Akureyrarbær með vinninginn?

Hjörleifur Hallgríms.
Hjörleifur Hallgríms.

Fyrr á þessu ári kom enn upp umræða um svokallað Braggamál (endurgerð Braggans) í Reykjavík þar, sem ótæpilega hafði verið bruðlað með peninga, en áætlun við endurgerð Braggans hafði hljóðað upp á 150 milljónir en farið í 450 milljónir (mismunur 300 milljónir) og það, sem meira var án útboðs og samnininga.

Þetta er hið versta mál og sérstaklega ef öll kurl eru ekki komin til grafar eins og sagt er því þá á heildarupphæðin eftir að hækka. Minnihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur hefur eðlilega mótmælt þessum peningaaustri og bruðli mjög og hefur t.d. borgarfullltrúi Miðflokksins, Vigdís Hauksdóttir fordæmt harðlega og vinnubrögðum öllum. Mér datt því í hug að gera óformlegan samanburð á Braggamálinu annars vegar og hins vegar sukkinu, fjárhagslega, um endurgerð gamla Mjólkursamlagsins þ.e. svokallaðs Listasafns á Akureyri.

Listasafnið

Það hefur því miður lítið heyrst af óráðssíu þeirri í fjármálum, sem varðar endurgerð og uppbyggingu Listasafnsins (í gamla Mjólkursamlaginu). Þar varð til áætlun upp á 380 milljónir, sem svo fór í 780 milljónir og ekki allt búið enn. Þarna stóðu þeir, sem að verki komu frammi fyrir því að óráðssían, bruðlið og framúrkeyrslan var komin upp í „litlar“ 400 milljónir.

Eftir því sem fjármálastjórinn á Akureyri Dan Brynjarsson tjáði mér vissi hann ekki til að þessi gífurlega framúrkeyrsla öll á fjármálum bæjarins
hefði farið í útboð. Verst er að enginn gefur sig fram eða tekur ábyrgð og allir þegja þunnu hljóði yfir „glæpnum“ og áfram býður fólk sig fram til endurkjörs. Lauslega reiknað hefur sukkið kostað bæjarbúa eftir fjölskyldustærð 50 þús. til 300 þús. sem hefur lagst á hverja fjölskyldu því auðvitað verður einhver að borga.

Þá berast fréttir einnig af því að árið 2019 hafi orðið um 20 milljón kr. tap árekstri safnsins. Þetta bætist auðvitað við framúrkeyrslusukkið og ekki var ein báran stök. Farið var út í að byggja tengibyggingu á milli Ketilhússins og Listasafnsins og þar var stofnað til kaffihúss og veitingasölu, sem frá upphafi hefur verið rekið með tapi. Trúlega er skýring á því.

Þá er þriðja málið, sem farið var út í en það er brú, sem gárungarnir kalla Brúna yfir ekki neitt, annars ekki svo vitlaus framkvæmd, en alllt of dýr eins og annað, sem bærinn kemur nálægt. ÞVÍLÍKT.

Áfram er sukkað

Nýlegt mál þar sem framkvæmdastjóri Eyþings Pétur Þór var rekinn úr starfi er þannig vaxið að fyrir um ári barst honum uppsagnarbréfið undirritað af Hildu Jönu Gísladóttir formanni Eyþings þar sem honum var sagt upp störfum og tilgreindar ýmsar ástæður fyrir uppsögninni. Því var ekki unað og töldu Pétur Þór og lögmaður hans ástæðu til að láta á reyna fyrir dómi. 

Dómur féll í málinu og lendir trúlega Akureyrarbær í að greiða sinn hlut um 9 milljónir. Þá rifjaðist upp eldra mál þegar að Snorri Óskarsson barnakennari við Brekkuskóla var rekinn úr starfi og svo gekk á þá að hann var að eigin sögn tekinn með valdi úr kennslustund með m.a. af lögmanni bæjarins fyrir það eitt að túlka orð guðs á netinu EKKI Í TÍMA Í SKÓLASTOFU. Þar var fremstur í flokki sagður núverandi formaður Samfylkingarinnar þá í bæjarstjórn.

Snorra voru dæmdar 3.5 milljónir og talið að bærinn hafi orðið í því máli af um 7 milljónum. Akureyrarbær virðist því ósínkur á fjármuni eins og á ýmsu sýnist af framangreindu. En ég verð að segja að Hilda Jana var þó mannleg að taka ein á sig uppsagnarbréfið öfugt við það sem gerðist með Listasafnsævintýrið en þar steinþegja allir þó helst sé talað um eina manneskju.

Eitt mál enn

Maður nokkur hér í bæ, sem á ágæta byggingalóð í Innbænum á góðum stað þar sem leyfi er fyrir tveggja hæða húsi hefur lengi staðið í stögli um að fá að hafa fjórar litlar c.a. 50 ferm. íbúðir í húsinu, sem henta t.d. fyrir skólafólk eða eldri borgara en yfirvaldið hefur neitað af óskiljanlegum ástæðum. Á bæjarstjórnarfundi fyrir um ári þar, sem málið var tekið fyrir og gengið til atkvæða voru tveir bæjarfulltrúar með að leyfa fjórar íbúðir í húsinu þ.e. bæjarfulltrúar Miðflokksins og VG og bæði færðu gild rök fyrir máli sínu. En afgangurinn níu fulltrúar sögðu NEI og steinhéldu kjafti án þess að hafa kynnt sér aðstæður og fóru bara eftir því sem þeim var sagt af misvitrum aðilum.

Svo er sagt að þetta sé Akureyri í dag öll lífsins gæði.

-Hjörleifur Hallgríms


Athugasemdir

Nýjast