Fréttir

Frjósemi mikil og gott heilbrigði

„Sauðburður gengur ágætlega og nálgast að verða hálfnaður. Frjósemi er mikil og heilbrigðið gott,“ segir Ásta F. Flosadóttir bóndi á Höfða í Grýtubakkahreppi.

Lesa meira

Gæði sem skipta máli – Tökum flugið

Síðustu ár hafa orðið miklar framfarir þegar kemur að millilandaflugi um Akureyrarflugvöll. Við þekkjum lífsgæðin sem því fylgja, enda er ferðlagið til Keflavíkur oft kostnaðarsamasti og tímafrekasti leggur ferðalagsins þegar haldið er utan. Beint millilandaflug um Akureyrarflugvöll skiptir atvinnulífið einnig verulegu máli enda ein megin forsenda fyrir auknum komum ferðamanna, ekki síst utan háannatíma þegar ferðalög eru að jafnaði styttri. Stærsti einstaki áfanginn á þessari leið er tilkoma Easy Jet, sem flogið hefur beint milli Akureyrar og London frá því síðastliðið haust. Ekkert kemur til af sjálfu sér og fjölmargt hefur þurft að koma saman svo að Akureyri og Egilsstaðir séu raunhæfir valkostir þegar kemur að millilandaflugi.

Lesa meira

Fyrsti dagur ,,sumarsins" þar sem tvö skemmtiferðaskip heimsækja bæinn

Í dag er fyrsti dagur sumarsins þar sem tvö skip leggjast að bryggju á sama degi í Akureyrarhöfn.

 

Lesa meira

„Höldumst í hendur í gegnum þetta og styðjum hvert annað“

Formaður Framsýnar stéttarfélags (áður Verkalýðsfélag Húsavíkur) í 30 ár

Lesa meira

Ferðalag traktors út í Flatey á Skjálfanda

Það er meira en að segja það að flytja traktor út í eyju

Lesa meira

Orkuskipti í samgöngum á Akureyri fara vel af stað

„Við höfum séð örlítil merki þess undanfarin ár að raforkunotkun er að potast aðeins upp á við,“ segir Stefán H. Steindórsson sviðsstjóri hjá Norðurorku. Raforkunotkun á Akureyri hefur staðið í stað um árabil þó svo að bærinn hafi stækkað og íbúum fjölgað.

Lesa meira

Ingvi Quartet, með tónleika á LYST í Lystigarðinum í kvöld

Kvartett Ingva Rafns Ingvasonar, Ingvi Quartet, heldur tónleika á LYST í Lystigarðinum í kvöld og hefjast tónleikarnir kl 20.30.

Lesa meira

Frumkvöðla- og nýsköpunarfélaginu Drift EA ýtt úr vör

Fjölmenni var á kynningarfundi frumkvöðla- og nýsköpunarfélagsins Driftar EA, sem haldinn var í menningarhúsinu Hofi á Akureyri í gær

Lesa meira

Útskrifast sem rafvirki og fagnar hálfrar aldar afmæli!

Það er aldrei of seint að skella sér í nám og láta draumana rætast. Þetta eru skilaboð Andreu Margrétar Þorvaldsdóttur, sem mun útskrifast sem rafvirki frá VMA í næstu viku. Það er í mörg horn að líta fyrir Andreu þessa dagana því auk þess að ljúka náminu með formlegum hætti undirbýr hún sig núna af krafti fyrir sveinspróf í rafvirkjun í byrjun júní og einnig fagnar hún fimmtugsafmæli sínu nk. föstudag. Stórafmælis- og útskriftarveisla er því á dagskránni nk. laugardag.

Lesa meira

Opnun í Verksmiðjunni á Hjalteyri 18 maí kl 14:00 Sasha Pirker: Ég legg höfuðið í bleyti_I Soak My Head

Sasha Pirker lýsir upp Verksmiðjuna með úrvali kvikmyndainnsetninga og staðbundinni svörun við aðstæðum sem nær yfir síðustu tíu ár starfsferils hennar. Þessi verk bera vitni ekki aðeins víðtækri forvitni listamannsins og rannsóknartilfinningu, heldur eru þau einnig grundvölluð á bakgrunni hennar í málvísindum. Hugsun í gegnum tungumál, tilraunakennda frásögn, persónulegt og byggingarfræðilegt rými og möguleika, verk Sasha sýna næmni fyrir reynslu, þekkingu og skilningi. Þau eru stundum persónuleg eða viðkvæm og gefa þá tilfinningu að kvenlinsan sem kvikmyndir hennar verða og eru til í gegnum séu bæði hugsandi og óvænt, nýstárleg og umvefjandi.

Lesa meira