Formaðurinn felldur

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins.

Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, var rétt í þessu kjörinn formaður Framsóknarflokksins á flokksþingi flokksins sem nú stendur yfir í Háskólabíói. Hann felldi því núverandi formann, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, en mikil átök hafa verið á milli frambjóðendanna og stuðningsmanna þeirra á þinginu og í aðdraganda þess.

Fréttin var uppfærð kl. 15:37

703 greiddu at­kvæði í kosningunni og hlaut Sig­urður Ingi 370 at­kvæði en Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son hlaut 329 at­kvæði. Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir hlaut 3 at­kvæði. 

„Ég tek við þessu embætti af miklu þakk­læti og auðmýkt,“ sagði Sig­urður Ingi þegar hann steig í pontu. 

„Það er eng­um meira ljóst en mér að við eig­um tals­vert verk að vinna. Ég vil þakka ykk­ur öll­um fyr­ir þátt­tök­una í þess­ari kosn­ingu. Að koma hér til þings og gera þetta með skýr­um hætti. Þetta eru leik­regl­ur lýðræðis­ins,“ sagði Sig­urður Ingi áður en hann bað viðstadda um að þakka fráfarandi formanni fyrir hans störf.

„ Ég vil nota tæki­færið og þakka Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni.  Ég vil að þið standið upp. Hann var rétt­ur maður á rétt­um tíma fyr­ir Fram­sókn­ar­flokk­inn þegar hann kom fram. Ég bið ykkur um að standa upp og gefa hon­um gott klapp.“ 

Nýjast