-
föstudagur, 09. júní
Amtsbókasafnið ekki bara bækur
Það er óhætt að segja að starfsfólkið á Amtsbókasafninu á Akureyri sé fullkomlega ófeimið við að fara út fyrir hefðbundið starfssvið bókasafna og tekst þeim með því að auðga starfið mjög. -
föstudagur, 09. júní
Margvíslegt hlutverk bráðamóttöku SAk
Markmið bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri er að veita bestu mögulegu þjónustu hverju sinni. Öllum sem þangað leita er forgangsraðað samkvæmt ESI-kerfi (e. Emergency Severity Index). Markmiðið með forgangsflokkuninni er að meta ástand sjúklinga sem leita á bráðamóttöku fljótt og á kerfisbundinn hátt.- 09.06
-
föstudagur, 09. júní
Þórir Tryggvason heiðraður með gullmerki ÍBA á formannafundi ÍBA þann 8.júní 2023
Formannafundur ÍBA var haldinn í Teríunni í Íþróttahöllinni á Akureyri 8.júní 2023 þar sem saman komu formenn og framkvæmdastjórar aðildarfélaga ÍBA ásamt stjórn ÍBA, fulltrúum fræðslu- og lýðheilsuráðs og forstöðumanni íþróttamála á Akureyri. Við fengum til okkar nokkra góða gesti sem fræddu okkur um áhugaverð málefni og verkefni sem framundan eru og loks var Þórir Tryggvason ljósmyndari heiðraður fyrir hans óeigingjarna starf sem ljósmyndari í þágu íþrótta á svæðinu.- 09.06
-
föstudagur, 09. júní
Rask en kemur okkur til góða
Á heimasíðu Norðurorku eru framkvæmdir sem nú standa yfir í Löngumýri útskýrðar með einföldum og skýrum hætti. Niðurstaðan eftir lesturinn er, jú rask en kemur okkur til góða.- 09.06
-
fimmtudagur, 08. júní
Villi Páls heiðraður af Landsbjörgu
Á aðalfundi björgunarsveitarinnar var Villa Páls veitt heiðursviðurkenning Slysavarnarfélagsins Landsbjargar fyrir störf sín í þágu björgunarstarfa og slysavarna.- 08.06
-
fimmtudagur, 08. júní
Breytingaskeiðið – kvennaviðburður í Stórutjarnaskóla
Grein eftir Maríu Sigurðardóttur- 08.06
-
fimmtudagur, 08. júní
Fjórir gerðir að heiðursfélaga Þórs á 108 ára afmæli félagsins
Árni Óðinsson, Páll Jóhannesson, Þóroddur Hjaltalín og Þröstur Guðjónsson voru í gær allir sæmdir heiðursfélaganafnbót í Íþróttafélaginu Þór á samkomu í tilefni af 108 ára afmæli félagsins.- 08.06
-
fimmtudagur, 08. júní
Áslaug Ásgeirsdóttir er ötul við kjólasaum
Kjólar sem Áslaug Ásgeirsdóttir hefur saumað vöktu óskipta athygli á vorsýningu eldri borgara í Sölku, félagsmiðstöð í Víðilundi nýverið. Áslaug á talsvert af kjólum sem hún hefur saumað, líklega á milli 30 og 40 og gengur í þeim við hin ýmsu tækifæri. Hún gerir gjarnan nýjan kjól til að klæðast áður en hún fer á tónleika.- 08.06
-
fimmtudagur, 08. júní
Kvennakórinn Embla flytur perlur frá barrokktímanum ásamt hljómsveit og einsöngvurum nk. laugardagskvöld
Laugardagskvöldið 10 .maí 2023 verður Stabat mater eftir Pergolesi og Gloria eftir Vivaldi flutt á tónleikum í Glerárkirkju. Flytjendur eru Kvennakórinn Embla, Barrokksveit Akureyrar og einsöngvarar eru Helena Guðlaug Bjarnadóttir, Erla Dóra Vogler og Sigrún Hermannsdóttir.Stjórnandi er Roar Kvam.- 08.06
Aðsendar greinar
-
María Sigurðardóttir skrifar
Breytingaskeiðið – kvennaviðburður í Stórutjarnaskóla
Grein eftir Maríu Sigurðardóttur -
Ingibjörg Isaksen skrifar
Ræða Ingibjargar Isaksen við Eldhúsdagsumræður
Virðulegi forseti, kæra þjóð Ég vil nýta tækifærið hér á eldhúsdegi til að ræða viðkvæmt og eldfimt málefni, málefni sem nauðsynlegt er að við horfumst í augu við. -
Ingólfur Sverrisson skrifar
ÞANKAR GAMALS EYRARPÚKA
Barátta íslensku þjóðarinnar fyrir réttlæti og sjálfstæði fólst lengst af í því að berjast gegn áhrifum Dana og annarra útlendinga sem gerðu sig oft á árum áður seka um kúgun og yfirgang af ýmsu tagi. Réttlætisbaráttan fór víða fram og lögðu stjórnmálamenn, listamenn og almenningur sitt fram til að ná því markmiði að allir landsmenn byggju við frelsi og jafnrétti.
