Pistlar

Aukið fjármagn til flugvalla um land allt

Uppbygging varaflugvalla á Íslandi hafa ekki verið í samræmi við vöxt alþjóðarflugs síðustu misseri. Flestar ferðir til og frá landinu eru í gegnum Keflavíkurflugvöll en hins vegar erum við að sjá aukið millilandaflug gegnum flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum. Í kjölfarið sjáum við stóraukningu veitingastaða, gistirýma, afþreyingar og verslana á svæðinu. Með auknu flugi og aukinni verslun og þjónustu getum við aukið velmegun svæðisins til muna. Við þessa þróun myndast ný tækifæri á Norðausturlandi.

Lesa meira

Er ég kvíðin eða drakk ég of mikið kaffi í dag?

Auður Ýr Sigurðardóttir skrifar

Það eru eflaust einhverjir sem þekkja það að hafa drukkið of mikið kaffi, fundið fyrir hröðum hjartslætti og eirðarleysi í kjölfarið og hugsað “ég hlýt að vera kvíðið/n/nn”. 

Lesa meira

Af bogum og flugdrekum Eyrarpúka

Ingólfur Sverrisson skrifar Þanka gamals Eyrarpúka

Í mínu ungdæmi á Eyrinni fór oft drjúgur tími í að smíða eigin leikföng, vopn og verjur. Á þeim tíma var ekki mikið úrval slíkra hluta í búðum og enn síður peningar til að fjárfesta í þeim þá sjaldan þeir voru á boðstólum. 

Lesa meira

Framsókn stendur með bændum

Nú er sumarið komið og senn líður að þinglokum, tíminn líður hratt og kjörtímabilið er áður en við vitum af hálfnað. Ég hef fengið þann heiður að fá að vera þingmaður Framsóknar síðustu tvö ár eftir að hafa verið varaþingmaður árin á undan. Í grunninn er ég þó bóndi og baráttan fyrir bættum kjörum bænda var það sem dreif mig áfram til þess að bjóða mig fram til þings

Lesa meira

Að eiga í faðmlagi við möru

Afhverju ættu hjúkrunarfræðingar að segja JÁ við samningnum?

Lesa meira

Maðurinn og náttúran

Ég hef alið manninn og stofnað til fjölskyldu síðastliðin ár á Seyðisfirði, en þangað fluttum við eftir að hafa verið þar eitt stórskemmtilegt sumar. Það er eitthvað töfrandi við Seyðisfjörð sem laðar að - oft eins og þar sé að verki einhver x-factor, sem er blanda skynjunar og svo auðvitað þeirrar uppbyggingar og krafts sem ríkir þar í samfélaginu. Hvað skynjunina varðar þá hefur bæjarfjallið Bjólfurinn ef til vill sitt að segja. Mig langar að vitna til dulsýnar Ingibjargar á Ísafirði úr bókinni Íslensk fjöll séð með augum andans. Þar segir meðal annars um Bjólfinn: 

Lesa meira

Til hamingju með heilsuna!

Fyrir rúmum tveimur árum skrifaði ég grein hér í Vikublaðið um þau áform að efla heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Heilsu- og sálfræðiþjónustan tók til starfa í kjölfarið með það að markmiði að vera miðstöð heilsueflingar. Þar er veitt sálfræðiþjónusta og heilsuráðgjöf fyrir börn og fullorðna, hvort sem þörf er á hefðbundinni meðferð, ráðgjöf, greiningu á vanda eða þverfaglegri teymisþjónustu. Að auki er áhersla á fræðslu og lýðheilsu forvarnir fyrir einstaklinga og vinnustaði,

Lesa meira

Frá Orku náttúrunnar. Gamla hraðhleðslustöðin við Glerártorg uppfærð á árinu

Á samfélagsmiðlum í morgun hefur verið bent á afleitt aðgengi að hleðslustöð ON sem stendur við Glerártorg á Akureyri. Orka náttúrunnar tekur heilshugar undir að aðgengi að umræddri stöð er langt frá því að vera boðlegt hreyfihömluðum og stenst alls ekki þær kröfur sem Orka náttúrunnar setur sér við uppsetningu hleðslustöðva í dag.

Lesa meira

HVE GLÖÐ ER VOR ÆSKA?

Oft ..... þegar ég stend fyrir framan nemendur, sem ég geri nánast daglega, fæ ég tár í augun vegna þess sem ég skynja, sé og upplifi. Mér finnst ég finna fyrir hjartslætti nemenda, finna hvernig þeim líður og hversu mikið þá þyrstir í þau tækifæri sem lífið hefur upp á að bjóða. Kannski er þetta ímyndun! Ég skynja líka forvitni, virðingu og þakklæti. Yfirleitt langar mig að ganga að hverjum og einum eftir fyrirlestur, faðma alla og færa þeim orku sem nýtist þeim í framtíðinni.

Lesa meira

Fjölskylduhús á Akureyri -þjálfunar og meðferðarstaður fyrir börn og fjölskyldur í vanda

Í Velferðarráði Akureyrarbæjar var nýverið fjallað um undirbúning að stofnun þjálfunar-og meðferðarstaðs þar sem veitt væri sérhæfð þjónusta til barna og fjölskyldna þeirra sem glíma við ýmiskonar flóknar félagslegar og heilsufarslegar aðstæður. Greinarhöfundur, sem situr fyrir hönd Samfylkingarinnar í Velferðarráði, óskaði eftir umfjöllun um hvar þetta mál væri statt, en nú í nokkur ár hefur umræða verið um slíkan stað sem gæti þjónað hópi barna sem þurfa sértæka þjálfun og nálgun til að bæta líðan og lífsgæði.

Lesa meira