-
föstudagur, 03. febrúar
N4 óskar eftir gjaldþrotaskiptum
Fjölmiðlafyrirtækið N4 ehf. hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum eftir að tilraunir til að tryggja framtíð fyrirtækisins báru ekki árangur. -
föstudagur, 03. febrúar
Engin slasaðist alvarlega þegar rúta fór útaf
Engin alvarleg slys urðu á fólki þegar rúta fór út af Ólafsfjaðrarvegi skammt frá Múlagöngum, Ólafsfjarðarmegin.- 03.02
-
föstudagur, 03. febrúar
N4 kveður
Þessi tilkynning birtist rétt í þessu á heimasíðu N4. ,,Fjölmiðlafyrirtækið N4 ehf. hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum eftir að tilraunir til að tryggja framtíð fyrirtækisins báru ekki árangur.”- 03.02
-
föstudagur, 03. febrúar
Leikfélag VMA frumsýnir Bót og betrun í kvöld
Leikfélag VMA frumsýnir farsann Bót og betrun í Gryfjunni í VMA í leikstjórn Sögu Geirdal Jónsdóttur, í kvöld kl. 20.- 03.02
-
- 03.02
-
fimmtudagur, 02. febrúar
Slippurinn eflir starfsemina
Slippurinn Akureyri hefur sett á laggirnar vöruþróunarsetur, þar sem sérhæfðir starfsmenn munu vinna að hönnun og þróun margvíslegra tæknilausna í matvælavinnslu. Undirbúningur að stofnun vöruþróunarsetursins hefur staðið yfir í um eitt ár. Páll Kristjánsson framkvæmdastjóri Slippsins segir nýsköpunar- og þróunarstarf lykilinn að framþróun félagsins á komandi árum. Verkefni vöruþróunarsetursins verði fjölbreytt, sem komi til með að skila afurðum á markað og opna nýjar dyr að frekari verkefnum Mikilvægi þekkingar og samvinnu Starfsemi Slippsins hefur tekið verulegum breytingum á undanförnum árum og mikil áhersla er lögð á nýsköpun. „Starfsfólk Slippsins hefur sýnt og sannað að það er í fremstu röð á sínu sviði í þjónustu við alþjóðlegan sjávarútveg, enda hafa tekjur félagins vegna erlendra verkefna vaxið mjög. Auðvitað munum við áfram leggja ríka áherslu á heildarlausnir í hönnun, þróun og endurnýjun á skipum og búnaði þeirra, Slippurinn er fremsta þjónustustöð skipa á Íslandi og mun vera það áfram. Hérna starfa um 150 manns en einnig erum við í samstarfi við fjölmörg fyrirtæki til þess að geta boðið upp á heildarlausnir í matvælavinnslu. Hraðinn í vöruþróun er mikill og við slíkar aðstæður sannast mikilvægi þekkingar og samvinnu. Vöruþróunarsetrinu er einmitt ætlað að vera öflugur hlekkur í þeirri mikilvægu keðju,“ segir Páll Kristjánsson. Rökrétt skref Slippurinn keypti í júlí sl. fasteignir, vélar, tæki og hluta hönnunar Martaks í Grindavík, sem hefur frá stofnun verið leiðandi á sviði tæknilausna fyrir rækjuiðnaðinn og á síðustu árum sinnt sambærilegum lausnum fyrir vinnslu á hvítfiski. „Vöruþróunarsetrið er rökrétt skref í þá átt að sækja fram, enda hefur verkefnum í landvinnslu fjölgað mikið hjá okkur á undanförnum misserum. Ég nefni í þessu sambandi gríðarlega uppbyggingu í fiskeldi víðs vegar um land, sem við munum kappkosta að þjónusta og koma að nýsmíði, sem og í annarri matvælavinnslu. Þegar eru í gangi vöruþróunarverkefni sem lúta að vinnslu á bæði hvítfiski og eldisfiski og í vöruþróunarsetrinu verður meðal annars horft til þess að þróa tæknilausnir Martaks enn frekar sem og að samþættingu vörulína, svo sem hugbúnaðarstýringar og fleira. Við sjáum sömuleiðis fyrir okkur aukið samstarf við frumkvöðla og aðra aðila sem koma að vöruþróun með einum eða öðrum hætti.“ Góð uppskera Allur vinnslubúnaður Slippsins er markaðssettur undir vörumerkinu „DNG by Slippurinn“ og svo er einnig um framleiðsluna og þjónustuna í Grindavík. „Opnun vöruþróunarsetursins er risastórt framfaraskref og ég bind miklar vonir við starfsemina, enda hefur öflugur hópur starfsfólks Slippsins lagt mikinn metnað í allan undirbúning. Þetta er lausnamiðaður hópur með fjölbreyttan bakgrunn og ég er ekki í vafa um að uppskeran verður ríkuleg, enda jarðvegurinn frjór,“ segir Páll Kristjánsson framkvæmdastjóri Slippsins.- 02.02
-
fimmtudagur, 02. febrúar
Norðurþing hættir samstarfi við Qair Iceland
Þann 24. mars 2021 gerði sveitarfélagið Norðurþing samkomulag við Qair Iceland ehf. sem heimilaði Qair að hefja rannsóknir á vindafari á landsvæði NA við Húsvíkurfjall, en landsvæðið er í eigu Norðurþings.- 02.02
-
fimmtudagur, 02. febrúar
Akureyri - Álagning fasteignagjalda 2023
Álagningu fasteignagjalda er lokið hjá Akureyrarbæ og eru álagningarseðlar aðgengilegir fasteignaeigendum í þjónustugátt sveitarfélagsins og á island.is.- 02.02
-
fimmtudagur, 02. febrúar
Tónleikar á Græna hattinum í kvöld
Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur stenda nú fyrir árvekni- og fjáröflunarátaki. Liður í átakinu er að fara hringinn í kringum landið og vera með Lífið er núna tónleika.- 02.02
Aðsendar greinar
-
Egill Páll Egilsson skrifar
Allt var betra í gamla daga… eða ekki!
