-
fimmtudagur, 07. desember
Akureyringum býðst innan tíðar tíföldun á internethraða
Þörf fyrir öflugri nettengingar heimila eykst hratt með hverju ári. Míla mun á fyrri hluta næsta árs bjóða upp á tíföldun á internethraða á Akureyri, svokallað 10X -
miðvikudagur, 06. desember
Varmadælulausn frá Frosti í áframeldi Laxeyjar í Vestmannaeyjum
Fiskeldisfyrirtækið Laxey í Vestmannaeyjum kaupir varmadælulausn frá Kælismiðjunni Frosti fyrir fyrsta áfanga áframeldis fyrirtækisins í Eyjum og er uppsetning búnaðarins ráðgerð næsta sumar.- 06.12
-
miðvikudagur, 06. desember
Brýnt að flýta gerð hringtorgs
„Hótelbygging á umræddum stað mun vafalítið auka umferð gangandi, hlaupandi og hjólandi vegfarenda um Leirustíg,“ segir í umsögn Akureyrarbæjar sem Eyfjarðarsveit óskað eftir vegna breytinga á Aðalskipulagi sveitarfélagsins 2018 til 2030 og deiliskipulagi baðstaðar í landi Ytri-Varðgjár vegna áforma um hótelbyggingu með allt að 120 herbergjum. Skipulagsráð Akureyrarbæjar gerir ekki athugasemdir við tillögurnar en bendir á aukna umferð vegfarenda um Leirustíg í kjölfar hótelbyggingar. Því sé brýnt að Vegagerðin flýti áætluðu hringtorgi á gatnamótum Þjóðvegar 1 og Eyjafjarðarbrautar eystri og göngubrú yfir Eyjafjarðará meðfram Leirubrú. Jafnframt telur skipulagsráð mikilvægt að Eyjafjarðarsveit haldi áfram með stíginn sem verið er að leggja meðfram Leiruvegi svo ná megi öruggri tengingu yfir þjóðveginn að Vaðlaskógi, Skógarböðunum og fyrirhuguðu hóteli.- 06.12
-
miðvikudagur, 06. desember
Frost hannaði og setti upp kælibúnað í laxavinnslu Drimlu í Bolungarvík
„Þetta var í senn mjög skemmtilegt og krefjandi verkefni,“ segir Bjartmar E. Harðarson, verkefnastjóri hjá Kælismiðjunni Frosti, um kælibúnaðinn sem fyrirtækið hannaði og setti upp í Drimlu, laxavinnslu Arctic Fish í Bolungarvík. Drimla var formlega tekin í notkun 25. nóvember sl. en vinnsla hófst þar sl. sumar. Verksamningar milli Frost og Arctic Fish voru undirritaðir á Íslensku sjávarútvegssýningunni 2022 í Kópavogi. Hönnun hófst síðla sumars 2022 og síðan hófst forsmíði búnaðarins á verkstæði Frosts. Í febrúar á þessu ári hófust starfsmenn Frosts síðan handa í Bolungarvík. Verkinu var að mestu lokið sl. sumar en lokafrágangur og fínstilling kerfsins var núna á haustdögum. „Þetta verk fól í sér heildarlausn sem Frost hannaði. Það fól annars vegar í sér ammoníak/glykol sem er notað til kælingar á sjó. Sjórinn er notaður til þess að undirkæla laxinn. Hins vegar er það ísverksmiðja til framleiðslu á skelís og ísafgreiðslukerfi sem notað er til þess að ísa afurðir verksmiðjunnar fyrir flutning. Tvær kælipressur eru á staðnum sem vinna á sitt hvoru kerfinu en hafa þó sameiginlega háþrýstihlið. Kerfið er tilbúið til endurnýtingar á varma sem nýttur verður til upphitunar á verksmiðjunni í framtíðinni,“ segir Bjartmar. Gólfflötur þessarar nýju laxavinnslu Arctic Fish á hafnarsvæðinu í Bolungarvík er um 5000 fermetrar og er framleiðslugetan þar um 15 tonn af laxi á klukkustund.- 06.12
-
