11 - 18 maí 2022
-
mánudagur, 16. maí
Meirihlutaviðræður hafnar á Akureyri
Bæjarlisti Akureyrar, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hefja formlegar meirihlutaviðræður um myndun meirihluta í sveitarstjórn bæjarins. -
mánudagur, 16. maí
Íþróttin er að lognast út af
Bogfimideild Íþróttafélagsins Akurs býr við bágborna æfingastöðu Einungis hægt að halda úti lágmarksstarfi fyrir afreksfólk og nýliðar komast ekki að „Þetta er deyjandi íþrótt hér í bænum, því miður höfum við enga aðra möguleika núna en að halda úti lágmarksstarfi fyrir okkar afreksfólk. Engir aðrir komast að, en við finnum fyrir miklum áhuga og marga langar að prófa, en aðstaða sem við höfum nú leyfir það því miður ekki,“ segir Alfreð Birgisson í bogfimideild Íþróttafélagsins Akurs á Akureyri. Félagið hefur nú til umráða 4 brautir í aðstöðu Skotfélagsins í kjallara Íþróttahallarinnar og einungis í tvo tíma í senn seinni part virkra daga. Bogfimi hefur verið stunduð innan Akurs í einhverjum mæli allt frá stofnun félagsins. Alfreð segir að árangur og ástundun hafi um tíðina verið mismikil, hún hafi ekki síst staðið og fallið með því hve góðar aðstæður hægt er að bjóða upp á við æfingar. Greinin sé þess eðlis að hún eigi erfitt uppdráttar í venjulegum íþróttasal, nema með fylgi aðstaða til að geyma búnað. Þannig hafði Akur aðstöðu í íþróttahúsi Glerárskóla til að byrja með og með í kaupunum fylgdi geymslurými fyrir boga og búnað. Hrun í fjölda iðkenda Félagið fékk snemma árs 2018 til afnota húsnæði í Austursíðu, þar sem nú er Norðurtorg og hentaði að einkar vel til bogfimiiðkunar. Afnotin fékk félagið gegn vægu afnotagjaldi, bærinn greidd einnig félagið 600 þúsund krónur á ári í styrki sem fóru upp í kostnað við leiguna. „Það var eins og við manninn mælt, um leið og við gátum boðið upp á góða aðstöðu fór starfið að eflast og dafna,“ segir Alfreð. „Það var mikill metnaður lagður í það að hálfu stjórnar og þjálfara að byggja greinina upp og þegar mest var veturinn 2019 til 2020 voru á milli 70 og 80 virkir iðkendur að æfa með félaginu. Árangur lét ekki á sér standa, innan félagsins kom upp hver afreksíþróttamaðurinn á fætur öðrum sem unnið hafa til fjölda verðlauna bæði á mótum hér innanlands og utan.“ Fjöldi iðkenda nú er á bilinu 10 til 12 manns. Félagið missti aðstöðu sína í Austursíðu, það varð ljóst strax haustið 2019 að ekki yrði þar um framtíðaraðstöðu að ræða. Alfreð segir að þá strax hafi fulltrúar frá Akureyrarbæ og Íþróttabandalagi Akureyrar, ÍBA verið upplýstir um þá stöðu sem við blasti. Málinu var vísað til frístundaráðs og leit hafin að hentugu húsnæði og hefur sú leit staðið yfir svo til óslitið síðan en án árangurs. Það sem í boði var reyndist félaginu ofviða, enda félagið ekki með mikið fé til að greiða leigu. Bærinn hefði því þurft að leggja fram myndarlega rekstrarstyrki eða þá að finna aðrar leiðir til að fjármagn leigu á æfingahúsnæði. Gremjulegt að þurfa að vísa áhugasömum nýliðum frá- 16.05
-
- 15.05
