-
laugardagur, 07. september
Miklar endurbætur á gömlu heimavist Þelamerkurskóla í gangi
Miklar framkvæmdir hafa verið í gangi í Hörgársveit undanfarin misseri sem miða að því að styrkja innviði sveitarfélags þar sem íbúafjölgun hefur verið mikil hin síðari ár. Gagngerar endurbætur standa yfir á gamla heimavistarhúsnæði Þelamerkurskóla og var nú við upphaf skólaárs tekið í notkun nýtt rými þar fyrir unglingadeild skólans. Áður eða í fyrrahaust var enn ein nýja byggingin tekin í notkun við Heilsuleikskólann Álfastein. Þar var horft til framtíðar, pláss er fyrir 90 börn en þau eru kringum 70 um þessar mundir. Stærstu vinnustaðir sveitarfélagsins eru í leik- og grunnskólanum, en þar eru starfsmenn nú samtals 51. Í Hörgársveit búa nú 866 íbúar og er að því stefnt að þeir verði 1001 í það minnsta um mitt ár 2026. -
laugardagur, 07. september
Umhverfisvænni kostir fundust ekki fyrir nýjan ferlibíl
Leitað verður eftir nýjum ferlibíl fyrir Strætisvagna Akureyrar sem gengur fyrir dísel orkjugjafa og uppfyllir að lágmarki Euro 6 mengunarstaðal. Ekki fundust aðrir umhverfisvænni kostir segir í bókun umhverfis- og mannvirkjaráðs.- 07.09
-
laugardagur, 07. september
Fataslá sett upp í MA - Kaupum sjaldnar, kaupum notað
Nú má finna fataskiptislá framan við bókasafn Menntaskólans á Akureyri. Fólki er frjálst að koma með fatnað og/eða taka af sláni eftir því hvað hentar hverju sinni. Í tilkynningu frá umhverfisnefnd skólas segir að textíliðnaðurinn sé einn sá umfangsmesti í heimi og að honum fylgi gríðarleg mengun og umhverfisspjöll.- 07.09
-
föstudagur, 06. september
Nýtt stjórnsýsluhús á Laugum tilbúið
Í dag var merkilegur áfangi í sögu Þingeyjarsveitar þegar nýtt stjórnsýsluhús á Laugum var formlega tilbúið. Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri fékk lyklana afhenta við óformlega athöfn í haust blíðunni. Húsið mun hýsa skrifstofu sveitarfélagsins og þar verða einnig rými sem fyrirtæki, stofnanir og einyrkjar geta nýtt sér. Vonast er til þess að húsið verði iðandi af lífi, suðupottur hugmynda og verkefna þar sem allir eru velkomnir- 06.09
-
föstudagur, 06. september
Grýtubakkahreppur, Norðurþing og Þingeyjarsveit - Ekki innheimt gjald fyrir ávexti
Ekki verður innheimt gjald fyrir þjónustu mötuneytis Grenivíkurskóla við nemendur skólans fá og með haustinu 2024. Allur matur sem börnin fá í skólanum, morgunmatur, hádegisverður, ávextir eða annað er gjaldfrjáls. Áður var innheimt eitt gjald fyrir allan mat.- 06.09
-
föstudagur, 06. september
Síðuskóli 40 ára
Eins og fram hefur komið var því fagnað í gær að þá voru 40 liðin frá þvi að Síðuskóli á Akureyri tók til starfa.- 06.09
-
föstudagur, 06. september
Áætlað að slátra um 88 þúsund fjár á Húsavík
Sláturtíð hófst hjá Kjarnafæði Norðlenska á Húsavík í fyrradag. Áætlað er að hún standi yfir til loka október, ljúki 31. þess mánaðar og á þeim tíma er gert ráð fyrir að slátra á bilinu 87.500 til 88.000 fjár.- 06.09
-
fimmtudagur, 05. september
Ekkert ferðaveður á Mývatnsöræfum
Lögreglan á Norðurlandi eystra segir á Facebooksíðu embættisins frá illviðri á Mývatnsöræfum og er færslan svohljóðandi: ,,Lögreglunni á Norðurlandi Eystra voru að berast upplýsingar um mjög slæmt verður á Mývatnsöræfum. Sandstormur og ofsarok. Malbik er að flettast af veginum vestan við Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði. Ökumenn hafa leitað vars með bíla sína á aðeins skjólsælli stöðum. Lögreglumenn sem fóru um svæðið fyrir skammri stundu óskuðu þess að vegfarendur yrðu upplýstir með þessar aðstæður ef nokkur kostur væri. Vegagerðin er einnig að setja inn viðvörun um hættulegar aðstæður á veginum vegna veðurs, á sinn vef í þessum töluðu orðum. Látið endilega vini og kunningja vita ef þið vitið af ferðum fólks þarna efra. Bíðið af ykkur veðrið og fylgist með veðurspá og færð.”- 05.09
-
fimmtudagur, 05. september
Sólin skín og vindur blæs
Það er óhætt að segja sem svo að það blási ansi hressilega hér i bæ enda hefur samkvæmt mælum Veðurstofu Íslands vindhraðinn slegið í 27 metra hér í kviðum og þó aðeins hafi lægt s.l. klukkustundina eru enn 10 metrar á klst og fer i 20 metra í kviðum.- 05.09
