Myndlistarsýningin „Úr fullkomnu samhengi“ verður opnuð í Verksmiðjunni á Hjalteyri á morgun, fimmtudaginn 3. júlí kl. 16. Þar sýna þau Julie Tremble, Philippe- Aubert Gauthier og Tanya Saint- Pierre , kanadískt kvikmynda og Vídeólistafólk. Aukalega verður sérstök vídeódagskrá á opnun, með verkum eftir 7 listamenn.
Forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir og eiginmaður hennar Björn Skúlason, slógu í gegn við útskrift Vísindaskóla unga fólksins sem lauk föstudaginn 27. júní. Þau svöruðu fjölda spurninga sem nemendur höfðu sent embættinu, allt frá spurningum um uppáhaldslit hennar til þess hvort henni þætti Alþingi starfa vel. Alls 85 börn útskrifuðust að þessu sinni og er þetta ellefta starfsár skólans. Vísindaskólinn er rekinn af Rannsóknamiðstöð HA.
„Þú veist aldrei hvernig dagurinn verður,“ segir Ásdís Skúladóttir, gjörgæsluhjúkrunarfræðingur á SAk, þegar hún lýsir starfinu sínu. „Við erum alltaf að læra eitthvað nýtt og verkefnin eru síbreytileg. Þetta starf heldur manni á tánum – og það er einmitt það sem heillar.“
„Það hefur gengið mjög vel hjá okkur og samkvæmt þeim væntingum sem við höfðum,“ segir Jón Heiðar Rúnarsson sem ásamt Anitu Hafdísi Björnsdóttur rekur félagið Zipline Akureyri. Þau hófu starfsemi um mitt sumar árið 2022 og eru því á sínu fjórða sumri. Zipline Akureyri rekur ævintýra ferðaþjónustu í Glerárgili, er með alls fimm sviflínur þar sem farið er yfir Glerá.