Krónan, Akureyrardætur og Hjólreiðafélag Akureyrar standa fyrir hjólamóti fyrir krakka á aldrinum 2 til 12 ára og fer mótið fram í Kjarnaskógi sunnudaginn 18. maí næstkomandi. Um er að ræða fyrsta hjólamótið sem Krónan heldur á Akureyri en mótið er haldið að fyrirmynd Krónumótsins í Öskjuhlíð sem er orðinn árlegur viðburður í september ár hvert. Skráning á mótið er hafin og eru öll börn velkomin.
Sýningin Jöklablámi opnar í Verksmiðjunni á Hjalteyri 17 maí kl. 14:00 Sýningin stendur til og með 22 júní. Opið alla daga nema mánudaga frá 14:00 til 17:00
Þessi rúmlega miðaldra sem þetta skrifar sat nýlega málstofu sem fjallaði um gervigreind í umönnun eldra fólks. Fram að því hafði hún ekki mikið leitt hugann að gervigreind og hvernig best er að nýta hana. Sú greinda hafði til þessa notað mig til að sýna mér endalaust í viðbót ef ég hafði til dæmis verið að skoða mér skó á netinu.
Á dögunum var hægt að horfa á þegar Landinn á RÚV heimsótti lögreglufræðinámið við Háskólann á Akureyri. Okkur lék forvitni á að vita hvernig þetta kom til og kynnast stemmningunni í slíkri heimsókn. Andrew Paul Hill, lektor við lögreglufræðina, varð fyrir svörum. Hann segir að það hafi ekki verið nein formleg kynning sem varð til þess að Landinn heimsótti þau heldur þvert á móti hafi það verið heppileg tilviljun og jákvætt viðhorf áhugasamra aðila sem leiddi þetta spennandi verkefni af sér.