Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá því á Facebook-síðu sinni að framið hefði verið vopnað rán í verslun Samkaupa strax við Borgarbraut á Akureyri í morgun. Þar kemur fram að maður um þrítugt hafi ógnað starfsmanni verslunarinnar með hnífi og tekið peninga úr afgreiðslukassa. Engan sakaði, en starfsfólki verslunarinnar var nokkuð brugðið.
Lögregla leitar nú mannsins sem er um 180 sentimetrar á hæð og dökkhærður. Hann var klæddur í bláa hettupeysu og íþróttabuxur.
Lögreglan á Norðurlandi eystra sem fer með rannsókn málsins óskar eftir upplýsingum varðandi málið í síma 4442800 eða netfangiðnordurland.eystra@logreglan.is