Aðsendar greinar
-
Sindri Kristjánsson, varabæjarfulltrúi og foreldri tveggja grunnskólabarna skrifar
Grunnskólarnir okkar allra
Um þessar mundir er sá tími ársins þar sem skólarnir okkar fyllast aftur af börnum eftir hið langa, íslenska sumarfrí. Þetta er að mörgu leyti yndislegur tími, samfélagsmiðlar fyllast af myndum af misstórum brosandi börnum sem eru öll að hefja nýjan áfanga í sínu lífi, hvort sem það er að hefja nám í grunnskóla eða framhaldsskóla, flytjast upp um bekk eða jafnvel setjast á háskólabekk. Foreldrar og forráðamenn allir að rifna úr stolti, réttilega því börnin okkar eru jú eitt það allra dýrmætasta sem við eigum. -
Heimir Örn Árnason Hulda Elma Eysteinsdóttir Hlynur Jóhannsson skrifar
Akureyrarbær gerir vel við barnafólk og tekjulágar fjölskyldur
Að undanförnu hefur því verið haldið fram af fulltrúum minnihlutans í bæjarstjórn Akureyrar að sveitarfélagið hlunnfari fjölskyldufólk. Því fer fjarri. Staðreyndin er sú að þær breytingar sem gerðar hafa verið á gjaldskrá og afsláttarkjörum í leik-og grunnskólum sveitarfélagsins hafa orðið til þess að tekjulágt fjölskyldufólk ætti að hafa töluvert meira á milli handanna en áður var. Enn fremur hefur verið samþykkt að lækka þær gjaldskrár sem snúa að börnum og viðkvæmum hópum frá 1. september nk. eins og samkomulag við sveitarfélögin kvað á um í tengslum við kjarasamninga og alltaf stóð til að gera. Allt tal um að sveitarfélagið hafi ekki ætlað að taka þátt í því verkefni eru orðin tóm og beinlínis rangfærslur sem líklega er ætlað að slá nokkrar pólitískar keilur. -
Hreiðar Eiríksson lögmaður skrifar
Ísland undir vopnum
Fyrir rúmu ári hóf ég störf sem lögmaður aftur eftir um 8 ára hlé. Áður hafði ég starfað við lögmennsku í Reykjavík en á að auki að baki 20 ára starfsferil í lögreglunni á Akureyri. Mér er illa brugðið vegna þeirra breytinga sem hafa orðið á samfélaginu á undanförnum árum. Þær breytingar minntu harkalega á sig þegar barn gerði vopnaða árás á önnur börn á Menningarnótt í Reykjavík svo að eitt þeirra berst fyrir nú fyrir lífi sínu. Persónulegt og samfélagslegt tjón af slíkum atburði verður aldrei bætt. -
Gunnar Níelsson skrifar
Áskorun breiðfylkingar félaga heilbrigðisstétta, forvarnarsamtaka og fleiri til yfirvalda um að bregðast við vegna stóraukinnar netsölu áfengis
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Félag lýðheilsufræðinga, Félag sjúkraþjálfara, Ljósmæðrafélag Íslands, Læknafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Sjúkraliðafélag Íslands, Félagsráðgjafafélag Íslands, Lyfjafræðingafélag Íslands, Félag áfengis- og vímuefnaráðgjafa, SÁÁ, Fræðsla og forvarnir-félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum: Taka undir orð heilbrigðisráðherra um þá yfirstandandi ógn sem nú steðjar að grundvallarmarkmiðum lýðheilsu vegna meintrar ólöglegrar netsölu áfengis, sem fram komu í opinberu bréfi ráðherra þann 5. júní sl. Í tilefni þess að rótgróin íslensk verslanakeðja, Hagkaup, áætlar að hefja áfengissölu til neytenda á næstu dögum skora félögin á yfirvöld að kveða strax upp úr um hvort slík sala sé lögleg. Yfirvöld geta ekki horft aðgerðarlaus á þá lýðheilsuógn sem nú steðjar að vegna stóraukinnar netsölu áfengis á Íslandi. Í samþykktri stefnu Alþingis um lýðheilsustefnu til ársins 2030 segir að Íslendingar verði meðal fremstu þjóða í lýðheilsustarfi sem byggist á bestu vísindaþekkingu og reynslu og að stjórnvöld skuli hafa lýðheilsu að leiðarljósi við alla áætlanagerð og stefnumótun. Í lögum um verslun með áfengi og tóbak segir að starfrækja skuli ÁTVR og að markmið laganna sé að skilgreina umgjörð um smásölu áfengis og heildsölu tóbaks sem byggist á bættri lýðheilsu og samfélagslegri ábyrgð, að takmarka og stýra aðgengi að áfengi og tóbaki og draga þannig úr skaðlegum áhrifum áfengis- og tóbaksneyslu, og að vernda ungt fólk gegn neyslu áfengis og tóbaks og takmarka framboð á óæskilegum vörum. Félögin skora á yfirvöld að hvika í engu frá samþykktri lýðheilsustefnu til ársins 2030 og markmiðum gildandi laga um um einkasölu ÁTVR á áfengi.
