Fréttir

Metumferð um Víkurskarð

Vegagerðin hefur tekið saman umferðatölur fyrir septembermánuð þar sem farið er eftir vegteljurum þeirra. Í samantektinni kemur í ljós að metumferð var um Víkurskarðið í nýliðnum mánuði. Alls fóru 62.916 ökutækið um skarðið í september.
Lesa meira

Dr. Thomas Brewer er þriðjudagsfyrirlesari í Ketilhúsinu

Dr. Thomas Brewer, myndlistarmaður og prófessor í listum, heldur þriðjudagsfyrirlestur í dag, 4. október, kl. 17 í Ketilhúsinu á Akureyri. Yfirskrift fyrirlestursins, sem fer fram á ensku, er: The Significance of Art in Our Education. Í fyrirlestrinum verður m.a. fjallað um hvernig list og menntun geta haft áhrif á lífið. Brewer mun rekja persónulega sögu sína, ásamt listrænni og faglegri þróun sem hefur leitt hann til Akureyrar í fimmta sinn. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira

Síðbúinn áhugi Framsóknar á byggðamálum

Oddviti framsóknarflokksins hér í Norðausturkjördæmi, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefur að undanförnu viðrað þau sjónarmið sín að nú þurfi að fara í aðgerðir og hefja sókn í byggðamálum. Um það má segja að betra er seint en aldrei, en nokkuð er þessi áhugi síðbúinn.
Lesa meira

Sigmundur Davíð heldur ótrauður áfram

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem beið lægri hlut fyr­ir Sig­urði Inga Jó­hanns­syni í for­manns­kjöri Fram­sókn­ar­flokks­ins í fyrra­dag, hef­ur lýst því yfir að hann muni halda áfram sem odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins í Norðaustur-kjör­dæmi.
Lesa meira

Opinn fundur með borgarstjóra um framtíð Reykjavíkurflugvallar

Akureyrarbær boðar til opins fundar um framtíð Reykjavíkurflugvallar miðvikudaginn 5. október kl. 17 í Menningarhúsinu Hofi. Á fundinum hafa framsögu Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri, fulltrúi frá ISAVIA og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík.
Lesa meira

Íslensk ferðaþjónusta – villta vestrið

Átta þúsund störf hafa skapast við aukna ferðaþjónustu hérlendis á síðustu fimm árum. Þessi stórauknu umsvif eru megin drifkraftur hagvaxtar, megin ástæða þess að ríkissjóður nýtur vaxandi skatttekna. Atvinnuleysi er jafnframt í lágmarki en því miður hefur hinu opinbera ekki tekist að spila nógu vel úr tækifærinu.
Lesa meira

„Einbeittur brotavilji stjórnvalda gegn náttúruvernd“

Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­in Fjör­egg í Mý­vatns­sveit og Land­vernd hafa kært fyr­ir­hugaða laga­setn­ingu um Bakka­lín­ur til Eft­ir­lits­stofn­un­ar EFTA (ESA).
Lesa meira

Gangagröftur að hefjast á ný í Fnjóskadal

Ólíklegt að slegið verði í gegn á þessu ári
Lesa meira

Formaðurinn felldur

Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, var rétt í þessu kjörinn formaður Framsóknarflokksins á flokksþingi flokksins sem nú stendur yfir í Háskólabíói.
Lesa meira

Menntun er dýrmæt

Ég hef sl. 15 ár verið svo lánsöm að hafa fengið að starfa í fullorðinsfræðslunni, sem eins og nafnið gefur til kynna grundvallast á þjónustu við fullorðið fólk sem kemur til að mennta sig. Það á hvoru tveggja við um fólk sem hefur ekki lokið formlegu framhaldsskólanámi og annað fólk úr atvinnulífinu með fjölbreytta menntun.
Lesa meira