Flóra Menningarhús í Sigurhæðum á Akureyri hefur hafið söfnun á Karolina Fund fyrir útgáfu á bókinni Bernskuheimilið mitt eftir Ólöfu Sigurðardóttur frá Hlöðum (1857-1933).
Árið 1906 fékk Ólöf birta grein í tímaritinu Eimreiðinni undir heitinu Bernskuheimilið mitt sem telst vera fyrsti sjálfsævisögulegi þáttur íslenskrar konu. Greinin vakti á sínum tíma mikla athygli. Það að kona fjalli opinberlega og opinskátt um líf sitt og fjölskyldu sinnar má kalla uppreisn á þessum tíma "þegar konur áttu að standa vörð um heiður fjölskyldunnar, meðal annars með þagmælsku um eigin hagi og með því að þegja alltaf um það sem fór úrskeiðis" (Raghneiður Richter, Íslenskar konur-ævisögur, s. 11). Verkið hefur aldrei verið gefið út á bók en nú verður bætt úr því. Hægt er að styðja verkefnið og kaupa bækur í forsölu hér: https://www.karolinafund.com/project/view/6459