-
laugardagur, 25. mars
Um 7.700 bílar í flotanum á komandi sumri og hafa aldrei verið fleiri
Við eigum ekki von á öðru en að árið verði mjög gott, bókunarstaðan hefur aldrei verið betri miðað við árstíma. Árið í fyrra var það besta sem við höfum séð í okkar rekstri og við munum sennilega aldrei ná slíku ári aftur,“ segir segir Steingrímur Birgisson forstjóri Hölds- Bílaleigu Akureyrar. „Þetta ár lítur engu að síður vel út, en kostnaður hefur vaxið mjög mikið þannig að við náum ekki sama árangri í ár. Gangi áætlanir eftir og komi ekkert óvænt uppá þá verður árið mjög gott.“ Fleiri bílar en áður verða í flotanum sem þjónustar ferðalanga á ferðum þeirra um Ísland á komandi sumri, og verður heildarflotinn allt að 7.700 bílar. -
laugardagur, 25. mars
Úrslit ráðast á Kjarnafæðismótinu i fótbolta, allur aðgangseyrir rennur til Krabbameinsfélags Akureyrar
KA og Þór mætast í úrslitaleik Kjarnafæðismótsins í Boganum kl. 20:00 í kvöld. Aðgangseyrir er aðeins 500 kr. og rennur hann óskiptur til Krabbameinsfélags Akureyrar. Það er alltaf líf og fjör á vellinum þegar þessi félög mætast og því má búast við góðri skemmtun fyrir lítið fé og ekki er verra að um leið að styrkja starf Krabbameinsfélagsins.- 25.03
-
laugardagur, 25. mars
Lilja Alfreðsdóttir Menningar-viðskipta og ferðamálaráðherra í heimsókn á Iðnaðarsafnið
Á Facebooksíðu Iðnaðarsafnsins er sagt frá heimsókn Lilju Alfreðsdóttur Menningar-viðskipta og ferðamálaráðherra á safnið í gær.- 25.03
-
laugardagur, 25. mars
Sneru vörn í sókn í kjölfar faraldurs
Bókasafnið á Húsavík stendur fyrir Líflegum laugardögum- 25.03
-
föstudagur, 24. mars
Erum við öll nakin?
Ég dáist að fólki sem geislar af sjálfstrausti án drambs og derrings. Fólki sem elskar lífið, horfir í augun á öðrum, gefur sig á tal, spyr frétta, sýnir öðrum áhuga. Þessi framkoma er fátíð og eftirtektarverð. Sífellt fleiri hverfa inn í sjálfa sig, ganga um með lífið í lúkunum (símann), líta varla upp og bíða eftir næstu skilaboðum, myndskeiði sem skiptir þau engu máli. Gerviveröldin er að gleypa okkur fyrir opnum tjöldum. Og fjöldi fólks klappar!- 24.03
-
föstudagur, 24. mars
Jónatan Magnússon tekur við sem nýr þjálfari IFK Skövde
Samkvæmt frétt á heimasíðu KA í morgun hefur Jónatan Þór Magnússon verið ráðin þjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Skövde frá samnefndum bæ í Suðvestur hluta Svíþjóðar. Skövde er sem stendur í fimmta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar en alls leika fjórtán lið í efstu deild þar í landi. ,,Þetta er afar spennandi skref fyrir Jonna en Skövde er afar sterkt lið sem stendur í 5. sæti úrvalsdeildarinnar í Svíþjóð um þessar mundir. Eins og áður segir hefur Jonni stýrt liði KA frá árinu 2019 en hann hefur á sama tíma verið yfirþjálfari yngri flokka KA og KA/Þórs frá árinu 2016 og verið lykilmaður í gríðarlegri uppbyggingu á yngri flokka starfi félagsins en fjölmargir titlar hafa unnist á undanförnum árum á sama tíma og fjöldi iðkenda hefur vaxið mikið." Segir orðrétt á heimasíðu KA.- 24.03
-
föstudagur, 24. mars
Mun unga fólkið okkar fjárfesta í húsnæði í Móahverfi?
Akureyrarbær auglýsir nú útboð lóða í fyrsta áfanga Móahverfis og fagna ég því að sjá þar birtast áherslur Framsóknarfólks í húsnæðismálum. Í samræmi við rammasamning ríkis og sveitarfélaga þar sem kveðið er á um að 30% húsnæðis eigi að vera hagkvæmt húsnæði eru sett skilyrði um að 20% af þeim íbúðum sem byggðar verði í fjölbýlishúsnunum eigi að falla undir skilmála hlutdeildarlána.Eins og sakir standa þá eru forsendur lánanna reyndar brostnar hér á Akureyri vegna gríðarlegrar hækkunar á fasteignaverði. Hins vegar er í gangi endurskoðun á skilmálum hlutdeildarlána og mikilvægt að henni verði lokið sem fyrst.- 24.03
-
föstudagur, 24. mars
Nýr Björgunarbátur á leið til Húsavíkur
Báturinn er 11 metra af gerðinni Rafnar Sjöfn- 24.03
-
fimmtudagur, 23. mars
Göngu- og hjólastígur meðfram Leiruvegi í útboði
Hafist verður handa við gerð göngu- og hjólastígs meðfram Leiruvegi að norðanverðu í sumar. Verkið hefur verið boðið út og verða tilboð opnuð eftir helgi.- 23.03
Aðsendar greinar
-
Þorgímur Þráinsson skrifar skrifar
Erum við öll nakin?