miðvikudagur, 06. desember
Ný netmiðja Mílu fyrir Ísland byggð upp á Akureyri
Fjarskiptafyrirtækin Míla og Farice hafa skrifað undir samning um afhendingu á útlandssambandi Farice til Mílu á Akureyri. Í kjölfar samningsins mun Míla hefja uppbyggingu nýrrar fjarskiptamiðju fyrir netumferð til og frá Íslandi á Akureyri og Farice mun bæta Akureyri við sem nýjum afhendingarstað útlandaþjónustu.- 06.12
-
þriðjudagur, 05. desember
Undirskriftalisti afhentur forsætisráðherra - fréttatilkynning Yfirlýsing varðandi núverandi ástand í Palestínu: skuldbindingar og áhyggjur
Við undirrituð, starfsfólk Háskólans á Akureyri, látum í ljós áhyggjur okkar af neyðarástandi í mannúðarmálum í Palestínu. Við fögnuðum nýlegu sjö daga vopnahléi og köllum eftir uppbyggilegum viðræðum í átt að varanlegum friði. Með stuðningsyfirlýsingunni erum við að bregðast við ákalli[1] Birzeit Háskólans í Palestínu um viðbrögð frá alþjóðaháskólasamfélaginu vegna hættunnar á þjóðernishreinsunum og þjóðarmorðum gegn palestínsku þjóðinni í óhóflegum hernaðaraðgerðum Ísraelsstjórnar í kjölfar hryðjuverkaárása Hamas samtakanna þann 7. október 2023. Við hörmum líf allra þeirra sem hafa fallið. Við erum skelfingu lostin yfir því ofbeldi sem hefur átt sér stað á Gaza undanfarnar vikur og þeim hörmulegu afleiðingum sem það hefur haft á líf óbreyttra borgara. Undanfarið hefur ofbeldi gegn Palestínumönnum á Vesturbakkanum aukist til muna. Við sem meðlimir í háskólastofnun vitum hversu mikið vald þekking og orðræða hefur í för með sér. Við teljum það vera hlutverk okkar að stuðla að réttlátari heimi og nota vettvang okkar til að tala gegn alvarlegum brotum á alþjóðlegum mannúðarlögum, í stað þess að vera hlutlausir vegfarendur. Við viðurkennum frelsisbaráttu Palestínumanna sem óaðskiljanlegan þátt í víðtækari baráttu gegn kúgun, kerfislægu ofbeldi og nýlendustefnu. Við viðurkennum rétt Palestínu og Ísraels til að lifa friðsamlega ásamt réttinum til sjálfsvarnar sem viðurkenndur er í 51. gr. stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ríki hafa þó einnig skyldum að gegna þegar kemur að sjálfsvörn sem lúta að lögmætri valdbeitingu, einkum kröfum um nauðsyn og meðalhóf og banni við hefndaraðgerðum. Enn fremur getur valdbeiting aldrei verið lögmætur grundvöllur landvinnings. Meginreglur alþjóðlegs mannúðarréttar, sem koma fram í Genfarsamningunum og viðbótarbókunum við þá og alþjóðlegum venjurétti, skulu vera virtar öllum stundum.[2] Alltaf skal vernda almenna borgara. Fréttir frá Gaza og Vesturbakkanum benda til þess að ítrekað sé brotið gegn meginreglum um nauðsyn og meðalhóf. Vísbendingar eru um að stríðsglæpir og glæpir gegn mannúð kunni að hafa verið framdir í átökunum og við fögnum rannsókn Alþjóðlega sakamáladómstólsins. Við höfum sérstakar áhyggjur af hættunni á hópmorði. Í sáttmála Sameinuðu þjóðanna um ráðstafanir gegn og refsingar fyrir hópmorðum frá 1948 er slíkt skilgreint sem hvers konar eftirfarandi verknaður, „sem framinn er í þeim tilgangi að eyða, að hluta eða í