Mannlíf
-
Amtsbókasafnið ekki bara bækur
Það er óhætt að segja að starfsfólkið á Amtsbókasafninu á Akureyri sé fullkomlega ófeimið við að fara út fyrir hefðbundið starfssvið bókasafna og tekst þeim með því að auðga starfið mjög. -
Kvennakórinn Embla flytur perlur frá barrokktímanum ásamt hljómsveit og einsöngvurum
Kvennakórinn Embla flytur perlur frá barrokktímanum ásamt hljómsveit og einsöngvurum. Laugardagskvöldið 10 .maí 2023 verður Stabat mater eftir Pergolesi og Gloria eftir Vivaldi flutt á tónleikum í Glerárkirkju. Flytjendur eru Kvennakórinn Embla, Barrokksveit Akureyrar og einsöngvarar eru Helena Guðlaug Bjarnadóttir, Erla Dóra Vogler og Sigrún Hermannsdóttir. Stjórnandi er Roar Kvam. Miðasala verður við innganginn. Miðaverð er kr 5000 og er posi á staðnum. Einnig verður geisladiskur Kvennakórsins, Íslenskar söngperlur, til sölu við innganginn og kostar kr 3500. Diskurinn kom út í lok árs 2022 og er ófáanlegur í verslunum. Pergolesi samdi Stabat mater við latneskt miðaldarljóð og fjallar verkið um sorg Maríu meyjar við krossfestingu sonar síns. Verkið var síðasta tónverk hans og er af mörgum talið hans besta verk. Gloria eftir Vivaldi er eitt vinsælasta kórverk allra tíma og var upprunalega samið fyrir blandaðan kór en verður hér flutt í útsetningu fyrir kvennakór og strengjasveit og orgel. Verkið er byggt á bæninni Gloria in excelsis Deo frá fjórðu öld. Segir i tilkynningu frá kórnum -
Magnaður dagur á Kerlingu
Gönguklúbburinn 24x24 er hópur fólks sem hefur það sameiginlegt að hafa ástríðu á fjallamennsku og útivist. Aðra hverja helgi ganga þau í 24x24 ert á eitthvert fjallið, en aðalgönguferð félagsins er Glerárdalshringur sem er gengin aðra helgi í júlí ár hvert. -
„Klofvega situr hann á atómbombu“ - Spurningaþraut #11
Hér er spurt um fleyg orð og ýmslegt fleira -
Rannsókn á algengi svefnvandamála barna:
„Algengi svefnvandamála barna.“ er viðamikil rannsókn sem Sjúkrahúsið á Akureyri leiðir. Nú er vika þar til gagnasöfnun lýkur en í dag eru 363 börn skráð í rannsóknina. Fyrstu niðurstöður gefa til kynna að kæfisvefn meðal barna sé algengara vandamál en fyrri rannsóknir hafa gefið til kynna en alls hafa 75þátttakendur með meðal- eða alvarlegan kæfisvefn mætt í skoðun og eftirfylgni hjá háls-, nef- og eyrnalækni, barnalækni og tannréttingasérfræðingi á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk).
