Götur myrkvaðar á Akureyri í kvöld
Götuljós verða slökkt við strandlengjuna á Akureyri frá kl. 22-24 í kvöld svo íbúar og gestir geti notið magnaðrar norðurljósasýningar sem spáð er á himni þegar aldimmt verður orðið.
Svæðið sem myrkvað verður afmarkast af Höephner í suðri til Menningarhússins Hofs í norðri. Þannig ætti ljósmengun að vera í lágmarki á því svæði neðan brekkubrúnar.
Norðurljósavirknin hefur verið góð undanfarna daga og mjög mikil virkni verður í kvöld skv. norðurljósaspá Veðurstofu Íslands.
Lögregla og slökkvilið hafa verið upplýst um málið og er fólk hvatt til að aka einstaklega varlega á þessu svæði og sýna tillitssemi á meðan myrkvun stendur.