Sigmundur Davíð heldur ótrauður áfram

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, oddviti Framsóknarflokksins í Norðaustur-kjördæmi. Mynd úr safni.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, oddviti Framsóknarflokksins í Norðaustur-kjördæmi. Mynd úr safni.

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem beið lægri hlut fyr­ir Sig­urði Inga Jó­hanns­syni í for­manns­kjöri Fram­sókn­ar­flokks­ins í fyrra­dag, hef­ur lýst því yfir að hann muni halda áfram sem odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins í Norðaustur-kjör­dæmi.

Fjöl­marg­ir hafa skorað á Sig­mund Davíð eftir því sem Vikudagur kemst næst, að halda ótrauður áfram þrátt fyrir niðurstöðuna úr formannskjörinu. Hann hefur nú ákveðið að verða við þeim áskorunum.

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að vangaveltur um að Sig­mund­ur Davíð og hugs­an­lega Gunn­ar Bragi Sveins­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, myndu kljúfa flokk­inn eigi ekki við rök að styðjast.

Þá greinir Frétta­blaðið  frá því í dag að Sveinn Hjört­ur Guðfinns­son, formaður Fram­sókn­ar­fé­lags­ins í Reykja­vík, haldi því fram að svindlað hafi verið í for­manns­kosn­ingu Fram­sókn­ar­flokks­ins um helg­ina þar sem nokkr­ir skráðir þing­full­trú­ar í Reykja­vík voru ekki með kosn­inga­rétt á flokksþing­inu. Hann seg­ir fjölda manns hafa sagt sig úr flokkn­um í gær og að erfitt verði að ná sam­an flokkn­um sem einni heild.

Nýjast