Fréttir

Göngugatan lokuð frá og með morgundeginum

Bæjarstjórn samþykkti 18. mars sl. að sá hluti Hafnarstrætis sem gengur jafnan undir heitinu „göngugatan“ verði lokaður frá 1. maí til 30. september eða í fimm mánuði. Þetta er umtalsvert lengri lokun en var síðasta sumar en þá var lokað í þrjá mánuði frá 3. júní til ágústloka.

Lesa meira

Guðmundur Ármann opnar sýningu laugardaginn 3. til 31. maí í Bergi, menningarhúsi Dalvíkinga

Á sýningunni, sem ber yfirskriftina Yrkja II, verða um 19 málverk máluð á árunum 2021 til 2025. Einnig nokkrar teikningar. Þessi sýning er í beinu framhaldi af sýningu minni á Bergi 2022 um sama yrkisefni.

Lesa meira

Bernskuheimilið mitt eftir Ólöfu Sigurðardóttur frá Hlöðum

Flóra Menningarhús í Sigurhæðum á Akureyri hefur hafið söfnun á Karolina Fund fyrir útgáfu á bókinni Bernskuheimilið mitt eftir Ólöfu Sigurðardóttur frá Hlöðum (1857-1933).

Árið 1906 fékk Ólöf birta grein í tímaritinu Eimreiðinni undir heitinu Bernskuheimilið mitt sem telst vera fyrsti sjálfsævisögulegi þáttur íslenskrar konu. Greinin vakti á sínum tíma mikla athygli. Það að kona fjalli opinberlega og opinskátt um líf sitt og fjölskyldu sinnar má kalla uppreisn á þessum tíma "þegar konur áttu að standa vörð um heiður fjölskyldunnar, meðal annars með þagmælsku um eigin hagi og með því að þegja alltaf um það sem fór úrskeiðis" (Raghneiður Richter, Íslenskar konur-ævisögur, s. 11). Verkið hefur aldrei verið gefið út á bók en nú verður bætt úr því. Hægt er að styðja verkefnið og kaupa bækur í forsölu hér: https://www.karolinafund.com/project/view/6459

Lesa meira

Metfjölda notaðra snjalltækja skilað inn hjá Elko

Með tilliti til sjálfbærni var árið 2024 sögulegt fyrir ELKO – sérstaklega á Akureyri þar sem viðskiptavinir skiluðu inn og keyptu alls 400 notuð snjalltæki. Þetta gerir árið að metári í viðskiptum með notuð raftæki í versluninni þar í bæ.

Lesa meira

Kostuleg klassík með Sinfóníuhljómsveit Westmont-háskóla í Kaliforníu

Sinfóníuhljómsveit Westmont-háskóla í Kaliforníu er væntanleg til landsins á vormánuðum. Hún leikur á þrennum tónleikum í maí. Aðgangur er ókeypis á þá alla en sækja þarf miða á tix.is:

Lesa meira

Opið fyrir umsóknir í Slipptöku Driftar EA 2025

Drift EA hefur opnað fyrir umsóknir í Slipptökuna (e. Test Drive) 2025. Í Slipptökunni felast fjórar kraftmiklar vinnustofur fyrir frumkvöðla og teymi með hugmyndir sem eru tilbúnar á næsta stig. Slipptakan endar á formlegri kynningu verkefnanna þar sem valin verkefni komast áfram í Hlunninn.

Lesa meira

Þorsteinn Kári gefur út Skuggamynd

Lagið var hljóðritað að mestu leyti á Akureyri síðla árs 2023, en trommurnar voru hljóðritaðar í Berlín. Upptöku á Akureyri stjórnaði Þorsteinn Kári sjálfur, en tökum á trommum stjórnuðu Jón Haukur Unnarsson ásamt Nirmalya Banerjee.

Lesa meira

Fjármögnun lokið á nýrri landeldisstöð Samherja

Samherji fiskeldi ehf., dótturfélag Samherja hf., hefur lokið fjármögnun fyrsta áfanga Eldisgarðs, nýrrar landeldisstöðvar við Reykjanesvirkjun, með útgáfu nýs hlutafjár og sambankaláni. Fjármögnun fyrsta áfanga nemur 235 milljónum evra, jafnvirði 34 milljarða króna. Eitt hundrað ný störf verða til í stöðinni og annar eins fjöldi afleiddra starfa. Stefnt er að því að taka stöðina í notkun á fyrsta ársfjórðungi 2027.

Lesa meira

Ný bók frá Gunnari J. Straumland

Út er komin hjá bókaútgáfunni Sæmundi ný bók eftir Húsvíkinginn Gunnar J. Straumland.

Lesa meira

Hvatningarverðlaun BSE vegna ársins 2024

Fátt er mikilvægara fyrir íslenskan landbúnað en hafa baráttufólk sem berst með oddi og egg fyrir framtíð og starfsskilyrðum greinarinnar.

Lesa meira