Samið við SS-Byggi um brú yfir Glerár og jöfnunarstöð fyrir strætó

Teiknuð mynd af  væntanlegri göngubrú
Teiknuð mynd af væntanlegri göngubrú

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkti fyrir áramót með fjórum atkvæðum að ganga til samninga við SS-Byggi á grundvelli tilboðs frá fyrirtækinu í smíði á brú yfir Glerá og jöfnunarstöðvar fyrir strætó, en hún hefur verið í miðbænum við BSO um langt skeið.

Ráðið óskaði í tvígang eftir tilboðum í gerð brúar og stofnstígs yfir Glerár ásamt jöfnunarstöð fyrir strætó. Síðast var boðið út í maí 2025 og barst þá eitt tilboð sem var um 55% yfir áætlun. Á árinu 2024 þegar boðið var út barst ekkert tilboð í verkið. Með vísun í 39. gr. laga um opinber innkaup 120/2016, var ákveðið að fara í viðræður við SS Byggi ehf um samningskaup fyrir verkið. Kristín Helga Schiöth S-lista greiddi atkvæði á móti tillögunni.

Ólafur Kjartansson V-lista lagði til að hönnun brúar yrði endurskoðuð með það að markmiði að lengd hennar færi ekki yfir 22 metra og breiddin gæti þjónaða aðskildri umferð hjólandi og gangandi.

Tillagan var felld.

Efasemdir um staðsetningu

Kristín og Ólafur bókuðu að mikilvægt væri að byggja upp viðunandi innviði til almenningssamgangna á Akureyri, en þau hefðu efasemdir um staðsetningu og útfærslu jöfnunarstoppistöðvar á þessum stað. „Ekki er fyllilega ljóst hvernig kostnaðarskipting verður milli ríkis og sveitar og að mati undirritaðra ekki tímabært að ganga til samninga við verktaka fyrr en það fyrirkomulag liggur fyrir.

Teiknuð mynd af  væntanlegri jöfnunarstöð

Nýjast