324 fengu fjárhagsaðstoð í fyrra

Akureyri. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson.
Akureyri. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson.

Heildarútgjöld til veittri fjárhagsastoð á árinu 2020 á Akureyri voru 153.585 milljónir kr. Samkvæmtu upplýsingum blaðsins er um að ræða nánast sömu fjárhæð og árið 2019 en á árunum  2017 og 2018 voru útgjöldin hins vegar lægri eða um 120 milljónir kr.

Fjöldi þeirra sem fengu fjárhagsaðstoð á árinu 2020 var 324 sem er sambærilegt við árin 2018 og 2019 en þó aðeins fleiri. Eftir því sem fram kemur á vef Akureyrarbæjar er fjárhagsaðstoð veitt á velferðarsviði samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga en samkvæmt þeim er hverjum og einum skylt að framfæra sjálfan sig, maka sinn og börn yngri en 18 ára.

Í lögunum er einnig kveðið á um að sveitarfélag skuli veita íbúum sínum þjónustu og aðstoð sem er til þess fallin að bæta úr vanda eða koma í veg fyrir að fólk lendi í þeirri aðstöðu að geta ekki séð fyrir sér og sínum. Ýmsar ástæður geta legið að baki því að fólk þurfi fjárhagsaðstoð, svo sem lág laun, atvinnuleysi eða veikindi.


Nýjast