Um helgina var máluð þrívíddargangbraut yfir Listagilið á móts við Listasafnið. Sambærileg gangbraut hefur áður verið máluð á Ísafirði og hlotið talsverða athygli.
Á morgun, fimmtudaginn 19. júní fara fram aðrir upphitunartónleikar af þremur fyrir menningarhátíðina Mannfólkið breytist í slím. Tónleikarnir fara fram á Akureyri Backpackers þar sem fram koma Drinni & The Dangerous Thoughts, Oscar Leone og DJ Mamalón
Börn á leikskólanum Klöppum fara mikið í Kvenfélagsreitinni. Þeim þykir ruslið og mikið og steininn tók út þegar poki með hundakúk fannst á svæðinu. Þau biðja bæjarstjóra um að redda rusladalli á svæðið.
Ár hvert fer fram glæsilegt kvennakvöld Þórs og KA og afhenti kvennakvöldsnefndin kvennaliðum félaganna veglega styrki á mánudaginn í leikhléi í leik Þórs/KA og Breiðabliks í Boganum. Hver deild fékk í ár styrk að upphæð 1,5 milljónir sem kemur sér ansi vel í rekstri liðanna okkar.