Metumferð um Víkurskarð

Víkurskarð
Víkurskarð

Vegagerðin hefur tekið saman umferðatölur fyrir septembermánuð þar sem farið er eftir vegteljurum þeirra. Í samantektinni kemur í ljós að metumferð var um Víkurskarðið í nýliðnum mánuði. Alls fóru 62.916 ökutækið um skarðið í september.

Þetta þýðir að um tæplega 30% aukningu á  umferð um skarðið er a ræða ef miðað er við sama mánuð í fyrra. Umferðin jókst mest á miðvikudögum eða tæp 37%. Meðalumferð á dag (ÁDU) stefnir nú í 1600 ökutæki á sólarhring fyrir árið 2016, sem er rétt undir háspá Vegagerðarinnar frá því í mars 2012 eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Þann 1. október síðastliðinn var enn eitt metið slegið en þá varð umferðin í ár orðin meiri en allt síðasta ár.

Vegagerðin

 

Vegagerðin

Nýjast