Bæjarráð Akureyrar mótmælir hækkun á fargjöldum

Grímsey.
Grímsey.

Bæjarráð Akureyrarbæjar mótmælir harðlega hækkun á farm- og fargjöldum Grímseyjarferjunnar Sæfara og telur mikilvægt að þjóðferjuleiðir verði skilgreindar sem hluti af grunnkerfi samgangna eins og það er skilgreint í samgönguáætlun hverju sinni. Til þjóðferjuleiða teljast leiðir þar sem ferja kemur í stað vegasambands um stofnveg og tengir byggðir landsins sem umluktar eru sjó við grunnkerfi samgangna á meginlandinu.

Fyrirhuguð er 12% hækkun á fargjöldum til Grímseyjar og 13% til Hríseyjar. Þá munu farmgjöld hækka um 14% til bæði Grímseyjar og Hríseyjar.


Nýjast