Opinn fundur með borgarstjóra um framtíð Reykjavíkurflugvallar

Reykjavíkurflugvöllur
Reykjavíkurflugvöllur

Akureyrarbær boðar til opins fundar um framtíð Reykjavíkurflugvallar miðvikudaginn 5. október kl. 17 í Menningarhúsinu Hofi. Á fundinum hafa framsögu Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri, fulltrúi frá ISAVIA og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík.

Mikill styrr hefur staðið um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar hin síðari ár. Vangaveltur hafa verið um hvort flytja eigi innanlandsflugið til Keflavíkur eða byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Á síðari árum hafa bæjarstjórn og bæjarráð Akureyrar ítrekað bókað um Reykjavíkurflugvöll og mikilvægi hans. Nú hefur borgarstjóri boðist til að mæta á opinn fund á Akureyri til að ræða málin.

Nýjast