Það ríkir mikil gleði og þakklæti í herbúðum KA, nú þegar ljóst er að félagið fær að spila heimaleik sinn í 2. umferð Sambandsdeildarinnar á Akureyri – eftir að UEFA veitti félaginu sérstaka undanþágu til leikjahalds á Greifavellinum í fyrstu tveim umferðum Sambandsdeildarinnar. Eins og fram hefur komið situr KA hjá í fyrstu umferð og mun því spila fyrsta leik sinn í Sambandsdeildinni í 2. umferð.
Boðið verður upp á siglingu með Húna II kl. 16.30. Siglt er frá Fiskihöfninni norðan við ÚA, beint neðan við Hagkaup. Siglingin er 45 mínútna löng. Bætt verður við annarri siglingu kl. 17.15 ef þörf verður á.
Háskólahátíð — brautskráning kandídata frá Háskólanum á Akureyri fór fram í fjórum athöfnum í Hátíðarsal Háskólans á Akureyri 13. og 14. júní. Aldrei hafa fleiri kandídatar brautskráðst frá háskólanum en samtals brautskráðist 591 kandídat í grunn- og framhaldsnámi af tveimur fræðasviðum.
Þjóðhátíðardagskrá verður 17. júní frá kl. 13-17 í Lystigarðinum, á MA-túninu og í næsta nágrenni þess.
Blómabíllinn leggur af stað frá Naustaskóla kl. 11.00, keyrir í gegnum íbúðahverfin, niður Listagilið, eftir Strandgötunni og víðar þar sem ómur berst frá palli bílsins með viðeigandi 17. júní lögum. Hlustum eftir lögunum og vinkum blómabílnum okkar. Akstursleið blómabílsins er að finna HÉR!
Ljósmyndasýningin „ Útgerðarfélag Akureyringa 80 ára ( 1945 – 2025) Sögubrot í myndum“ hefur verið sett upp við verslunarmiðstöðina Glerártorg á Akureyri og mun standa þar um tíma.