur sjálfum. Kannski að hluta til arfur forfeðranna sem áttu allt sitt undir nátturunni. Þannig erum við svolítil öfgakennd. Ekki bara búum við á landi elds og ísa, hel... -
Hjörleifur Hallgríms skrifar
Ánægjulegar fréttir
Þau tíðindi bárust fyrir nokkru að á vegum landshlutasamtaka sveitarfélaga og Byggðastofnunar þar, sem leitað var álits um 10 þús. manna og spurt um 40 atriði hvað varðar t.d. friðsæld, loftgæði, skólamál, atvinnuöryggi, launatekjur, húsnæðismál, net... -
Sigríður Huld Jónsdóttir, skrifar
Skiptir þessi fjórða iðnbylting einhverju máli fyrir mig?
Það eru líklega margir sem hugsa sem svo að þeir þurfi ekkert að vera að hugsa um þessa fjórðu iðnbyltingu sem stundum er talað um. Þetta sé eitthvað sem einhver annar þarf að hugsa um, sé eitthvað sem mun ekki hafa áhrif á mig eða mitt starf, bara e... -
Inga Dagný Eydal skrifar
Febrúar rósa og rjóma
Í janúar eru óvenju margir dagar miðað við aðra mánuði eða þannig virkaði það allavega í ár. Eins og svo oft áður var stökkið frá veislugleði, steikum og eftirréttum yfir í hinn magra og tilbreytingarsnauða janúar, nokkuð hastarlegt. Myrkur og kuldi ... -
Hallgrímur Gíslason skrifar
Eldri borgarar á Akureyri
Allir einstaklingar sem eru 67 ára og eldri flokkast sem eldri borgarar. Sumir eru enn á vinnumarkaði, aðrir hafa hætt störfum af fúsum og frjálsum vilja og svo eru þeir sem hafa þurft að hætta störfum vegna óhagstæðrar kennitölu. Sumir eru við góða ...
Mannlíf
-
Leikfélag Akureyrar frumsýnir Benedikt búálf
Fjölskyldusöngleikurinn Benedikt búálfur eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson og tónlist eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson verður frumsýndur í Samkomuhúsinu laugardaginn 6. mars. Það er Leikfélag Akureyrar og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands sem standa að upps... -
Norðlendingur vikunnar: Samlestur á Litlu Hryllingsbúðinni að hefjast
Guðrún Einarsdóttir, ólst upp á Húsavík og er menntaður íþróttafræðingur, búin með grunnnám í sjúkraflutningum og er núna að læra hjúkrunarfærði við Háskólann á Akureyri. „Ég kenndi íþróttir við Borgarhólsskóla í nokkur ár en hætti því þegar ég byrjaði í HA, samhliða náminu er ég að vinna á Dvalarheimilinu Hvammi og í sjúkraflutningum fyrir Slökkvilið Norðurþings. Síðast liðið haust tók ég við sem formaður Leikfélags Húsavíkur en var áður í stjórn leikfélagsins,“ segir hún. Í fyrra setti Leikfélag Húsavíkur upp Litlu Hryllingsbúðina sem fékk frábærar viðtökur en þá gerðist svolítið sem heitir Covid-19. Sýningarnar urðu því ekki eins margar og eftirspurnin kallaði eftir og því hefur verið ákveðið að halda áfram með sömu sýningu á þessu leikári og eru æfingar að hefjast á ný þessa dagana. Að sögn Guðrúnar er stefnt á aðra frumsýningu laugardaginn 20. mars. Guðrún er Norðlendingur vikunnar. -
Einfaldleikinn á virkum dögum en matarstúss um helgar
Ingibjörg Isaksen, bæjarfulltrúi á Akureyri og framkvæmdastjóri Læknastofa Akureyrar, tók áskorun Helga Héðinssonar og sér um matarhornið þessa vikuna. „Ég var lengi vel kennari í Brekkuskóla og sundþjálfari en sundið hefur leikið stóran part í mínu lífi frá unga aldri. Ég var í unglingalandsliðinu og landsliðinu í sundi, þjálfaði og kenndi sund, m.a. skriðsundsnámskeið sem eru afar vinsæl hér á Akureyri. Þegar pólitíkin fór svo að taka meiri tíma varð eitthvað undan að láta og tóku þá aðrir við sundkennslunni. Dagskrá vikunnar er yfirleitt þétt skipuð hjá okkur og matseldin því oftast einföld á virkum dögum en um helgar bjóðum við oftar en ekki fjölskyldu eða vinum í mat,“ segir Ingibjörg. „Ég er þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga stóra