heild, þjóð-, þjóðerni-, kynþætti-eða trúarhópi, sem slíkum, a) Að drepa einstaklinga úr viðkomandi hópi; b) Að valda einstaklingum úr viðkomandi hóp alvarlegum líkamlegum eða andlegum skaða; c) Að þröngva viðkomandi hópi af ásetningi til þess að búa við lífsskilyrði sem miða að líkamlegri eyðingu hópsins eða hluta hans,; d) Að beita þvingunaraðgerðum sem miða að því að koma í veg fyrir barnsfæðingar í hópnum; e) Að flytja börn hópsins með valdi til annars hóps.“ Þar sem óhófleg viðbrögð Ísraelsstjórnar nálgast sífellt nær því að vera þjóðernishreinsun og hópmorði er það skylda okkar sem háskólafólks að afhjúpa óréttlætið með því að leita alltaf sannleikans, halda okkur frá áróðursverkum og gera þau sem hvetja til hópmorðanna og stuðningsfólk þeirra, ábyrg fyrir gjörðum sínum. Með þessari yfirlýsingu stöndum við með þeim háskólastofnunum um allan heim sem styðja frelsisbaráttu Palestínumanna, fordæma þjóðarmorð og standa ekki hljóð hjá á meðan Ísraelsstjórn beitir þúsundir óbreyttra borgara ofbeldi fyrir allra augum. Samkvæmt alþjóðalögum ber öllum ríkjum skylda til að koma í veg fyrir og vinna gegn hópmorðum.Skyldan kemur til þegar ríki komast að því, eða hefðu að jafnaði átt að komast að því, að alvarleg hætta sé á að hópmorð verði framið. Skylda ríkja fer eftir styrk og getu þeirra, sem „fer m.a. eftir landfræðilegri fjarlægð viðkomandi ríkis frá vettvangi atburðanna, og eftir styrk pólitískra tengsla, sem og tengsla af öllu öðru tagi, milli stjórnvalds þess ríkis og helstu gerenda atburðanna“.[2] Það er einnig á ábyrgð annarra ríkja að gera ráðstafanir til að koma ávallt í veg fyrir og refsa fyrir hópmorð í öllum aðstæðum. Þetta krefst þess einnig að önnur ríki og ríkisstjórnir þeirra endurskapi ekki og viðhaldi ráðandi orðræðu sem afmennskar palestínsku þjóðina og skapar réttlætingu fyrir endurteknu og markvissu ofbeldi gegn saklausum borgurum. Með þetta í huga skorum við á íslensk stjórnvöld og alþjóðasamfélagið að beita sér fyrir því að Ísraelsstjórn láti af brotum á alþjóðalögum. Brýnna aðgerða er þörf til að greiða fyrir frekari neyðaraðstoð til Gaza og stuðla að friðsamlegri lausn deilunnar til lengri tíma. Það er afar mikilvægt fyrir alþjóðasamfélagið að hafna núverandi ástandi og viðurkenna sjálfstæði og fullveldi Palestínu. Að standa aðgerðarlaus gagnvart óbreyttu ástandi viðheldur viðvarandi álagi á palestínsku þjóðina vegna hernáms Ísraelsstjórnar og viðvarandi ofbeldis, fólksflótta, skemmdarverka á mannvirkjum, mannréttindabrota, óréttmætrar valdbeitingar og hugsanlegra stríðsglæpa. [1] Genocide Convention, Article 1. [2] International Court of Justice, Application of the Convention on the Prevention and Punishment of the Crime of Genocide (Bosnia and Herzegovina v. Serbia and Montenegro) 2007, paras 430-31.1. [3] Initial reporting on the ongoing Israeli retaliatory attacks on Gaza (Reporting Period, 7-28 October 2023), https://www.alhaq.org/advocacy/22044.html- 05.12
-
þriðjudagur, 05. desember
Þú ert ekki leiðinlegt foreldri!
