Sigurhæðir boðið út án búsetu

Sigurhæðir.
Sigurhæðir.

Stjórn Akureyrarstofu hefur samþykkt að húsið Sigurhæðir verði auglýst til leigu og verður kallað eftir hugmyndum um notkun og rekstur hússins án búsetu. Við yfirferð á framlögðum hugmyndum og tilboðum mun fyrirhuguð starfsemi og menningarlegt vægi gilda 50% af mati og tilboð um leigufjárhæð 50%. Stjórn Akureyrarstofu mun annast matið.

Vikublaðið greindi frá því sl. haust að Stjórn Akureyrarstofu myndi ekki halda áfram viðræðum um tilboðið sem hafði mögulega búsetu sem forsendu í Sigurhæðum þar sem í ljós kom að ráðast þurfti í miklar viðgerðir á húsinu. Á fundi stjórnar Akureyrarstofu þann 28. maí sl. var samþykkt að ganga til viðræðna við Kristínu Kjartansdóttur og Hlyn Hallsson um tilboð í leigu á Sigurhæðum.

Hilda Jana Gísladóttir, formaður stjórnar Akureyrarstofu, segir að búið sé að ráðast í töluverðar lagfæringar á húsinu en þær miðuðu ekki við búsetu.

„Þetta vissum við í stjórn Akureyrarstofu ekki þannig að þegar að húsið er auglýst þá kemur fram spennandi hugmynd um búsetu og menningarstarf í húsinu og hugnaðist okkur sú hugmynd vel. Þegar hins vegar var farið að vinna málið áfram málið kom í ljós að ef húsið væri hugsað til búsetu með tilheyrandi vatnsnotkun þá hefði þurft að fara í annarskonar og viðameiri lagfæringar. Þess vegna var ákveðið að falla frá þeirri hugmynd og nýta húsið án búsetu. Vonandi koma fram spennandi hugmyndir um nýtingu á húsinu nú þegar við auglýsum það á ný,“ segir Hilda Jana í samtali við Vikublaðið.

Fyrirhuguð var að Akureyrarbær myndi selja Sigurhæðir, húsinu sem þjóðskáldið og presturinn Matthías Jochumsson lét reisa og hýsir nú minningarsafn um hann, en sú áætlun hlaut harða gagnrýna á meðal bæjarbúa. Helstu ástæða sölunnar voru þær að húsið hefur ekki nýst síðustu árin vegna lélegs aðgengis. Því var ákveðið að hætt við sölu og auglýsa húsið til leigu.

 

 


Athugasemdir

Nýjast