Fréttir
07.11.2020
Magna Ásgeirsson þarf vart að kynna en hann hefur verið einn af okkar fremstu söngvurum um árabil. Hann sló í gegn sem söngvari í Á móti sól, vakti heimsathygli fyrir þátttöku sína í Rock Star Supernova fyrr á þessari öld og hefur oft verið nærri því að komast í Eurovision fyrir hönd okkar Íslendinga. Magni býr og starfar á Akureyri þar sem hann unir sér vel og rekur hér tónlistar skóla þar sem hann sinnir einnig kennslu. Ef ástandið væri eðlilegt væri Magni að spila á tónleikum flestar helgar en þar sem árið er frekar óeðlilegt hefur minna verið um spilamennsku í ár. Magni er Norðlendingur vikunnar og við skulum forvitnast frekar um söngvarann.
Lesa meira
Fréttir
06.11.2020
Það var fyrir nokkrum árum að við fjölskyldan vorum á leið heim úr ferðalagi. Ég man ekki nákvæmlega hvar við höfðum verið eða hversu lengi. En þó greinilega nógu lengi til þess að þegar í heimreiðina kom gaf ég frá mér djúpt andvarp og sagði hátt og skýrt „Ahhh, heima er best.“
Tilfinningin að koma heim var alveg einstök í þetta skipti man ég, blanda af feginleika, eftirvæntingu og þakklæti.
Nema hvað, í aftursætinu situr (þá 6 ára) dóttir mín og heyrist í henni: „Mamma, hvað þýðir eiginlega þetta heima er best?“
Lesa meira
Fréttir
06.11.2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra liggur undir felldi
Lesa meira
Fréttir
05.11.2020
Skipulags- og framkvæmdaráð telur mikilvægt að tekin verði afstaða í ráðinu til þess hvernig mæta skuli fyrirliggjandi kostnaðarauka í tengslum við sorphirðu í sveitarfélaginu. Á fundi ráðsins var bókað að horft sé til þess að hækkun á sorphirðugjaldi verði 20%. Að því gefnu að komið verði til móts við þá hækkun með lækkun annara álagningarliða þannig að álögum á íbúa verði stillt í hóf.
Lesa meira
Fréttir
04.11.2020
Óli Halldórsson, sveitarstjórnarfulltrúi í Norðurþingi, lýsti því yfir í gærkvöld að hann muni sækjast eftir oddvitasætinu á framboðslista Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi fyrir næstu alþingiskosningar. Óli er nú í leyfi frá sveitarstjórnarstörfum út næsta ár.
Lesa meira
Fréttir
04.11.2020
Sækist eftir fyrsta sæti Framsóknarflokksins í NA-kjördæmi
Lesa meira
Fréttir
03.11.2020
Stór hluti þeirra sem greindust í gær búa á Norðurlandi
Lesa meira
Fréttir
03.11.2020
Mig langar að nota tækifærið og opna umræðu um Parkinsonsjúkdóminn.
Lesa meira
Fréttir
03.11.2020
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur samþykkt breytingar á aðal skipulagi fyrir svokallaðan Tjaldsvæðisreit
Lesa meira
Fréttir
02.11.2020
Hvað er sérfræðingur? Þessi spurning hefur verið mér ofarlega í huga eftir að landbúnaðarráðherra vor sagði í viðtali við þáttastjórnendur Bítisins á Bylgjunni í kjölfar ummæla sinna um lífstíl bænda, að aldrei hefðu verið jafn margir sérfræðingar að störfum í landbúnaðarráðuneytinu eins og núna.
Lesa meira
Fréttir
02.11.2020
Jafnframt er skorað á bæjarbúa að láta ekki sitt eftir liggja heldur tendra jólaljósin við heimili sín.
Lesa meira
Fréttir
31.10.2020
Í fréttinni er komið inn á málefni Kísiliðjunnar í Mývatnssveit en starfsemi hennar lagðist af árið 2004 eftir að hafa framleitt kísilgúr frá árinu 1967. Einnig er komið inn á virkjunarmál í Þingeyjarsýslu en saga stóriðju og virkjana í Þingeyjarsýslu er orðin löng og er enn verið að rita miðað við nýjustu fréttir um frekari uppbyggingu á Bakka við Húsavík.
Lesa meira
Fréttir
31.10.2020
Sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir er Norðlendingur vikunnar en hún var í haust fastráðin sóknarprestur í Húsavíkur-prestakalli en hafði þá gegnt embættinu í afleysingum í eitt ár. Hún er fædd 14. desember 1977 og ólst upp í Lönguhlíð í Hörgárdal. Sr. Sólveig Halla lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1997 og mag.theol. prófi frá guðfræðideild Háskóla Íslands 2004 og hóf störf hjá Akureyrarkirkju um sumarið sama ár þar sem hún sinnti æskulýðsmálum. Hún var svo vígð sem safnaðar- og skólaprestur við Akureyrarkirkju hinn 18. september 2005 og sagði því starfi svo lausu fimm árum síðar. Þá flutti hún ásamt eiginmanni sínum, Sigurði Páli Tryggvasyni, og nýfæddri dóttur, að Þverá í Reykjahverfi Þingeyjarsýslu þar sem þau hófu fjárbúskap. Sólveig Halla segist ekki hafa mikið svigrúm í dag fyrir sérstök áhugamál vegna anna en segist hina fullkomnu helgi vera samvera með fólkinu sínu í sumarhúsi fjölskyldunar. „Utan vinnu er best í heimi að njóta samverunnar með fjölskyldu, stórfjölskyldu og vinum, lesa góðar bækur, skáldsögur eða um andleg/trúarleg málefni eða tengt fjölskyldufræðum. Góður göngutúr er líka frábær andleg hleðsla en telst tæplega áhugamál....
Lesa meira
Fréttir
30.10.2020
Á síðustu vikum hefur byggðarráð Norðurþings verið upplýst um áhuga félagsins Carbon Iceland ehf. til uppbyggingar svokallaðs lofthreinsivers innan iðnaðarsvæðisins á Bakka. Er verinu ætlað að hreinsa koltvísýring beint úr andrúmsloftinu, til áframframleiðslu. Norðurþing hefur til umráða 90-100 hektara lands innan skipulags iðnaðarsvæðis á Bakka, ætlað til frekari uppbyggingar vistvæns iðnaðar.
Lesa meira
Fréttir
30.10.2020
Viðbrögð við Covid-smitum í skólum Akureyrarbæjar voru til umræðu á síðasta fundi fræðsluráðs.
Lesa meira