Nokkur orð um afmælisþátt Akureyrar á Rás 2

Hjörleifur Hallgríms.
Hjörleifur Hallgríms.

S.l laugardag var þáttur á Rás 2 sem tileinkaður var 158 ára afmæli Akureyrarkaupstaðar og var þáttastjórnandinn Gígja Hólm geirsdóttir sem stóð sig nokkuð vel miðað við það að hún er ekki Akureyringur og án þess að á hana sé hallað hefði e.t.v. verið betra í þessu tilfelli að hafa reynda akureyrska þáttastjórnendur. Vil ég þar til nefna Gest Einar eða Margréti Blöndal sem bæði er hér hagvön fædd og uppaldir Akureyringar og muna tímana tvenna hér heima.

Ég verð að minnast á sterka innkomu í þáttinn þegar Skapti Hallgrímsson ágætur blaðamaður sagði frá útkomu bókar sinnar um um tónlistarlíf á Akureyri fyrr og nú. Enn er mönnum óskiljanlegt hvers vegna þeim ágæta blaðamanni var sagt upp hjá Mbl. á sínum tíma. Þá er vert að minnast á þátt Vandræðaskáldanna sem áttu góða innkomu að vanda og hlakka ég til að sjá Villa Bergmann í nýju starfi á N4.

Einnig hlýt ég að minnast á viðtalið við ekkju Þorvaldar heitins Þorsteinssonar hins víðfræga akureyrska listamanns, sem var greinargott og upp byggjandi samtal. Ég verð að viðurkenna að ég er mjög mikill Akureyringur í mér enda fæddur hér og uppalinn og í þokkabót Innbæingur. En svo ég komi að tónlistaratriðum þáttarins, þá finnst mér og fleirum í eldri kantinum sem ég hef talað við og mörg okkar náð kannski allt að því hálfum aldri á við afmælisbarnið og munum eftir mörgu skemmtilegu frá fyrri tíma og þá ekki síst hvað tónlist og dansleikjahald varðar og þá kemur óneitanlega upp í hugann Sjallinn og stórhljómsveit Ingimars Eydal með stókostlegum söngvurum þeirrar hljómsveitar.

Upphafsstefumrædds þáttar var með Villa Naglbít, sem gjarnan gumar af því að vera Akureyringur en er það ekki, en þarna hefði ég viljað fá að heyra í t.d Hvanndalsbræðrum, Óskari Péturssyni eða stór söngvara num og Akureyringnum Kristjáni Jóhannssyni. Hvað annan tónlistarflutning í þættinum varðar hefði verið ánægjulegra að heyra Bjarka Tryggvason syngja „Í sól og sumaryl“ og Vilhjálm Vilhjálmsson syngja „Vor í Vaglaskóg“ og báðir með stórhljómsveit Ingimars Eydal, sem mér fannnst mega koma sterkar inn í þættinum og einnig með drottningu dægurlagana Helenu Eyjólfs dóttur með sínum „Hvítu mávum“.

Ekki get ég lokið við þessi skrif án þess að minnast á einn en góðan, sem gerði garðinn frægan en það er fyrrum góður vinur Óðinn heitinn Valdemarsson í honum hefði ég viljað heyra taka „Á Akureyri“ með sinni hljóm miklu og sterku rödd svo ég tali nú ekki um lagið, sem hann gerði lands frægt og hljómar á velflestum knattspyrnuleikjum a.m.k. en það er auðvitað „Ég er kominn heim“ eða „ Er völlur grær“. Ég verð að taka það fram hér að ég er á engan hátt að ríra feril ungrar ágætrar söng konu Ránar Ringsted en hún stóð sig vel í laginu „Á Akureyri“ og virðist vera á uppleið og segi ég þetta af því að sjálfur var ég ofurlítið í söngnámi á mínum yngri árum.

-Hjörleifur Hallgríms


Nýjast