Samræður um heilbrigðismál á Norðurlandi.
Fyrr á þessu ári lögðum við í Samfylkingunni af stað í málefnavinnu vegna næstu þingkosninga. Við nálgumst þetta verkefni nú með breyttum hætti, þar sem áhersla er lögð á samtal við sérfræðinga og almenning um allt land. Liður í þessu eru fjörutíu opnir fundir í samstarfi við aðildarfélög flokksins.