Engar úrbætur hafa verið gerðar á athafnasvæði Auto ehf. að Setbergi á Svalbarðsströnd, þrátt fyrir ítrekaðar kröfur þar um frá heilbrigðisnefnd. Álagðar dagsektir hafa ekki innheimst og er innheimta hluta þeirra komin í lögfræðilegt ferli.
„Skólinn er búinn og sumarfríið að byrja og vinirnir Páll og Bjarni ganga saman heim síðasta skóladaginn. Þeir hafa verið duglegir að bera út blöð í vetur og eru fyrir löngu búnir að ákveða hvað verður keypt, já fyrir löngu. Strákarnir ætla í veiðibúðina á morgun, jafnvel í dag, þar sem þeir ætla að kaupa fyrst flugustöng og svo kaststöng. Vinirnir ætla að veiða eins mikið og þeir geta í allt sumar…“
Kveldúlfur er ný tónlistarhátíð sem verður haldin á Hjalteyri á morgun laugdaginn, 12. júlí. Skipuleggjendur hátíðarinnar eru þau Sara Bjarnason verkefnastjóri og Vikar Mar bóndi á Ytri Bakka og listmálari.
„Þörfin fyrir að stækka við okkur húsnæði var löngu tímabær. Eftir mikla leit og vangaveltur varð húsnæði við Baldursnes 2 fyrir valinu, enda hentar það okkar starfsemi einkar vel. Þar getum við sameinað spítala fyrir bæði gæludýr og stór dýr. Við erum hæst ánægð með flutninginn í nýtt húsnæði sem og okkar viðskiptavinir,“ segir Helga Berglind Ragnarsdóttir dýralæknir og einn eigandi Dýralæknaþjónustu Eyjafjarðar, Dýrey.