Borgarstjóri mætir á opinn fund á Akureyri

Dagur B. Eggertsson verður viðstaddur á opnum fundi á Akureyri um málefni Reykjavíkurflugvallar.
Dagur B. Eggertsson verður viðstaddur á opnum fundi á Akureyri um málefni Reykjavíkurflugvallar.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík hefur þegið boð Akureyrarbæjar um að mæta á opinn fund á Akureyri um málefni Reykjavíkurflugvallar. Tillaga þess efnis að borgarstjóra yrði formlega boðið á fund var samþykkt á fundi bæjarráðs Akureyrar nýverið og bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir. Í svari við fyrirspurn Vikudags segir Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri að unnið sé í undirbúningi á fundinum. Endanleg dagsetning hafi ekki verið ákveðin en rætt hafi verið um að fundurinn fari fram fyrstu dagana í október. Meðal þess sem rætt verður um er sú alvarlega staða sem er komin upp varðandi sjúkraflug með lokun neyðarbrautinnar.

 

Nýjast