Hrafnagilsbúið í Eyjafjarðarsveit var eitt af 12 hrossaræktarbúum sem fagráð í hrossarækt valdi til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, sem ræktunarbú ársins. Þetta kemur fram á vefsíðu Eyjafjarðarsveitar.
Bestu ákvarðanirnar eru teknar þegar við sjáum heildarmyndina. Til að sjá heildarmyndina verðum við að horfa út fyrir nærumhverfi okkar og sjá landið allt, fólkið allt. Núverandi ríkisstjórn virðist þó ekki vera alveg sammála þessu sjónarmiði. Hún sér landið okkar í gegnum þröngan glugga höfuðborgarinnar. Þetta hefur þær afleiðingar að dregið er sífellt úr þjónustu á landsbyggðinni, fjármunum er frekar beint að þéttbýlinu og reglur settar án þess að spurt sé hvernig þær snerta fólk sem býr og starfar utan höfuðborgarsvæðisins.
Norðurorka vekur athygli á svikapósti með fyrirsögninni Val á raforkusala, þar sem tilkynnt er um ógreiddan rafmagnsreikning. Í framhaldinu er viðtakanda boðið að smella á greiðslusíðu og slá inn kóða sem fylgir póstinum til að ganga frá greiðslu.
„Akureyrarflugvöllur er mikilvæg innviða- og atvinnuuppbygging fyrir allt Norðurland eystra og raunar fyrir landið í heild. „Með eflingu flugs um Akureyri skapast ný tækifæri fyrir ferðaþjónustu, útflutning, erlendar fjárfestingar og tengsl við alþjóðamarkaði sem nýtast landinu öllu,“ segir í ályktun sem Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, SSNE samþykktu á haustþingi sínu.
Sigurður Eyjólfur er stúdent við Sálfræðideild Háskólans á Akureyri og gaf út sína fyrstu bók á árinu sem ber heitið „Ég er ekki fullkominn“. Bókin fjallar um hamlandi kvíða sem Sigurður hefur tekist á við í gegnum árin.Hann kynnti bókina í Pennanum Eymundssyni á Akureyri síðasta fimmtudag, þar sem viðtökur voru afar hlýjar.