Akureyri - Mjög góð þátttaka í 1. maí hátíðarhöldum
Fjölmenni safnaðist saman á Akureyri fyrr í dag í góðu veðri til að taka þátt í kröfugöngu sem stéttarfélögin á Akureyri stóðu fyrir í tilefni af 1. maí, á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks. Einnig var góð mæting í kaffiveislu á skrifstofu stéttarfélaganna í Fjallabyggð, þar sem Ína Sif Stefánsdóttir, starfsmaður Einingar-Iðju, flutti ávarp.