Mannlíf
-
Miklar endurbætur á gömlu heimavist Þelamerkurskóla í gangi
Miklar framkvæmdir hafa verið í gangi í Hörgársveit undanfarin misseri sem miða að því að styrkja innviði sveitarfélags þar sem íbúafjölgun hefur verið mikil hin síðari ár. Gagngerar endurbætur standa yfir á gamla heimavistarhúsnæði Þelamerkurskóla og var nú við upphaf skólaárs tekið í notkun nýtt rými þar fyrir unglingadeild skólans. Áður eða í fyrrahaust var enn ein nýja byggingin tekin í notkun við Heilsuleikskólann Álfastein. Þar var horft til framtíðar, pláss er fyrir 90 börn en þau eru kringum 70 um þessar mundir. Stærstu vinnustaðir sveitarfélagsins eru í leik- og grunnskólanum, en þar eru starfsmenn nú samtals 51. Í Hörgársveit búa nú 866 íbúar og er að því stefnt að þeir verði 1001 í það minnsta um mitt ár 2026. -
Umhverfisvænni kostir fundust ekki fyrir nýjan ferlibíl
Leitað verður eftir nýjum ferlibíl fyrir Strætisvagna Akureyrar sem gengur fyrir dísel orkjugjafa og uppfyllir að lágmarki Euro 6 mengunarstaðal. Ekki fundust aðrir umhverfisvænni kostir segir í bókun umhverfis- og mannvirkjaráðs. -
Fataslá sett upp í MA - Kaupum sjaldnar, kaupum notað
Nú má finna fataskiptislá framan við bókasafn Menntaskólans á Akureyri. Fólki er frjálst að koma með fatnað og/eða taka af sláni eftir því hvað hentar hverju sinni. Í tilkynningu frá umhverfisnefnd skólas segir að textíliðnaðurinn sé einn sá umfangsmesti í heimi og að honum fylgi gríðarleg mengun og umhverfisspjöll. -
Nýtt stjórnsýsluhús á Laugum tilbúið
Í dag var merkilegur áfangi í sögu Þingeyjarsveitar þegar nýtt stjórnsýsluhús á Laugum var formlega tilbúið. Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri fékk lyklana afhenta við óformlega athöfn í haust blíðunni. Húsið mun hýsa skrifstofu sveitarfélagsins og þar verða einnig rými sem fyrirtæki, stofnanir og einyrkjar geta nýtt sér. Vonast er til þess að húsið verði iðandi af lífi, suðupottur hugmynda og verkefna þar sem allir eru velkomnir -
Grýtubakkahreppur, Norðurþing og Þingeyjarsveit - Ekki innheimt gjald fyrir ávexti
Ekki verður innheimt gjald fyrir þjónustu mötuneytis Grenivíkurskóla við nemendur skólans fá og með haustinu 2024. Allur matur sem börnin fá í skólanum, morgunmatur, hádegisverður, ávextir eða annað er gjaldfrjáls. Áður var innheimt eitt gjald fyrir allan mat.
Íþróttir
-
Þór/KA klárar tímabilið á Greifavellinum
Þór/KA mun spila heimaleiki sína í efri hluta Bestu deildar kvenna á Greifavellinum, heimavelli KA. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðunni fotbolti.net í dag. Liðið hefur leikið heimaleiki sína á VÍS vellinum sem er heimavöllur þeirra og karlaliðs Þórs en ástand vallaris er ekki gott og eftir erfiða tíð s.l. daga er þetta niðurstaðan enda alltaf keppikefli að leika við sem bestar aðstæður hverju sinni. -
Alfreð Birgisson Bikarmeistari trissuboga utandyra
Alfreð vann titilinn í trissuboga nokkuð örugglega með 57 stiga mun með 1303 stig á móti 1246 sem Þórdís Unnur Bjarkadóttir í BFB sem var með í öðru sæti -
Alfreð Íslandsmeistari utandyra þriðja árið í röð
Alfreð Birgisson úr Íþróttafélaginu Akri á Akureyri og Húsvíkingur að uppruna vann þriðja Íslandsmeistaratitil utandyra sinn í röð í trissuboga karla á Íslandsmeistaramótinu utandyra í bogfimi -
Jakob Gunnar til liðs við KR
Jakob gerir 3ja ára samning við KR en mun klára leiktímabilið með Völsungi á láni. -
Andrea Ýr og Valur Snær Akureyrarmeistarar í golfi
Akureyrarmótinu í golfi lauk í gær í sannkallaðri rjómablíðu á Jaðarsvelli