Miðaldra maður skrifar fortíðarraus -
Ladies Circle klúbburinn á Húsavík skrifar
Mæðra- og ungbarnavernd fær góða gjöf
Ladies Circle 5 er klúbbur á Húsavík þar sem konur á aldrinum 18-45 ára funda mánaðarlega yfir vetrartímann, og eiga notalega stund saman. Við erum hluti af alþjóðlegu félagasamtökunum Ladies Circle og því erum við með gott tengslanet innanlands og erlendis. Við sækjum sameiginlega fundi út um allt land tvisvar sinnum á ári og okkur stendur einnig til boða að sækja fundi erlendis. Í klúbbnum okkar hér á Húsavík er fjölbreyttur hópur af konum, en við erum 17 talsins -
Þóroddur Hjaltalín skrifar
Það er enginn leikur án dómara
Þann 09.12.22 hófst Kjarnafæðimótið í knattspyrnu. Mótið er mikilvægur þáttur í undirbúningi liða á Norður og Austurlandi ár hvert. Leikirnir fara fram á Húsavík, Boganum og á Greifavellinum. -
Ingólfur Sverrisson skrifar
„Meiri niðurlægingu gat enginn veiðimaður lent í“
Ingólfur Sverrisson skrifar Þanka gamals Eyrarpúka
Mannlíf
-
Tvær opnanir í Listasafninu á Akureyri: Ragnar Kjartansson – The Visitors og safnsýningin Ný og splunkuný
Laugardaginn 4. febrúar kl. 15 verður opnuð sýning á verki Ragnars Kjartanssonar, Gestirnir / The Visitors í Listasafninu á Akureyri. Jafnframt verður opnuð safnsýningin Ný og splunkuný, en þar má sjá nýleg verk úr safneign Listasafnsins. -
„Ég hlustaði á þetta síðar og þá var þetta eins og ég hélt, bara negla“
Einar Óli Ólafsson, tónlistarmaður frá Húsavík tók þátt í Idol á Stöð 2 sem nú stendur yfir. Hann komst í 18 manna -
Chicago frumsýnt í kvöld
Með aðal hlutverk fara Jóhanna Guðrún, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Margrét Eir, Björgvin Franz Gíslason, Arnþór Þórsteinsson og Bjartmar Þórðarson. Með önnur hlutverk fara Jónína Björt Gunnarsdóttir, Ahd Tamimi, Elma Rún Kristinsdóttir, Kata Vignisdóttir, Anita Þorsteinsdóttir og Molly Carol Birna Mitchell. -
„Við sníðum stakk eftir vexti, það er ekkert mál“
-segir Guðrún Jónsdóttir en Rauðakrossbúðin á Húsavík leitar nú að húsnæði enn og aftur -
Leikfélag Akureyrar frumsýnir söngleikinn Chicago í Samkomuhúsinu
„Langþráður draumur minn að rætast, að setja upp Chicago, einn flottasta söngleik allra tíma,“ segir Marta Nordal leikstjóri sýningarinnar og leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar
Íþróttir
-
Hafdís Sigurðardóttir og Nökkvi Þeyr Þórisson íþróttakona og íþróttakarl Akureyrar 2022
Nökkvi Þeyr Þórisson KA og Hafdís Sigurðardóttir Hjólreiðafélagi Akureyrar eru íþróttakarl og Íþróttakona Akureyrar árið 2022 en kjörinu var lýst í Hofi nú síðdegis. -
Hestamannafélagið Léttir- Uppskeruhátíð barna og unglinga
Hestamannafélagið Léttir hélt á dögunum velheppnaða fjölmenna uppskeruhátíð barna og unglinga en félagið státar af flottum duglegum krökkum sem standa sig mjög vel. -
Rífandi stemning þegar Ísland tryggði sig í milliriðil HM
Myndaveisla í boði Jóns Forbergs -
Alfreð Birgisson er bikarmeistari BFSÍ í trissuboga
Bikarmótaröð Bogfimisambands Íslands (BFSÍ) 2022-2023 lauk í dag á síðasta bikarmóti BFSÍ á tímabilinu. Alfreð Birgisson úr ÍF Akur á Akureyri var krýndur bikarmeistari BFSÍ í trissubogaflokki í dag -
Sveinn Margeir framlengir við KA út 2025
Sveinn er 21 árs gamall en hefur þrátt fyrir ungan aldur verið í stóru hlutverki í meistaraflokksliði KA frá komu sinni í félagið árið 2019. Á nýliðnu tímabili steig hann enn stærra skref og var í algjöru lykilhlutverki er KA endaði í 2. sæti Bestu deildarinnar og fór í undanúrslit Mjólkurbikarsins