04.10
Egill Páll Egilsson
Vegagerðin hefur tekið saman umferðatölur fyrir septembermánuð þar sem farið er eftir vegteljurum þeirra. Í samantektinni kemur í ljós að metumferð var um Víkurskarðið í nýliðnum mánuði. Alls fóru 62.916 ökutækið um skarðið í september.
Lesa meira
04.10
Egill Páll Egilsson
Dr. Thomas Brewer, myndlistarmaður og prófessor í listum, heldur þriðjudagsfyrirlestur í dag, 4. október, kl. 17 í Ketilhúsinu á Akureyri. Yfirskrift fyrirlestursins, sem fer fram á ensku, er: The Significance of Art in Our Education. Í fyrirlestrinum verður m.a. fjallað um hvernig list og menntun geta haft áhrif á lífið. Brewer mun rekja persónulega sögu sína, ásamt listrænni og faglegri þróun sem hefur leitt hann til Akureyrar í fimmta sinn. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
04.10
Steingrímur J. Sigfússon
Oddviti framsóknarflokksins hér í Norðausturkjördæmi, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefur að undanförnu viðrað þau sjónarmið sín að nú þurfi að fara í aðgerðir og hefja sókn í byggðamálum. Um það má segja að betra er seint en aldrei, en nokkuð er þessi áhugi síðbúinn.
Lesa meira
04.10
Egill Páll Egilsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, sem beið lægri hlut fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni í formannskjöri Framsóknarflokksins í fyrradag, hefur lýst því yfir að hann muni halda áfram sem oddviti Framsóknarflokksins í Norðaustur-kjördæmi.
Lesa meira
03.10
Egill Páll Egilsson
Akureyrarbær boðar til opins fundar um framtíð Reykjavíkurflugvallar miðvikudaginn 5. október kl. 17 í Menningarhúsinu Hofi. Á fundinum hafa framsögu Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri, fulltrúi frá ISAVIA og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík.
Lesa meira
03.10
Preben Pétursson
Átta þúsund störf hafa skapast við aukna ferðaþjónustu hérlendis á síðustu fimm árum. Þessi stórauknu umsvif eru megin drifkraftur hagvaxtar, megin ástæða þess að ríkissjóður nýtur vaxandi skatttekna. Atvinnuleysi er jafnframt í lágmarki en því miður hefur hinu opinbera ekki tekist að spila nógu vel úr tækifærinu.
Lesa meira
03.10
Egill Páll Egilsson
Náttúruverndarsamtökin Fjöregg í Mývatnssveit og Landvernd hafa kært fyrirhugaða lagasetningu um Bakkalínur til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA).
Lesa meira
03.10
Ólíklegt að slegið verði í gegn á þessu ári
Lesa meira
02.10
Egill Páll Egilsson
Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, var rétt í þessu kjörinn formaður Framsóknarflokksins á flokksþingi flokksins sem nú stendur yfir í Háskólabíói.
Lesa meira
02.10
Erla Björg Guðmundsdóttir
Ég hef sl. 15 ár verið svo lánsöm að hafa fengið að starfa í fullorðinsfræðslunni, sem eins og nafnið gefur til kynna grundvallast á þjónustu við fullorðið fólk sem kemur til að mennta sig. Það á hvoru tveggja við um fólk sem hefur ekki lokið formlegu framhaldsskólanámi og annað fólk úr atvinnulífinu með fjölbreytta menntun.
Lesa meira