29.09
Kristín S. Bjarnadóttir hjá Heimahlynningu á Akureyri í einlægu og áhugaverðu viðtali í Vikudegi
Lesa meira
29.09
Gray Line segir nýtingu á ferðunum lakari en vonast var eftir
Lesa meira
29.09
Gítarleikarinn Kristinn Árnason heldur tónleika í Ketilhúsinu í Listagilinu á laugardaginn kemur. Tónleikarnir hefjast klukkan 16. Á efnisskránni eru verk eftir G.Sanz, J.S.Bach, M.Ravel, I.Albeniz og A.Barrios.
Lesa meira
29.09
Fréttir, viðtöl og mannlíf
Lesa meira
28.09
Egill Páll Egilsson
Götuljós verða slökkt við strandlengjuna á Akureyri frá kl. 22-24 í kvöld svo íbúar og gestir geti notið magnaðrar norðurljósasýningar sem spáð er á himni þegar aldimmt verður orðið.
Lesa meira
28.09
Egill Páll Egilsson
Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri vill fjölga brautskráðum hjúkrunarfræðingum við skólann. Á síðasta skólaári, 2015–2016, brautskráðust 53 hjúkrunarfræðingar frá hjúkrunarfræðideild HA og 58 hjúkrunarfræðingar frá hjúkrunarfræðideild HÍ. Ljóst er að það er ekki nægjanleg nýliðun til að takast á við þann skort á hjúkrunarfræðingum sem blasir við í heilbrigðiskerfi landsmanna. Í mannekluskýrslu Félags Íslenskra hjúkrunarfræðinga frá 2007 var áætlað að útskrifa þyrfti a.m.k. 145 hjúkrunarfræðinga á ári. Tekist hefur að útskrifa að meðaltali 80% af þessum fjölda á undanförnum sex árum frá HA og HÍ.
Lesa meira
28.09
Egill Páll Egilsson
Local Food Festival matarmenningarhátíðin á Norðurlandi verður haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri um næstu helgi, 30. september til 1. október. Þetta er stærsti viðburður sinnar tegundar á landinu og verður hér eftir haldinn annað hvert ár.
Lesa meira
28.09
Egill Páll Egilsson
Ákveðið hefur verið að fara að fordæmi Reykvíkinga og slökkva á götuljósum á Húsavík í kvöld til kl 23.
Lesa meira
28.09
Egill Páll Egilsson
Heimsmeistaramót kvenna í annarri deild sem áætlað var að halda í Reykjavik, 27. febrúar til 5. mars 2017 verður haldið á Akureyri. Þetta kemur fram á heimasíðu Íshokkísambands Íslands.
Lesa meira
28.09
Egill Páll Egilsson
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sótti ársfund Heilbrigðisstofnunar Norðurlands sem haldinn var í Hofi á Akureyri í gær. Ráðherra segir ánægjulegt að sjá hve vel hafi tekist til með sameininguna að baki þessari víðfeðmu stofnun og greinilegt að vel sé haldið utan um reksturinn, jafnt faglega og fjárhagslega.
Lesa meira