Gangagröftur að hefjast á ný í Fnjóskadal
Vinna við gangagröft Fnjóskadalsmegin vegna gerðar Vaðlaheiðarganga fer aftur af stað á allra næstu dögum. Ekkert hefur verið borað í Fnjóskadal í tæplega eitt og hálft ár, eða frá því í apríl í fyrra eftir að vatn tók að flæða inn í göngin og varð til þess að verktaki flutti borvagninn yfir heiðina og hóf aftur gangagröft í Eyjafirði.
Ágætlega hefur gengið að bora Eyjafjarðarmegin undanfarnar vikur og er heildarlengd ganganna 83,8%. Vonir stóðu til að hægt yrði að slá í gegn á þessu ári en ólíklegt er að svo verði. Nánar er fjallað um stöðu mála í Vaðlaheiðargöngum í prentútgáfu Vikudags.