-
sunnudagur, 15. maí
Meirihlutinn heldur velli í Norðurþingi
B- listi Framsóknar og félagshyggju er stærstur í Norðurþingi með 31,6% atkæða og heldur sínum þremur fulltrúum- 15.05
-
sunnudagur, 15. maí
Átta nýjir bæjarfulltrúar á Akureyri
Bæjarlistinn fékk flest atkvæði á Akureyri, 18,7 prósent greiddra atkvæða og þrjá bæjarfulltrúa en voru áður með tvo.- 15.05
-
laugardagur, 14. maí
Norðanátt fær 20 milljónir
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra, undirritaði í gær samstarfsyfirlýsingu um verkefni sem styður við nýsköpun með áherslu á loftslagsmál og hringrásarhagkerfið í tengslum við sóknaráætlanir sveitarfélaga- 14.05
-
föstudagur, 13. maí
Bambahús og gróðurkassar við Reykjahlíðarskóla
ambahúsið inniheldur 1000 lítra IBC tank sem kallast bambar. Notkun gróðurhússins stuðlar að eflingu hringrásarhagkerfisins þar sem endurnýttar eru vökvaumbúðir sem annars væru fluttar úr landi og urðaðar.- 13.05
-
föstudagur, 13. maí
Hjá L-listanum er Akureyri í 1. sæti
Við erum heppin, að fólkið sem er í efstu sætum L-listans er tilbúið að ljá okkur krafta sína og er með þá sýn, sem L-listinn hefur alltaf haft: Akureyri er númer eitt.- 13.05
-
föstudagur, 13. maí
Aðeins 3% af Framkvæmdasjóði ferðamannastaða á Norðurland eystra
Alls hlutu 54 verkefni styrki- 13.05
Aðsendar greinar
Mannlíf
-
„Það eru ótrúlegir töfrar sem eiga sér stað þegar æfingaferlið byrjar“
- segir Karen Erludóttir leikstjóri -
Lundaskóli sigraði Fiðring á Norðurlandi
Yfir 100 nemendur í áttunda, níunda og tíunda bekk frá átta skólum á Akureyri og nærsveitum stigu á svið. Þetta var í fyrsta sinn sem Fiðringur er haldinn en hann er að fyrirmynd Skrekks í Reykjavík og Skjálftans á Suðurlandi. -
Ellefu ný tónverk frumflutt á vel heppnuðum tónleikum
Kristín Sóley Björnsdóttir, verkefnastjóri Upptaktins og viðburðastjóri Menningarhússins Hofs segir tónleikana hafa tekist afar vel -
Hljóðs bið ek allar helgar kindir
Þórir Jóhannsson, kontrabassaleikari og Ingunn Hildur Hauksdóttir, píanóleikari flytja tónlist eftir Zoltán Kodály, Giovanni Bottesini, Max Bruch, Árna Egilsson, Karólínu Eiríksdóttur og Þórð Magnússon -
Heiðaraðar fyrir áratuga starf í þágu samfélagsins
Kvenfélag Húsavíkur kom saman í síðustu viku til að heiðra þær félagskonur sem eru eða verða 80 ára á árinu
Íþróttir
-
Arna Eiríksdóttir í Þór/KA
Arna Eiríksdóttir verður tvítug á árinu og á að baki nokkur ár í meistaraflokki og komin með talsverða reynslu á þeim vettvangi -
Framkvæmdir hafnar á KA-svæðinu
Fyrsta skrefið í framkvæmdum er jarðvegsvinna þangað sem færa á núverandi gervigras. -
Þóra Pétursdóttur nýr formaður Þórs
Miklar breytingar á aðalstjórn Þórs -
KA er deildarmeistari í blaki kvenna
Framundan er 4 liða úrslitakeppni og mæta deildarmeistararnir liði Þróttar-Fjarðabyggðar í fyrstu umferð -
Baldur Sigurðsson snýr aftur í Völsung
Baldur á í safni sínu tvo Íslandsmeistaratitla og fimm bikartitla auk þess sem hann vann 2.deild með Völsungi árið 2003