Fréttir

Samningur milli MAk og Ásprents Stíls

Birtingar auglýsinga í miðlum Ásprents Stíls, prentþjónustu, skiltagerð og fleira
Lesa meira

Stíf fundarhöld um raflínur til Bakka

At­vinnu­vega­nefnd Alþing­is hefur fundað tvisvar í dag um frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar um nýtt fram­kvæmda­leyfi fyr­ir Þeistareykjalínu 1 og Kröflu­línu 4 vegna iðnaðarsvæðis­ins á Bakka þar sem gest­ir hafa verið kallaðir fyr­ir nefnd­ina.
Lesa meira

Viðburðarrík helgi framundan hjá MAk

Það verða ákveðnar andstæður í Samkomuhúsinu um komandi helgi, annarsvegar er leikverkið ,,Listin að lifa“ leikverk eftir unga höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref í leikhúsi og hins vegar leikritið ,,Enginn hittir einhvern“ eftir hinn beitta penna Peter Asmussen í leikstjórn Simon Boberg. Leikrit sem hlotið hefur mikið lof gagnrýnenda. Peter Asmussen skrifaði meðal annars handritið af kvikmyndinni Breaking the Waves með Lars von Trier.
Lesa meira

Vilja styrkja stöðu Grímseyjar

Bæjarráð Akureyrarbæjar hefur skorað á innanríkisráðherra að hrinda í framkvæmd þeim aðgerðum sem snúa að samgöngumálum Grímseyinga og voru samþykktar af ríkisstjórninni í nóvember í fyrra. Þetta kemur fram í bókun ráðsins þann 15. september þegar ráðið fjallaði um stöðu málefna Grímseyjar og byggðaþróunarverkefnisins Brothættar byggðir.
Lesa meira

Bjórspa að rísa á Árskógssandi

Tekin verður fyrsta skóflustungan að fyrirhuguðum bjórböðum Bruggsmiðjunnar Kalda klukkan eitt á morgun.
Lesa meira

Trninic framlengir við KA

KA sem eru nýkrýndir deildarmeistarar í Inkassodeild karla í fótbolta hafa þegar hafið undirbúning fyrir átökin í Pepsideildinni næsta sumar og afa verið að ganga frá samningum við bestu leikmenn liðsins.
Lesa meira

Þörf á hagræðingu án þess að skerða lífsgæði bæjarbúa

Aðgerðarhópur um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar hefur skilaði af sér tillögum til að koma rekstri bæjarins í jafnvægi.
Lesa meira

„Aðför að réttarkerfinu“

Landvernd hefur hrint af stað undirskriftarsöfnun á heimasíðu sinni í þeim tilgangi að fá Alþingi til að samþykkja ekki frumvarp Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um framkvæmdaleyfi Landsnets til þess að fara með raflínur frá Kröflu að Þeistareykjum og þaðan áfram að iðnaðarsvæðinu á Bakka.
Lesa meira

Málþing um líknarþjónustu

Efnt verður til málþings um þróun og framtíðarsýn líknarþjónustu á Norðurlandi föstudaginn 30. september kl. 13-17. Málþingið fer fram í Oddfellowhúsinu að Sjafnarstíg 3 á Akureyri.
Lesa meira

Geta og eiga sveitarfélög að reka hjúkrunarheimilin?

Opinn fundur um rekstur hjúkrunarheimila verður haldinn í Menningarhúsinu Hofi á þriðjudagskvöld kl. 20. Leitast verður við að svara þeirri spurningu hvort sveitarfélögin geti og eigi að reka hjúkrunarheimili en ábyrgð á stofnanaþjónustu við aldraða er á höndum ríkisvaldsins.
Lesa meira