Mikill skíðaáhugi á Húsavík

Mynd/Norðurþing.
Mynd/Norðurþing.

Skíðavertíðin hefur farið vel af stað á Húsavík en í samtali við íþrótta og tómstundafulltrúa Norðurþings kom fram að gengið hefur vonum framar að reka skíðalyftuna á nýja skíðasvæði Húsvíkinga, í Reiðarárhnjúk á Reykjaheiði. „Við virðumst vera komast yfir þessi byrjunarvandamál með lyftuna og hún hefur verið að ganga vel,“ segir Kjartan Páll Þórarinsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi.

Hann segir jafnframt að aðsókn hafi verið miklu betri en vonir stóðu til um og nú hefur verið auglýst eftir nýjum umsjónarmanni skíðasvæðis til að anna eftirspurn. Kjartan vonast til að það takist að ráða sem fyrst í starfið enda sé engin skortur á skíðaáhuga Húsvíkinga, hvort sem fólk kýs að renna sér niður brekkurnar eða fara gönguskíðabrautina.

-epe


Athugasemdir

Nýjast