fjölskyldu en samtals eigum við hjónin sex börn og eitt barnabarn. Á borði fjölskyldunnar er reglulega kjöt og má segja að lambalærið klikki aldrei. Því bregður því oft við um helgar að lambalæri sé skellt á grillið og stórfjölskyldunni boðið í mat. Okkur finnst afar gaman að elda góðan mat og eins að bjóða fólki í mat. Við reynum eftir fremsta megni að kaupa hráefnin úr héraði þar sem því verður við komið en við kaupum t.d. kartöflurnar okkar ýmist frá Þórustöðum eða Lómatjörn, kjöt úr héraði og veljum íslenskt grænmeti þegar það er í boði. Ég ætla að deila með ykkur uppskrift af einföldum en afar góðum réttum. -
Margt framundan á starfsári Listasafnsins á Akureyri
Kynningarfundir var haldinn í Listasafninu á Akureyri á dögunum þar sem farið var yfir komandi starfsár, sýningaskrá ársins 2021 og hlaðvarp Listasafnsins kynnt. Einnig var farið yfir starfsemi safnsins á ársgrundvelli og hlutverk þess á tímum Covid-... -
„Leggjum mikla áherslu á gæða hráefni úr héraði“
Matgæðingur vikunnar hefur síðustu 15 ár byggt upp rekstur á Geiteyjarströnd í Mývatnssveit í ferðaþjónustu, fiskvinnslu og við sauðfjárbúskap. Hann er í dag oddviti Skútustaðahrepps og gefur kost á sér á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Þá er hann formaður Veiðifélags Mývatns og því ætti ekki að koma á óvart hvaða réttir eru galdraðir fram að þessu sinni. Matgæðingur vikunnar er Helgi Héðinsson. Helgi hefur á orði að nú gangi í garð tími sem hjúpaður er dýrðarljóma í hugum margra Norðlendinga, en nýlega hófst veiði í Mývatni eftir veiðihlé frá því í lok ágúst.
Íþróttir
-
Völsungar töpuðu naumlega á heimavelli
Blaklið Völsungs mátti þola sinn fyrsta ósigur á tímabilinu þegar lið Álftaness B kom sá og sigraði í íþróttahöllinni á Húsavík í 1. deild kvenna í blaki. -
Viktor og Aldís Kara eru íþróttafólk Akureyrar 2020
Kraftlyftingamaðurinn Viktor Samúelsson úr KFA er íþróttakarl Akureyrar árið 2020 og skautakonan Aldís Kara Bergsdóttir úr SA er íþróttakona Akureyrar 2020. Í öðru sæti voru þau Miguel Mateo Castrillo blakari úr KA og Hafdís Sigurðardóttir frjálsíþró... -
Tilnefningar til íþróttakarls og íþróttakonu Akureyrar 2020
Tilkynnt verður á miðvikudaginn næstkomandi um val á íþróttakarli og íþróttakonu Akureyrar fyrir árið 2020. -
„Mikill heiður að vera fyrirliði liðsins“
Arnór Þór Gunnarsson verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu í handbolta á HM í kvöld en Ísland mætirþá Marakkó. Framundan eru svo leikir gegn Sviss, Frakklandi og Noregi í milliriðli. Arnór er fyrirliði liðsins á mótinu en hann er einn leikreyndasti leikmaður liðsins. Arnór, sem er uppalinn Akureyringur og Þórsari, leikur með Bergischer HC í þýsku úrvalsdeildinni. Arnór er íþróttamaður vikunnar að þessu sinni og situr fyrir svörum... -
Ævintýri og lífsreynsla í Svíþjóð
Sunna Björgvinsdóttir var nýverið valin íshokkíkona ársins 2020 af stjórn Íshokkísambands Íslands. Sunna lék með Skautafélagi Akureyrar um árabil þar til hún flutti til Svíþjóðar og hefur leikið þar undanfarin misseri með Sodertelje SK og IF Troja-Ljungby með góðum árangri. Sunna var valin í landslið Íslands sem tók þátt í heimsmeistaramóti kvenna sem haldið var á Akureyri í febrúar 2020. Þar var Sunna ein af lykilkonum liðsins og skoraði fimm mörk og átti fjórar stoðsendingar. Landslið Íslands lenti í öðru sæti á mótinu og fékk silfurverðlaun. „Sunna er einstaklega jákvæð, góður liðsfélagi og er fyrirmynd margra yngri iðkennda. Sunna hefur sýnt það að hún er liði sínu og landsliði ávallt til sóma hvort sem það er í leik eða utan hans,“ segir í umsögn um Sunnu á vef Íshokkísambandsins. Sunna er Íþróttamaður vikunnar að þessu sinni.