Íþróttir
-
Fjórir gerðir að heiðursfélaga Þórs á 108 ára afmæli félagsins
Árni Óðinsson, Páll Jóhannesson, Þóroddur Hjaltalín og Þröstur Guðjónsson voru í gær allir sæmdir heiðursfélaganafnbót í Íþróttafélaginu Þór á samkomu í tilefni af 108 ára afmæli félagsins. -
Skrifað undir viðbótarsamning um uppbyggingu á KA-svæðinu
Í hádeginu í dag var skrifað undir viðbótarsamning milli Akureyrarbæjar og KA vegna uppbyggingar á KA svæðinu. Haustið 2019 kom út skýrsla vinnuhóps á vegum bæjarstjórnar Akureyrar um forgangsröðun við uppbyggingu íþróttamannvirkja. Í skýrslunni kemur fram að brýnast þyki að reisa hús á félagssvæði Nökkva. Það hefur nú verið tekið í notkun. Frágangur á félagsaðstöðu í Skautahöll Akureyrar var næst í forgangsröðinni en þær framkvæmdir eru vel á veg komnar. Uppbygging á nýjum gervigrasvelli og stúku á KA svæðinu var númer þrjú á listanum en samningur um þá uppbyggingu var undirritaður í desember 2021 eins og komið hefur fram. Með undirritun samningsins í dag var tekinn til viðbótar sú framkvæmd sem raðaðist í fjórða sæti í forgangs-skýrslunni frá 2019, það er félagsaðstaða, búningsklefar og æfingaaðstaða á KA-svæðinu. -
Golfklúbbur Akureyrar tekur við rekstri golfvallarins á Siglufirði
Á dögunum var undirritaður samningur milli Golfklúbbs Akureyrar og Siglo Golf um rekstur golfvallarins á Siglufirði. Golfklúbbur Akureyrar mun reka golfvöllinn eins og hér segir og mun hann vera einn af völlum félagsins. Samið hefur verið við Barðsmenn ehf um daglega umhirðu vallarins svo sem slátt og þess háttar. Barðsmenn munu einnig sjá um rekstur golfskálans og taka þar vel á móti gestum vallarins. -
KA er Íslandsmeistarar í blaki karla
KA tryggði sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla þegar liðið lagði lið Hamars frá Hveragerði 3-1 í hrinum en leikið var í KA heimilinu. Þetta var fjórða viðreign liðanna í þessari úrslitarimmu. KA vann þrjár þeirra en lið Hamars sem var ríkjandi Íslandsmeistari eina. Þetta er í sjöunda skiptið sem KA fagnar Íslandsmeistaratitlinum í blaki karla. -
Greifinn gerir styrktarsamning við Hafdísi Sigurðardóttur hjólreiðakonu
Hafdís átti ótrúlegu gengi að fagna á síðasta keppnisári og er ríkjandi Íslands og bikarmeistari í bæði götuhjólreiðum og tímatöku kvenna auk þess sem hún var valin Íþróttakona Akureyrar og Hjólreiðakona Íslands. ”Við á Greifanum viljum standa við bakið á Hafdísi enda mikilvægt að fyrirtækin í bænum styðji við afreksfólkið okkar og hefur Hafdís sýnt það og sannað að hún er ekki einungis afbragðs keppnismanneskja heldur frábær fyrirmynd sem hefur eflt hjólreiðar á svæðinu og hvatt aðra áfram til árangurs” segir í tilkynningu. Hafdís segir það gríðarlega mikilvægt fyrir sig að jafn þekkt og öflugt fyrirtæki og Greifinn velji að verða bakharl hjá sér enda ærinn kostnaður að vera íþróttamaður á landsbyggðinni. Svo er Greifinn líka mathöll útaf fyrir sig, frábær matur fyrir keppni og eftir. Hafdís er er að fara að keppa á Reykjanesi á fyrstu bikarmótum sumarsins um helgina og óskum við henni góðs gengis.