Síðastliðna tvo mánuði hef ég ferðast um landið og haldið rúmlega 100 fræðsluerindi um netöryggi, persónuvernd og miðlalæsi fyrir börn, ungmenni, foreldra og kennara. Á öllum þeim foreldrafundum sem ég hef sótt hafa verið samankomnir ábyrgðarfullir og samviskusamir foreldrar sem að kynna sig gjarnan sem leiðinlega foreldrið. „Hæ ég heiti Skúli og ég er svona leiðinlegt foreldri sem að setur reglur og ramma um notkun barnsins míns á tækjum og aðgangi að aldursmerktu efni.“- 05.12
-
þriðjudagur, 05. desember
Nýir stúdentagarðar rísa á háskólasvæðinu
Árið 2026 munu nýir stúdentagarðar rísa á háskólasvæðinu á Akureyri. Félagsstofnun stúdenta á Akureyri stendur fyrir samkeppni um hönnun á nýju stúdentagörðunum og mun niðurstaða liggja fyrir 22. febrúar 2024. Stúdentagarðarnir munu rísa á háskólasvæðinu en nemendum hafa staðið til boða íbúðir á vegum FÉSTA á fimm stöðum í bænum. Lögð er áhersla á aðlaðandi umhverfi og bjartar íbúðir fyrir nemendur skólans. Jóhannes Baldur Guðmundsson, framkvæmdastjóri FÉSTA, áætlar að nýju námsgarðarnir muni bjóða upp á um 60 til 70 einstaklingsherbergi, um 40 tveggja herbergja íbúðir og 20 stúdíóíbúðir og ættu þá að geta búið um 150-170 stúdentar á þessum námsgörðum. Félagsstofnun stúdenta á Akureyri var stofnuð árið 1988 og var fyrsta byggingin reist við Skarðshlíð 46. Fyrstu stúdentarnir fluttu inn árið 1989 eða fyrir 34 árum. Í dag rekur FÉSTA námsgarða í 8 byggingum á 5 stöðum í göngufæri frá Háskólanum á Akureyri.- 05.12
-
mánudagur, 04. desember
Komin er út bókin Fornihvammur í Norðurárdal
Fornihvammur er í Mýrasýslu í sveitarfélaginu Borgarbyggð. Það sýnir mikilvægi leiðarinnar yfir Holtavörðuheiði að fyrsta verkefni Fjallvegafélagsins var að gangast fyrir byggingu sæluhúss á þessum stað árið 1831, og einnig að leiðin um Holtavörðuheiði væri vörðuð. Fornihvammur var eyðibýli þegar sæluhúsið er reist, en reis aftur 1845 og þar var samfelld mannvist til 1977.- 04.12
Aðsendar greinar
-
María Silvía Garðarsdóttir Pálmar Hafþórsson skrifar
Nýir stúdentagarðar rísa á háskólasvæðinu
Árið 2026 munu nýir stúdentagarðar rísa á háskólasvæðinu á Akureyri. Félagsstofnun stúdenta á Akureyri stendur fyrir samkeppni um hönnun á nýju stúdentagörðunum og mun niðurstaða liggja fyrir 22. febrúar 2024. Stúdentagarðarnir munu rísa á háskólasvæðinu en nemendum hafa staðið til boða íbúðir á vegum FÉSTA á fimm stöðum í bænum. Lögð er áhersla á aðlaðandi umhverfi og bjartar íbúðir fyrir nemendur skólans. Jóhannes Baldur Guðmundsson, framkvæmdastjóri FÉSTA, áætlar að nýju námsgarðarnir muni bjóða upp á um 60 til 70 einstaklingsherbergi, um 40 tveggja herbergja íbúðir og 20 stúdíóíbúðir og ættu þá að geta búið um 150-170 stúdentar á þessum námsgörðum. Félagsstofnun stúdenta á Akureyri var stofnuð árið 1988 og var fyrsta byggingin reist við Skarðshlíð 46. Fyrstu stúdentarnir fluttu inn árið 1989 eða fyrir 34 árum. Í dag rekur FÉSTA námsgarða í 8 byggingum á 5 stöðum í göngufæri frá Háskólanum á Akureyri. -
Sunna Hlín Jóhannesdóttir bæjarfulltrúi Framsóknar á Akureyri skrifar
Hvert er sveitarfélagið að stefna?