Ég dáist að fólki sem geislar af sjálfstrausti án drambs og derrings. Fólki sem elskar lífið, horfir í augun á öðrum, gefur sig á tal, spyr frétta, sýnir öðrum áhuga. Þessi framkoma er fátíð og eftirtektarverð. Sífellt fleiri hverfa inn í sjálfa sig, ganga um með lífið í lúkunum (símann), líta varla upp og bíða eftir næstu skilaboðum, myndskeiði sem skiptir þau engu máli. Gerviveröldin er að gleypa okkur fyrir opnum tjöldum. Og fjöldi fólks klappar! -
Gunnar Níelsson skrifar
Fréttatilkynning Höldur - Bílaleiga Akureyrar komin með yfir 500 rafbíla í flotann.
Höldur - Bílaleiga Akureyrar tók á dögunum við fimmhundraðasta rafbílnum í bílaflota sinn. Hreinum rafbílum fyrirtækisins hefur fjölgað hratt síðustu ár og er það í takt við áherslur fyrirtækisins um að vera ávallt í fararbroddi í umhverfismálum og leiðandi í orkuskiptum. -
Gunnar Níelsson skrifar
Fréttatilkynning Hver hlýtur Eyrarrósina 2023?
Í átjánda sinn auglýsa Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Icelandair nú eftir umsóknum um Eyrarrósina. Viðurkenningin er veitt framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni sem hefur fest sig í sessi. Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 miðvikudaginn 13. apríl. Meðal fyrri verðlaunahafa má nefna Þjóðlagahátíðina á Siglufirði, Bræðsluna á Borgarfirði eystra, Skaftfell, Frystiklefann á Rifi, Aldrei fór ég suður, Ferska vinda í Garði, List í ljósi á Seyðisfirði, Skjaldborg á Patreksfirði og nú síðast brúðuleikhúsið Handbendi á Hvammstanga. Eyrarrósarhafinn hlýtur 2,5 milljón króna peningaverðlaun, gert verður myndband um verkefnið og því gefinn kostur á því að standa að viðburði á aðaldagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2024. Að auki verða veitt þrenn hvatningarverðlaun Eyrarrósarinnar til verkefna sem hafa verið starfrækt í minna en þrjú ár. Hver hvatningarverðlaun eru 750 þúsund krónur. Allar nánari upplýsingar um fyrirkomulag Eyrarrósarinnar og umsóknareyðublað má finna á heimasíðu Listahátíðar: www.listahatid.is/eyrarrosin -
Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar
Verkalýðshreyfing á krossgötum -Landsfundur VG laugardaginn 18. mars 2023
Aðalsteinn Baldursson formaður Framsýnar á Húsavík flutti í gær ávarp á Landsþingi VG sem vakið hefur mikla athygli Vefurinn hefur fengið margar áskoranir um það hvort ekki væri hægt nálgast ávarpið og birta á vefnum. Höfundur gaf sitt samþykki Ágæta samkoma Takk fyrir að bjóða mér að koma hér í dag og tala um stöðuna í verkalýðshreyfingunni. Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að mikil átök hafa verið innan hreyfingarinnar, átök sem ekki sér fyrir endann á. Framundan er þing Alþýðusambands Íslands en þinghaldinu var frestað vegna óeiningar og klofnings á reglulegu þingi þess í október á umliðnu ári. Ákveðið var að boða til framhaldsþings í apríl og ljúka þingstörfum.
Mannlíf
-
Lilja Alfreðsdóttir Menningar-viðskipta og ferðamálaráðherra í heimsókn á Iðnaðarsafnið
Á Facebooksíðu Iðnaðarsafnsins er sagt frá heimsókn Lilju Alfreðsdóttur Menningar-viðskipta og ferðamálaráðherra á safnið í gær. -
Mun unga fólkið okkar fjárfesta í húsnæði í Móahverfi?
