Fréttir

KA deildarmeistarar í Inkassodeild karla

KA tryggði sér sigur í Inkasso -deildinni í viðureign toppliðanna þar sem KA-menn komu til baka eftir að hafa lent undir. Þetta var næstsíðasta umferð deildarinnar.
Lesa meira

Vopnað rán á Akureyri

Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá því á Facebook-síðu sinni að framið hefði verið vopnað rán í verslun Samkaupa strax við Borgarbraut á Akureyri í morgun.
Lesa meira

Öruggur sigur hjá Sigmundi Davíð

Höskuldur Þórhallsson hættir á þingi
Lesa meira

Borgarstjóri mætir á opinn fund á Akureyri

Stefnt að fundi í byrjun október um Reykjavíkurflugvöll
Lesa meira

Dagur íslenskrar náttúru: Kolbrún og Jóhannes í Rauðuskriðu hlutu viðurkenningu

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigrún Magnúsdóttir, veitti í dag á Degi íslenskrar náttúru, útvarpsþættinum Samfélaginu sem er á dagskrá Rásar 1 á RÚV hljóðvarpi, fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Við sama tækifæri veitti hún Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti en hana hlutu annars vegar hjónin Kolbrún Úlfsdóttir og Jóhannes Haraldsson á Hótel Rauðuskriðu í Aðaldal og hins vegar Stella Guðmundsdóttir í Heydal í Mjóafirði.
Lesa meira

Vandi Grímseyjar kallar á tafarlausar aðgerðir

Bæjarráð Akureyrarbæjar skorar á innanríkisráðherra, að hefja strax aðgerðir til að bæta úr samgöngumálum Grímseyinga
Lesa meira

Lið Akureyrar á Skjánum í kvöld

Lið Akureyrar í Útsvari, spurningakeppni sveitarfélaganna á RÚV, sem skipað er Jóhanni Davíð Ísakssyni, Urði Snædal og Þorsteini G. Jónssyni etur í kvöld kappi við lið Mosfellsbæjar.
Lesa meira

Sigmundur Davíð sigurviss

Á morgun fer fram tvöfalt kjördæmisþing Framsóknarmanna í Skjólbrekku í Mývatnssveit. Þar munu Framsóknarmenn velja framboðslista sinn í kjördæminu. Tvöfalt fleiri fulltrúar eiga rétt til setu á þinginu en á venjulegu kjördæmisþingi. Búist er við að vel á þriðja hundrað manns taki þátt í þinginu en um 370 flokksmenn eiga seturétt.
Lesa meira

Kvarta yfir lyktarmengun frá Moltu

Borið hefur á kvörtunum frá íbúum í Eyjafjarðarsveit vegna lyktarmengunar frá jarðgerðstöð Moltu. Málið var tekið fyrir á sveitarstjórnarfundi Eyjafjarðarsveitar þar sem segir að lyktarmengun sé óviðunandi
Lesa meira

FSHA styður LÍN frumvarp Illuga

Menntamálaráðherra fundaði með framkvæmdastjórn FSHA um frumvarpið
Lesa meira