Sveitarfélög landsins eru að ljúka fjárhagsáætlanagerð þessa dagana í ástandi sem einkennist af háum vöxtum, verðbólgu og óvissutímum á vinnumarkaði. Hvert er þá hlutverk sveitarfélaganna? Sýnum aðhald og ábyrgð Til að ná niður verðbólgunni þurfa allir að leggja lóð sitt á vogarskálarnar. Sveitarfélög þurfa að sýna aðhald, varkárni í gjaldskrárhækkunum og álögum á íbúa og fyrirtæki, varast þenslu í framkvæmdum og um leið verja heimilin fyrir gríðarlegum hækkunum. Auðvitað hafa sveitarfélögin, rétt eins og heimilin, fundið fyrir bæði verðbólgu og vaxtahækkunum. Tekjur þeirra hafa hins vegar á sama tíma aukist töluvert í gegnum útsvar. Hvað gerir Akureyrarbær? Fjárhagsáætlun Akureyrar er um margt athyglisverð. Við erum að sjá miklar hækkanir á gjaldskrám, eða 9% að jafnaði. Þá leggur meirihlutinn til óbreytta fasteignaskattsprósentu, þrátt fyrir 22.1% hækkun á fasteignamati milli ára. Ekki á að sýna aðhald eða gefa eftir í framkvæmdum. Þvert á móti er stefnt á lántöku vegna nýrra fjárfestinga upp á rúman milljarð í A-hluta og það í háu vaxtaumhverfi. Þrátt fyrir mikil uppbyggingaráform er ekki verið að vinna að því með sama krafti að taka á móti nýjum íbúum, og þannig auka tekjur sveitarfélagsins til lengri tíma litið. Sem dæmi á að draga úr fjárveitingum til nýbyggingu gatna um 5.5% þrátt fyrir þá staðreynd að nú þegar hefur orðið mikil seinkun á að fyrstu lóðir í Móahverfi verði byggingarhæfar. Í núverandi vaxtaumhverfi munu verktakar eðlilega halda að sér höndum en sveitarfélögin mega samt ekki tefja fyrir íbúðauppbyggingu. Ef þau gera það, þá mun það aðeins valda áframhaldandi spennu á íbúðamarkaði þegar vextir taka að lækka og byggingarfyrirtækin fara að hugsa sér til hreyfings að nýju. Hættan er að við sitjum aftur uppi með lóðaskort á Akureyri og verðum af uppgangi og hagvexti fyrir okkar sveitarfélag. Það má ekki gerast, við höfum ákveðnum skyldum að gegna þegar kemur að húsnæðisuppbyggingu í landinu og full ástæða til að sýna stórhug í þeim efnum. Ekki tekin afstaða til fjármagns í nýja atvinnustefnu Að endingu finnst okkur bæjarfulltrúum Framsóknar miður að ekki hafi verið tekin afstaða til tillögu okkar þess efnis að sett yrði fjármagn í nýja atvinnustefnu Akureyrarbæjar en þetta er í annað sinn sem því er hafnað. Mikilvægt er að við horfum til framtíðar og setjum okkur markmið um hvert við viljum stefna sem sveitarfélag til lengri tíma. Eitt af þeim verkefnum er að vinna metnaðarfulla stefnu í verðmætasköpun í samstarfi við atvinnulífið, stofnanir, frumkvöðla, íþróttahreyfinguna, menningarstofnanir og ferðaþjónustuaðila. Sunna Hlín Jóhannesdóttir oddviti Framsóknar á Akureyri -
Inga Hildur Jóhannsdóttir skrifar
Býður þú alheiminum með þér upp í sófa á kvöldin?
Lífið í nútímanum veltur sífellt meira á utanaðkomandi þáttum. Upplýsingaflæðið umlykur allt sem við gerum hvort sem það er í vinnu, skóla eða í frítíma. Við réttlætum stöðuga nálægð og viðveru í snjalltækjum þannig að hægt sé að ná í okkur öllum stundum „það verður að vera hægt að ná í mig ef eitthvað skyldi koma upp á,“ heyrist gjarnan. Margir eru smeykir við að missa af símtali, skilaboðum, uppfærslum, viðburðum, afmælisdögum eða að láta fréttir fram hjá sér fara. Kannski er tilfinning fólks í dag sú að það þurfi alltaf að hafa svörin á reiðum höndum og vera á tánum. -
Hallur Örn Guðjónsson skrifar skrifar
Finna upp hjólið aftur, nema núna ferhyrnt.
Nú stendur til að breyta til í sorpmálum á landsvísu. Allir íbúar landsins verða skikkaðir til að fá tvær tvöfaldar tunnur við heimili sín til að flokka. Almennt sorp, lífrænt, pappír og plast. Þar sem ég hef unnið í 23 ár við sorphirðu á Akureyri og nærsveitum og geri enn hef ég nokkrar athugasemdir.