Akureyrarbær auglýsir nú útboð lóða í fyrsta áfanga Móahverfis og fagna ég því að sjá þar birtast áherslur Framsóknarfólks í húsnæðismálum. Í samræmi við rammasamning ríkis og sveitarfélaga þar sem kveðið er á um að 30% húsnæðis eigi að vera hagkvæmt húsnæði eru sett skilyrði um að 20% af þeim íbúðum sem byggðar verði í fjölbýlishúsnunum eigi að falla undir skilmála hlutdeildarlána.Eins og sakir standa þá eru forsendur lánanna reyndar brostnar hér á Akureyri vegna gríðarlegrar hækkunar á fasteignaverði. Hins vegar er í gangi endurskoðun á skilmálum hlutdeildarlána og mikilvægt að henni verði lokið sem fyrst. -
Glænýtt Vikublað kemur út í dag
Að venju kennir ýmissa grasa í blaði dagsins. Hrísey og Grímsey koma við sögu og samgöngur við eyjarnar. Höldur Bílaleiga Akureyrar átti gott ár í fyrra, það besta í sögunni og útlitið gott fyrir yfirstandandi ár. Þar á bæ er í óða önn verið að huga að orkuskiptum bílaflotans, 26% flotans eru raf- eða vistvænir bílar. -
List, lyst og list - skemmtilegasti góðgerðaviðburður vorsins!
Sunnudaginn 26. mars býður Ladies Circle 7 Akureyringum og nærsveitungum til myndlistar, matarlystar og tónlistarviðburðar í sal Rauða krossins, Viðjulundi 2, milli kl. 15-18. Á staðnum verður sýning og þögult uppboð á ýmsum listmunum og handverki og rennur allur ágóði óskert til verkefnis Rauða krossins, Stuðningur við flóttafólk. -
Fjársjóður í myndum Péturs
Stundum er sagt að hlutir hafi tilhneigingu til að fara í hringi. Þegar Pétur heitinn Jónasson ljósmyndari var að undirbúa og byggja íbúðarhús og aðsetur fyrir ljósmyndastofu á Stóragarði 15 byrjaði hann á að fá rými á fjórðu hæð í Kaupfélagshúsinu og útbjó þar framköllunaraðstöðu. Sem nýttist vel þangað til ljósmyndastofan varð tilbúin og opnaði á Stóragarðinum. Þar var hún starfrækt þangað til í fyrra og eins og margir þekkja, vel búin tækjum og þekkingu varðandi myndir og myndatengda þjónustu, í takt við fáanlega tækni á hverjum tíma.
Íþróttir
-
Úrslit ráðast á Kjarnafæðismótinu i fótbolta, allur aðgangseyrir rennur til Krabbameinsfélags Akureyrar
KA og Þór mætast í úrslitaleik Kjarnafæðismótsins í Boganum kl. 20:00 í kvöld. Aðgangseyrir er aðeins 500 kr. og rennur hann óskiptur til Krabbameinsfélags Akureyrar. Það er alltaf líf og fjör á vellinum þegar þessi félög mætast og því má búast við góðri skemmtun fyrir lítið fé og ekki er verra að um leið að styrkja starf Krabbameinsfélagsins. -
Jónatan Magnússon tekur við sem nýr þjálfari IFK Skövde
Samkvæmt frétt á heimasíðu KA í morgun hefur Jónatan Þór Magnússon verið ráðin þjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Skövde frá samnefndum bæ í Suðvestur hluta Svíþjóðar. Skövde er sem stendur í fimmta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar en alls leika fjórtán lið í efstu deild þar í landi. ,,Þetta er afar spennandi skref fyrir Jonna en Skövde er afar sterkt lið sem stendur í 5. sæti úrvalsdeildarinnar í Svíþjóð um þessar mundir. Eins og áður segir hefur Jonni stýrt liði KA frá árinu 2019 en hann hefur á sama tíma verið yfirþjálfari yngri flokka KA og KA/Þórs frá árinu 2016 og verið lykilmaður í gríðarlegri uppbyggingu á yngri flokka starfi félagsins en fjölmargir titlar hafa unnist á undanförnum árum á sama tíma og fjöldi iðkenda hefur vaxið mikið." Segir orðrétt á heimasíðu KA. -
Snjókross í Mývatnssveit - Myndaveisla
AMS lynx snjókrossið fór fram í Mývatnsveit um helgina á Vetrarhátið Mývatnssveitar -
KA Kjörísbikarmeistarar í blaki kvenna 2023
KA stelpur tryggðu sér rétt í þessu sigur í Kjörísbikarkeppni Blaksambands Íslands þegar liðið sigraði lið HK örugglega 3-0 í hrinum en úrslit í hverri hrinu voru sem hér segir 25-15, 25-8 og 25 23. Þetta er annað árið í röð sem lið KA hrósar sigri i bikarkeppninni Vefurinn óskar KA innilega til hamingju. -
Völsungur - Þjálfarar ráðnir á mfl. karla í knattspyrnu
Græni herinn Facebook síða tileinkuð knattspyrnudeild Völsungs segir frá þvi í kvöld að ráðnir hafi verið þjalfarar á karlalið félagsins í knattspyrnu. Í tilkynningu Völsungs segir: Knattspyrnuráð Völsungs hefur gengið frá samningi við nýtt þjálfarateymi hjá meistaraflokki karla og er okkur mikil ánægja að kynna það til leiks.