Mannlíf
-
„Það er greinilega þörf á þessu“
Frískápurinn á Húsavík slær í gegn -
Úthlutun úr Menningar-og viðurkenningarsjóði KEA í 90 skipti
KEA afhenti styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins þann 1. desember og fór styrkúthlutunin fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri nú síðdegis. Var þetta í 90. skipti sem veitt er úr sjóðnum. Úthlutað var tæplega 24,7 milljónum króna til 60 aðila. Styrkúthlutun tók til þriggja flokka samkvæmt reglugerð sjóðsins: Menningar- og samfélagsverkefna, Íþrótta- og æskulýðsfélaga og Ungra afreksmanna. -
Tvær nýjar sýningar á Listasafni
Tvær sýningar verða opnaðar í Listasafninu á Akureyri á laugardag, 2. desember kl. 15, annars vegar sýning Sigurðar Guðjónssonar, Hulið landslag, og hins vegar sýningin Safn: Hildigunnur Birgisdóttir og verk úr safneign. Á opnunardegi kl. 15.40 verður listamannaspjall um báðar sýningar. Sigurður Guðjónsson er þekktur fyrir magnþrungin vídeóverk, þar sem mynd, hljóð og rými mynda órofa heild. Hann beinir einkum sjónum að virkni margs konar tækjabúnaðar, þar sem áhorfandinn er lokkaður inn í heim sefjandi endurtekningar, takts og reglu og mörk hins mannlega og vélræna verða óljós. Safn: Hildigunnur Birgisdóttir og verk úr safneign Hin sýningin varð til þannig að safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, Hlynur Hallsson, leitaði til Jóns B. K. Ransu, sýningarstjóra, um að setja saman sýningu úr safneigninni, sem þá leitaði til myndlistarkonunnar Hildigunnar Birgisdóttur til að vinna sjónrænt með safneignina – í raun eins og að um hvert annað hráefni væri að ræða. Hildigunnur er þekkt fyrir að nota söfnun og skrásetningu sem hluta af listsköpunarferlinu. -
Agnes og Ólöf Norðurljósin 2023
Agnes Emma Charlesdóttir Guanci, sex ára, og Ólöf Birna Kristjánsdóttir, níu ára, voru valdar Norðurljósin 2023, hæfileikakeppni sem haldin var í tengslum við jólatónleikana Jólaljós og lopasokkar -
Líf og fjör á Degi sjúkrahússins
Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) ásamt starfsfólki sjúkrahússins stóðu fyrir Degi sjúkrahússins á Glerártorgi sl. laugardag milli kl. 14:00 og 16:00. Stjórnarmenn í Hollvinasamtökum SAk gengu um og söfnuðu nýjum félagsmönnum og margir nýttu sér boð um að láta starfsfólk SAk mæla hjá sér blóðþrýsting, súrefnismettun og púls. Síðast en ekki síst komu fjölmörg börn með uppáhaldsleikfangið sitt í læknisskoðun og ýmsar aðgerðir. Hollvinir SAk eru vel á þriðja þúsund talsins og fjölgaði um nokkra tugi um helgina. „Við viljum fjölga þeim enn frekar á næstu mánuðum, því 6.000 króna árgjald félagsmanna er sá grunnur sem Hollvinir SAk byggja starfsemi sína á,“ segir Jóhannes G. Bjarnason, formaður stjórnar Hollvinasamtakanna.
Íþróttir
-
Golfklúbbur Akureyrar ,,Nú skal hafist handa"
Það var glatt á hjalla á Jaðri síðdegis í gær þegar um 100 félagsmenn mættu og voru viðstaddir þegar Gísli Bragi Hjartarson, heiðursfélagi GA, tók fyrstu skóflustunguna af viðbyggingu sem mun rísa vestan við klúbbhúsið og hýsa inniaðstöðu GA. -
„Þetta var rosalega skemmtileg upplifun“
-Segir Hildur Sigurgeirsdóttir frá Húsavík sem vann tvö bronsverðlaun á Heimsleikum Special Olympics -
Ný 100 km hlaupaleið í fjallahlaupinu Súlur Vertical
Leiðin hefur fengið nafnið Gyðjan sem vísar til upphafsstaðar hlaupaleiðarinnar sem er við Goðafoss. -
Þúsundir á Akureyri vegna fótboltamóta
N1-fótboltamót drengja var sett á hádegi í dag og stendur fram á laugardag og Pollamót Samskipa fer fram á föstudag og laugardag -
Góður gangur hjá Golfklúbbi Akureyrar
Óhætt er að fullyrða að góður gangur sé hjá Golfklúbbi Akureyrar um þessar mundir. Jaðarsvöllur hefur að sögn þeirra sem best til þekkja sjaldan eða aldrei verið jafn góður og er óhætt að segja að fólk kunni vel að meta því mikið er spilað á vellinum þessa dagana og á tíðum komast færri að en vilja.